Valdi að eignast börnin ein Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. mars 2020 07:00 Anna Þorsteinsdóttir ákvað að fara ein í tæknifrjóvgun og er einstök móðir tveggja barna. Myndir úr einkasafni „Eftir að ég átti son minn 2015 upp á eigin spýtur að þá var það ekki á planinu að eiga annað barn á næstunni. Ég man nú eftir því að hafa lofað mér að gera þetta ekki ein aftur,“ segir Anna Þorsteinsdóttir, sem valdi nýlega að eignast dóttur ein með aðstoð tæknifrjóvgunar. Börnin hennar eiga aðeins eitt foreldri en Anna hefur þurft að svara dónalegum spurningum um þessa ákvörðun og segir að fólk hafi mikla skoðun á því að þetta val geti haft skaðleg áhrif á börnin til framtíðar „Það var nógu krefjandi að eiga barn ein á báti og hvað þá barn sem þurfti að eyða fyrstu vikunum uppi á spítala. Það var svo ekki fyrr en ég flutti erlendis, strákurinn orðinn fjögurra ára og allt farið að ganga vel að þessi tilfinning að gefa syni mínum systkini læddist upp að mér. Verandi í Danmörku þá ákvað ég að kynna mér hvað ég þyrfti að gera til þess að byrja það ferli að verða ófrísk með hjálp sæðisgjafa,“ segir Anna um ástæðu þess að hún fór ein af stað í þetta ferli á síðasta ári. Anna komst fljótt að því að það væri ekkert svo flókið að vera einstök mamma í Danmörku. „Það er svo ofboðslega margt sem maður þarf að hugsa um áður en maður fer af stað í þetta ferli að verða ófrísk með hjálp sæðisgjafa. Fyrsta skrefið er auðvitað andlegur undirbúningur. Ég fékk þessa flugu fyrst í fyrsta skipti í hugann þegar strákurinn minn var um tveggja ára en ákvað þá að vera róleg og bíða aðeins lengur þar sem sonurinn var enn það ungur og ekkert lá á.“ Sonur Önnu var um tveggja ára aldur þegar hún byrjaði að hugsa um að gefa honum systkini.Mynd úr einkasafni Sagði fáum frá í byrjun Þrátt fyrir flutninga erlendis, breytingu á umhverfi og annað þá hvarf löngunin aldrei. „Eftir að ég flutti út fór ég að hugsa um þetta af alvöru aftur og ákvað að kynna mér hver fyrstu skrefin í þessu ferli væru. Það var svo ekki fyrr en ég spjallaði við hana mömmu mína um að þetta væri eitthvað sem ég væri að hugsa um sem að þetta varð raunverulegt og ég varð virkilega spennt fyrir því að byrja ferlið.“ Anna tók svo endanlega ákvörðun þegar hún var búin að hugsa um lítið annað í hálft ár. „Um að ég treysti mér í þetta verkefni, en einnig fullkomlega meðvituð um það hversu erfitt þetta myndi vera. Ég ákvað hins vegar að upplýsa ekki of marga um plönin þegar ég byrjaði að „reyna.“ Ég sagði bestu vinkonum mínum frá en engum öðrum fyrr en ég var orðin ófrísk. Ég þekki það mikið af konum sem hafa átt erfitt með að verða ófrískar og séð hversu erfitt það er að geta það ekki. Ég var því undirbúin undir það að þetta myndi ekki endilega heppnast í fyrstu tilraun.“ Skoðaði sæðisgjafa á kvöldin Undirbúningurinn gekk mjög vel en ferlið í Danmörku gengur frekar hratt fyrir sig. „Skrefin eru nokkur áður en þú færð að fara og hefja þetta ferðalag með fyrstu tilraun í IUI eða Intra Uterine Insemination. Í Danmörku hefst ferlið á því að þú leita til heimilislæknis sem framkvæmir allar þær blóðprufur sem þarf til þess að skoða hormóna, kynsjúkdómapróf og fleira. Síðan þegar allt er komið í hús þá færð þú tilvísun á „fertilitets klinik.“ Þá fær maður tíma fyrir innri skoðun sem og eggjastokka próf til þess að athuga hvort það sé eitthvað líkamlega að sem gæti mögulega komið í veg fyrir að frjóvgun eigi sér stað. Það yrði heldur leiðinlegt að vera búin að eyða miklum pening í IUI og komast svo að því að eggjastokkarnir eru lokaðir.“ Ef í ljós kemur að allt er eins og það á að vera, er hægt að fara af stað í fyrstu tilraun strax í næsta tíðahring. „Ég var búin að vera að skoða sæðisgjafa á þessum tímapunkti í nokkrar viku og var búin að velja, það voru nokkrar mjög skemmtilegar kvöldstundir að skrolla og versla,“ segir Anna og hlær. „Allt í allt voru þetta tveir og hálfur mánuður frá því að ég fór fyrst á klíníkina og þar til að ég fékk jákvætt á óléttuprófi. Ég reyndi að undirbúa mig eins vel og ég gat undir það að þetta myndi ekki endilega heppnast strax í fyrstu tilraun og að mögulega gæti þetta orðið kostnaðarsamt og tekið á sálina ef illa gengi. Ég gerði samning við sjálfa mig um að ef þetta myndi ekki ganga eftir þrjár tilraunir að þá myndi ég endurhugsa.“ Fjölskyldan býr í Danmörku, þar sem öllum skólum og leikskólum hefur verið lokað.Mynd úr einkasafni Sífellt fleiri velja þessa leið Hún segir að ferlið hafi verið í heildina mjög einfalt og þægilegt. Umfram allt hafi viðmótið alls staðar verið mjög gott. „Það sem mér þótti svo vænt um var að ég mætti svo miklum skilning frá öllum í ferlinu. Heimilislæknirinn minn var fullorðin kona en var innilega ánægð með að ég gerði bara það sem myndi gera mig hamingjusama, vera ekkert að bíða og talaði mikið um hvað það er þægilegt að ala upp börn á meðan maður er í skóla, sveigjanleiki. Konurnar á klíníkinni voru svo dásamlega þolinmóðar, hjálpsamar og tilbúnar að svara öllum spurningum.“ Anna hefur fengið gríðarlega jákvæð viðbrögð frá öllum í kringum sig varðandi þessari ákvörðun. „Ég er svo innilega heppin að vera í þessari stöðu og að það sé árið 2020. Það er að færast í aukarnar að konur kjósi þessa leið fyrir barneignir og að konur séu að stjórna því hvenær þær vilji eiga börn og þurfa ekki að „bíða eftir hinum rétta.“ Valið og stjórnin er því komin í okkar eigin hendur. Sumar jafnvel kjósa þessa leið því þær hafa ekki áhuga á að eiga börn með maka.“ Draumafæðing á Íslandi Meðgangan gekk mjög vel fyrstu sex vikurnar og svo tók morgunógleðin við. „Ég var með mikla ógleði frá 6. til 14. viku og var mjög erfitt að vera í skólanum, vinna hópaverkefni og slíkt. Eftir að ógleðin leið þá tóku við góðar vikur eða þar til í kringum 21 viku þegar þreytan tók stjórnina og ég þurfti að hætta að æfa Crossfit þar sem ég hafði ekki orku í að sinna barninu mínu og æfa. En eftir það leið mér vel og flaug ég heim til Íslands þegar ég var komin 36 vikur þar sem ég átti stelpuna mína.“ Anna lýsir því þannig að fæðingarsagan sé ekki löng og eiginlega lyginni líkust. „Stúlkan var á því sama og bróðir sinn og fæddist á storma tímabili um há vetur. Við keyrðum í snatri á milli lægða á Akranes frá Grundarfirði þegar ég var komin 40 vikur og sex daga á leið og missti ég vatnið sömu nótt. Við vorum í gistihúsi á bak við spítalann vegna þess að foreldrar mínir sem ég var hjá eru utan að landi. Ég missti vatnið um klukkan fimm um nóttina og fékk ég svo fyrstu verki um klukkan 05:30. Ég fékk mjög hratt harðar hríðar og var komin með fjóra í útvíkkun um kl. 06:50. þá var baðið tilbúið og fékk ég strax eftir það rembingsþörf og er hún fædd 07:04 með þremur rembingum og aðeins einni klukkustund og 37 mín frá fyrsta verk. Ég átti hana í baðinu og tók sjálf á móti henni sem var ólýsanleg upplifun.“ Anna segir að það hjálpi mikið þegar foreldrar ræða mismunandi fjölskyldusamsetnngar við börn og geri þau þannig opin fyrir fjölbreytileikanum.Mynd úr einkasafni Dásamlegt að njóta saman heima Litla stúlkan er nú orðin níu vikna gömul og segir Anna að hún sé „algjör dásemd“ og allt gangi vel. „Hún svaf rosalega mikið fyrstu tvær vikurnar en hefur verið smám saman að láta vita meira af sér, farin að vaka meira og brosa. Hún er með smá kveisu seinnipart og kvölds en það er nú bara eðlilegt og maður tekst á við það.“ Anna lætur það ekki slá sig út af laginu, enda voru fyrstu vikurnar með eldra barnið mjög erfiðar. „Ég á fyrir dreng sem fékk tveggja daga gamall það sem heitir Pyloric Stenosis sem er lokun á neðra magaopi og fór í aðgerð 11 daga gamall. Þá tók við tók tveggja vikna dvöl á Barnaspítalanum. Þar af leiðandi finnst mér bara dásamlegt að geta notið stelpunnar heima í huggulegheitum og mikla ég ekki fyrir mér smá kveisu eftir að hafa gengið í gegnum mikið vesen með strákinn.“ Ekki góð hugmynd að ljúga Hún stefnir á að vera mjög opin með það við börnin hvaða ákvörðun hún tók þegar kemur að barneignum og af hverju. „Sonur minn er fimm ára og hef ég ekki útskýrt í smáatriðum hvernig börnin verða til en hann veit að ég fór til læknis og það var læknir sem hjálpaði mér að setja litlu systur í magann. Þegar hann fer að spyrja meira þá verður því svarað heiðarlega og á þann máta sem hentar hans þroska. Ég tel það alls ekki góða hugmynd að ljúga að börnunum með neitt en þau þurfa þrátt fyrir það útskýringar sem þau skilja.“ Anna segir að það sé mjög persónulegt hvort að fólk kýs opna eða lokaða sæðisgjöf, hvort hægt sé að leita frekari upplýsinga um sæðisgjafann seinna eða ekki. Það geta verið mjög ólíkar ástæður fyrir vali hvers og eins. „Það sem ég hafði í huga þegar ég valdi er góð menntun og heilsufar ásamt því að ég vildi endilega einhvern með brún augu því að sonur minn er með brún augu. En eftir að hún Þórkatla mín kom í heiminn sé ég að maður fær sko ekkert endilega það sem maður „pantaði.“ Enda skiptir það litlu sem engu máli þegar barnið er komið í heiminn.“ Anna segir að skipulag sé lykilatriði í að halda niðri kvíða og láta allt ganga upp.Mynd úr einkasafni Of lítið aðstoð við barneignir Anna er mjög ánægð með sína ákvörðun og er þakklát fyrir móðurhlutverkið. Að hennar mati er margt sem mætti breytast í kerfinu á Íslandi, til þess að auðvelda konum í hennar stöðu að eignast barn. „Mér þykir það miður hversu dýrt það er að fara í sæðingar og almennt að fá aðstoð til þess að eiga barn á Íslandi. Og í ljósi þess að fæðingartíðni á Íslandi lækkar með hverju árinu að þá þykir mér það undarlegt hversu lítið er niðurgreitt.“ Hún segir að í Danmörku sé staðan allt önnur og mesti kostnaðurinn niðurgreiddur. „Hægt er að fara tvær leiðir til þess að eiga börn í Danmörku ef maður er búsettur þar. Hægt er að fara „einka“ eða „opinberu“ leiðina. Opinbera leiðin er möguleg fyrir einstaklinga eða pör sem ekki eiga börn fyrir og er kostnaðurinn í algjöru lágmarki en þó nokkur bið getur verið eftir að fá að byrja ferlið. Það ferli er í gegnum heilbrigðiskerfið. Einkaleiðina geta allir farið en þá pantar maður tíma á klíník sjálfur og þarf að borga öll lyf og kostnað á sæði. Þar er biðtíminn svo lítill sem einn eða tveir dagar eftir að byrja ferlið.“ Skipulagið lykilatriði Anna segir að lykillinn að því hvað allt gengur vel ein með tvö börn sé skipulag, hreyfing og hollur matur. „Það var ekki fyrr en sonur minn var um tveggja ára þegar ég áttaði mig á því hversu kvíðin ég var fyrsta árið eftir að hann fæddist. Sem er nú kannski skiljanlegt þar sem hann þurfti á aðgerð að halda 12 daga gamall sem eykur kvíða og streitu þó nokkuð.“ Hægt og rólega með mánuðunum fann Anna að ákveðnar aðferðir hjálpuðu við að stjórna kvíðanum og halda honum í lágmarki. „Hver og einn þarf að finna það sem hentar sér en ég tel að skipulag og undirbúningur sé númer eitt, tvö og þrjú. Þegar ég veit hvað er í matinn næstu daga, hlutirnir í kringum mig eru skipulagðir og undirbúningur fyrir allt sem þarf að gera þá tekst mér að halda kvíðanum í lágmarki. Þess fyrir utan að þá má ekki gleyma að minnast á það hversu jákvæð áhrif hreyfing og hollt mataræði hefur á kvíða.“ Anna segir að hreyfing hafi mikil áhrif á bæði andlega og líkamlega líðan, sérstaklega fyrir nýbakaða foreldra. „Bæði fyrir ánægjuna á að hreyfa sig og að koma í veg fyrir vöðvabólgu, stífleika, auka styrk og úthald þar sem slakt líkamlegt ástand getur haft þung áhrif á sálina. Að líða líkamlega vel er stórt þáttur í að minnka þau atriði sem maður hefur áhyggjur af, nóg annað þarf að hugsa um. Hver þekkir ekki tilfinninguna að þurfa að elda, sinna börnum og heimili en eiga erfitt með að sinna verkefnunum því að maður er með vöðvabólguhöfuðverk.“ View this post on Instagram A post shared by Engar Öfgar (@engarofgar) on Jan 23, 2020 at 10:49am PST Leika í smáum hópum Dagarnir núna eru öðruvísi hjá litlu fjölskyldunni, þar sem þau eru öll saman heima í samkomubanni vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. „Hér í Danmörku er búið að loka öllu og því verður sonur minn bara heima með okkur þar sem leikskólinn er auðvitað lokaður. Þar sem ég er í fæðingarorlofi þá hefur sóttkvíin lítil áhrif á mig að öðru leiti en að sonurinn er heima. Við þurfum að leita að einhverju að gera heima fyrir eða úti þar sem við getum ekki nýtt tímann eins og um helgar að fara í dýragarð eða á aðra fjölfarna staði sem eru lokaðir.“ Anna segist vera mjög róleg yfir ástandinu og virðir þær leiðbeiningar sem íbúar hafa fengið. „Við reynum að fara bara einu sinni til tvisvar sinnum í búð í viku til að takmarka umgengni við marga í einu. En hér á stúdentagörðunum sem við búum á eru margir Íslendingar og krakkarnir geta leikið saman í smáum hópum. Veðráttan er líka betri en á Íslandi og við getum verið úti að leika og betra veður til að finna okkur eitthvað að gera. Systkinin á góðri stunduMynd úr einkasafni Skilningur og stuðningur mikilvægur Anna er með opna samfélagsmiðla undir notendanafninu Engir öfgar (engirofgar) og hefur þar talað mjög opinskátt um barneignarferlið. „Ég stunda nám í matvælaverkfræði þar sem ég kem til með að sérhæfa mig í matvæla öryggi og gæðastjórnun. Ég er nú þegar með Bsc og master í heilsuþjálfun með áherslu á lýðheilsu. Ég er með opna samfélagsmiðla þar sem ég deili með fylgjendum mínum lífsstíl, lífinu með börnum, hollum mat fyrir fjölskylduna, ásamt því að fræða um málefni tengd hreyfingu og mataræði.“ Að hennar mati er mikill munur á umræðunni í samfélaginu núna og fyrir fimm árum. „Nú þegar hef ég fundið mikinn mun aðeins á nokkrum árum á viðhorfi fólks í garð kvenna sem kjósa það að fara þess leið í barneignum. Skilningur og stuðningur er það sem þarf og finnst mér það mikilvægasta. Ég hef þurft að svara ófáum ófáguðum og á tímum dónalegum spurningum um mína ákvörðun að eiga börnin ein og fólk hefur mikla skoðun á því hvað mitt val getur haft skaðleg áhrif á börnin mín til framtíðar,“ segir Anna. Hún lætur þetta þó ekki hafa nein áhrif á sig. „Ég hef lesið þónokkrar rannsóknir á nákvæmlega þessu viðfangsefni og hafa margar sýnt að börn einstakra mæðra vegna sér mjög vel í lífinu og koma jafnvel stundum betur út en til dæmis börn skilnaðarforeldra. Þannig í mínum huga er það bara mikilvægt að virða val hvers og eins í þessum málum og vera opin fyrir því að fjölskyldur eru mismunandi.“ Hún hvetur foreldra til þess að ræða mismunandi fjölskyldusamsetningar við börn. „Það sem myndi hjálpa mikið væri að foreldrar myndu fræða börnin sín um að fjölskyldur eru mismunandi, sumir eiga mömmu og pabba, aðrir eiga jafnvel tvær mömmur eða tvo pabba og sumir eiga bara mömmu eða bara pabba. Þetta eykur skilning og umburðarlyndi sem gerir það að verkum að minni líkur eru á að börn einstakra mæðra verði fyrir aðkasti vegna fjölskyldunnar sinnar og að framtíðar kynslóðir séu enn skilningsríkari en okkar.“ Börn og uppeldi Helgarviðtal Frjósemi Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
„Eftir að ég átti son minn 2015 upp á eigin spýtur að þá var það ekki á planinu að eiga annað barn á næstunni. Ég man nú eftir því að hafa lofað mér að gera þetta ekki ein aftur,“ segir Anna Þorsteinsdóttir, sem valdi nýlega að eignast dóttur ein með aðstoð tæknifrjóvgunar. Börnin hennar eiga aðeins eitt foreldri en Anna hefur þurft að svara dónalegum spurningum um þessa ákvörðun og segir að fólk hafi mikla skoðun á því að þetta val geti haft skaðleg áhrif á börnin til framtíðar „Það var nógu krefjandi að eiga barn ein á báti og hvað þá barn sem þurfti að eyða fyrstu vikunum uppi á spítala. Það var svo ekki fyrr en ég flutti erlendis, strákurinn orðinn fjögurra ára og allt farið að ganga vel að þessi tilfinning að gefa syni mínum systkini læddist upp að mér. Verandi í Danmörku þá ákvað ég að kynna mér hvað ég þyrfti að gera til þess að byrja það ferli að verða ófrísk með hjálp sæðisgjafa,“ segir Anna um ástæðu þess að hún fór ein af stað í þetta ferli á síðasta ári. Anna komst fljótt að því að það væri ekkert svo flókið að vera einstök mamma í Danmörku. „Það er svo ofboðslega margt sem maður þarf að hugsa um áður en maður fer af stað í þetta ferli að verða ófrísk með hjálp sæðisgjafa. Fyrsta skrefið er auðvitað andlegur undirbúningur. Ég fékk þessa flugu fyrst í fyrsta skipti í hugann þegar strákurinn minn var um tveggja ára en ákvað þá að vera róleg og bíða aðeins lengur þar sem sonurinn var enn það ungur og ekkert lá á.“ Sonur Önnu var um tveggja ára aldur þegar hún byrjaði að hugsa um að gefa honum systkini.Mynd úr einkasafni Sagði fáum frá í byrjun Þrátt fyrir flutninga erlendis, breytingu á umhverfi og annað þá hvarf löngunin aldrei. „Eftir að ég flutti út fór ég að hugsa um þetta af alvöru aftur og ákvað að kynna mér hver fyrstu skrefin í þessu ferli væru. Það var svo ekki fyrr en ég spjallaði við hana mömmu mína um að þetta væri eitthvað sem ég væri að hugsa um sem að þetta varð raunverulegt og ég varð virkilega spennt fyrir því að byrja ferlið.“ Anna tók svo endanlega ákvörðun þegar hún var búin að hugsa um lítið annað í hálft ár. „Um að ég treysti mér í þetta verkefni, en einnig fullkomlega meðvituð um það hversu erfitt þetta myndi vera. Ég ákvað hins vegar að upplýsa ekki of marga um plönin þegar ég byrjaði að „reyna.“ Ég sagði bestu vinkonum mínum frá en engum öðrum fyrr en ég var orðin ófrísk. Ég þekki það mikið af konum sem hafa átt erfitt með að verða ófrískar og séð hversu erfitt það er að geta það ekki. Ég var því undirbúin undir það að þetta myndi ekki endilega heppnast í fyrstu tilraun.“ Skoðaði sæðisgjafa á kvöldin Undirbúningurinn gekk mjög vel en ferlið í Danmörku gengur frekar hratt fyrir sig. „Skrefin eru nokkur áður en þú færð að fara og hefja þetta ferðalag með fyrstu tilraun í IUI eða Intra Uterine Insemination. Í Danmörku hefst ferlið á því að þú leita til heimilislæknis sem framkvæmir allar þær blóðprufur sem þarf til þess að skoða hormóna, kynsjúkdómapróf og fleira. Síðan þegar allt er komið í hús þá færð þú tilvísun á „fertilitets klinik.“ Þá fær maður tíma fyrir innri skoðun sem og eggjastokka próf til þess að athuga hvort það sé eitthvað líkamlega að sem gæti mögulega komið í veg fyrir að frjóvgun eigi sér stað. Það yrði heldur leiðinlegt að vera búin að eyða miklum pening í IUI og komast svo að því að eggjastokkarnir eru lokaðir.“ Ef í ljós kemur að allt er eins og það á að vera, er hægt að fara af stað í fyrstu tilraun strax í næsta tíðahring. „Ég var búin að vera að skoða sæðisgjafa á þessum tímapunkti í nokkrar viku og var búin að velja, það voru nokkrar mjög skemmtilegar kvöldstundir að skrolla og versla,“ segir Anna og hlær. „Allt í allt voru þetta tveir og hálfur mánuður frá því að ég fór fyrst á klíníkina og þar til að ég fékk jákvætt á óléttuprófi. Ég reyndi að undirbúa mig eins vel og ég gat undir það að þetta myndi ekki endilega heppnast strax í fyrstu tilraun og að mögulega gæti þetta orðið kostnaðarsamt og tekið á sálina ef illa gengi. Ég gerði samning við sjálfa mig um að ef þetta myndi ekki ganga eftir þrjár tilraunir að þá myndi ég endurhugsa.“ Fjölskyldan býr í Danmörku, þar sem öllum skólum og leikskólum hefur verið lokað.Mynd úr einkasafni Sífellt fleiri velja þessa leið Hún segir að ferlið hafi verið í heildina mjög einfalt og þægilegt. Umfram allt hafi viðmótið alls staðar verið mjög gott. „Það sem mér þótti svo vænt um var að ég mætti svo miklum skilning frá öllum í ferlinu. Heimilislæknirinn minn var fullorðin kona en var innilega ánægð með að ég gerði bara það sem myndi gera mig hamingjusama, vera ekkert að bíða og talaði mikið um hvað það er þægilegt að ala upp börn á meðan maður er í skóla, sveigjanleiki. Konurnar á klíníkinni voru svo dásamlega þolinmóðar, hjálpsamar og tilbúnar að svara öllum spurningum.“ Anna hefur fengið gríðarlega jákvæð viðbrögð frá öllum í kringum sig varðandi þessari ákvörðun. „Ég er svo innilega heppin að vera í þessari stöðu og að það sé árið 2020. Það er að færast í aukarnar að konur kjósi þessa leið fyrir barneignir og að konur séu að stjórna því hvenær þær vilji eiga börn og þurfa ekki að „bíða eftir hinum rétta.“ Valið og stjórnin er því komin í okkar eigin hendur. Sumar jafnvel kjósa þessa leið því þær hafa ekki áhuga á að eiga börn með maka.“ Draumafæðing á Íslandi Meðgangan gekk mjög vel fyrstu sex vikurnar og svo tók morgunógleðin við. „Ég var með mikla ógleði frá 6. til 14. viku og var mjög erfitt að vera í skólanum, vinna hópaverkefni og slíkt. Eftir að ógleðin leið þá tóku við góðar vikur eða þar til í kringum 21 viku þegar þreytan tók stjórnina og ég þurfti að hætta að æfa Crossfit þar sem ég hafði ekki orku í að sinna barninu mínu og æfa. En eftir það leið mér vel og flaug ég heim til Íslands þegar ég var komin 36 vikur þar sem ég átti stelpuna mína.“ Anna lýsir því þannig að fæðingarsagan sé ekki löng og eiginlega lyginni líkust. „Stúlkan var á því sama og bróðir sinn og fæddist á storma tímabili um há vetur. Við keyrðum í snatri á milli lægða á Akranes frá Grundarfirði þegar ég var komin 40 vikur og sex daga á leið og missti ég vatnið sömu nótt. Við vorum í gistihúsi á bak við spítalann vegna þess að foreldrar mínir sem ég var hjá eru utan að landi. Ég missti vatnið um klukkan fimm um nóttina og fékk ég svo fyrstu verki um klukkan 05:30. Ég fékk mjög hratt harðar hríðar og var komin með fjóra í útvíkkun um kl. 06:50. þá var baðið tilbúið og fékk ég strax eftir það rembingsþörf og er hún fædd 07:04 með þremur rembingum og aðeins einni klukkustund og 37 mín frá fyrsta verk. Ég átti hana í baðinu og tók sjálf á móti henni sem var ólýsanleg upplifun.“ Anna segir að það hjálpi mikið þegar foreldrar ræða mismunandi fjölskyldusamsetnngar við börn og geri þau þannig opin fyrir fjölbreytileikanum.Mynd úr einkasafni Dásamlegt að njóta saman heima Litla stúlkan er nú orðin níu vikna gömul og segir Anna að hún sé „algjör dásemd“ og allt gangi vel. „Hún svaf rosalega mikið fyrstu tvær vikurnar en hefur verið smám saman að láta vita meira af sér, farin að vaka meira og brosa. Hún er með smá kveisu seinnipart og kvölds en það er nú bara eðlilegt og maður tekst á við það.“ Anna lætur það ekki slá sig út af laginu, enda voru fyrstu vikurnar með eldra barnið mjög erfiðar. „Ég á fyrir dreng sem fékk tveggja daga gamall það sem heitir Pyloric Stenosis sem er lokun á neðra magaopi og fór í aðgerð 11 daga gamall. Þá tók við tók tveggja vikna dvöl á Barnaspítalanum. Þar af leiðandi finnst mér bara dásamlegt að geta notið stelpunnar heima í huggulegheitum og mikla ég ekki fyrir mér smá kveisu eftir að hafa gengið í gegnum mikið vesen með strákinn.“ Ekki góð hugmynd að ljúga Hún stefnir á að vera mjög opin með það við börnin hvaða ákvörðun hún tók þegar kemur að barneignum og af hverju. „Sonur minn er fimm ára og hef ég ekki útskýrt í smáatriðum hvernig börnin verða til en hann veit að ég fór til læknis og það var læknir sem hjálpaði mér að setja litlu systur í magann. Þegar hann fer að spyrja meira þá verður því svarað heiðarlega og á þann máta sem hentar hans þroska. Ég tel það alls ekki góða hugmynd að ljúga að börnunum með neitt en þau þurfa þrátt fyrir það útskýringar sem þau skilja.“ Anna segir að það sé mjög persónulegt hvort að fólk kýs opna eða lokaða sæðisgjöf, hvort hægt sé að leita frekari upplýsinga um sæðisgjafann seinna eða ekki. Það geta verið mjög ólíkar ástæður fyrir vali hvers og eins. „Það sem ég hafði í huga þegar ég valdi er góð menntun og heilsufar ásamt því að ég vildi endilega einhvern með brún augu því að sonur minn er með brún augu. En eftir að hún Þórkatla mín kom í heiminn sé ég að maður fær sko ekkert endilega það sem maður „pantaði.“ Enda skiptir það litlu sem engu máli þegar barnið er komið í heiminn.“ Anna segir að skipulag sé lykilatriði í að halda niðri kvíða og láta allt ganga upp.Mynd úr einkasafni Of lítið aðstoð við barneignir Anna er mjög ánægð með sína ákvörðun og er þakklát fyrir móðurhlutverkið. Að hennar mati er margt sem mætti breytast í kerfinu á Íslandi, til þess að auðvelda konum í hennar stöðu að eignast barn. „Mér þykir það miður hversu dýrt það er að fara í sæðingar og almennt að fá aðstoð til þess að eiga barn á Íslandi. Og í ljósi þess að fæðingartíðni á Íslandi lækkar með hverju árinu að þá þykir mér það undarlegt hversu lítið er niðurgreitt.“ Hún segir að í Danmörku sé staðan allt önnur og mesti kostnaðurinn niðurgreiddur. „Hægt er að fara tvær leiðir til þess að eiga börn í Danmörku ef maður er búsettur þar. Hægt er að fara „einka“ eða „opinberu“ leiðina. Opinbera leiðin er möguleg fyrir einstaklinga eða pör sem ekki eiga börn fyrir og er kostnaðurinn í algjöru lágmarki en þó nokkur bið getur verið eftir að fá að byrja ferlið. Það ferli er í gegnum heilbrigðiskerfið. Einkaleiðina geta allir farið en þá pantar maður tíma á klíník sjálfur og þarf að borga öll lyf og kostnað á sæði. Þar er biðtíminn svo lítill sem einn eða tveir dagar eftir að byrja ferlið.“ Skipulagið lykilatriði Anna segir að lykillinn að því hvað allt gengur vel ein með tvö börn sé skipulag, hreyfing og hollur matur. „Það var ekki fyrr en sonur minn var um tveggja ára þegar ég áttaði mig á því hversu kvíðin ég var fyrsta árið eftir að hann fæddist. Sem er nú kannski skiljanlegt þar sem hann þurfti á aðgerð að halda 12 daga gamall sem eykur kvíða og streitu þó nokkuð.“ Hægt og rólega með mánuðunum fann Anna að ákveðnar aðferðir hjálpuðu við að stjórna kvíðanum og halda honum í lágmarki. „Hver og einn þarf að finna það sem hentar sér en ég tel að skipulag og undirbúningur sé númer eitt, tvö og þrjú. Þegar ég veit hvað er í matinn næstu daga, hlutirnir í kringum mig eru skipulagðir og undirbúningur fyrir allt sem þarf að gera þá tekst mér að halda kvíðanum í lágmarki. Þess fyrir utan að þá má ekki gleyma að minnast á það hversu jákvæð áhrif hreyfing og hollt mataræði hefur á kvíða.“ Anna segir að hreyfing hafi mikil áhrif á bæði andlega og líkamlega líðan, sérstaklega fyrir nýbakaða foreldra. „Bæði fyrir ánægjuna á að hreyfa sig og að koma í veg fyrir vöðvabólgu, stífleika, auka styrk og úthald þar sem slakt líkamlegt ástand getur haft þung áhrif á sálina. Að líða líkamlega vel er stórt þáttur í að minnka þau atriði sem maður hefur áhyggjur af, nóg annað þarf að hugsa um. Hver þekkir ekki tilfinninguna að þurfa að elda, sinna börnum og heimili en eiga erfitt með að sinna verkefnunum því að maður er með vöðvabólguhöfuðverk.“ View this post on Instagram A post shared by Engar Öfgar (@engarofgar) on Jan 23, 2020 at 10:49am PST Leika í smáum hópum Dagarnir núna eru öðruvísi hjá litlu fjölskyldunni, þar sem þau eru öll saman heima í samkomubanni vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. „Hér í Danmörku er búið að loka öllu og því verður sonur minn bara heima með okkur þar sem leikskólinn er auðvitað lokaður. Þar sem ég er í fæðingarorlofi þá hefur sóttkvíin lítil áhrif á mig að öðru leiti en að sonurinn er heima. Við þurfum að leita að einhverju að gera heima fyrir eða úti þar sem við getum ekki nýtt tímann eins og um helgar að fara í dýragarð eða á aðra fjölfarna staði sem eru lokaðir.“ Anna segist vera mjög róleg yfir ástandinu og virðir þær leiðbeiningar sem íbúar hafa fengið. „Við reynum að fara bara einu sinni til tvisvar sinnum í búð í viku til að takmarka umgengni við marga í einu. En hér á stúdentagörðunum sem við búum á eru margir Íslendingar og krakkarnir geta leikið saman í smáum hópum. Veðráttan er líka betri en á Íslandi og við getum verið úti að leika og betra veður til að finna okkur eitthvað að gera. Systkinin á góðri stunduMynd úr einkasafni Skilningur og stuðningur mikilvægur Anna er með opna samfélagsmiðla undir notendanafninu Engir öfgar (engirofgar) og hefur þar talað mjög opinskátt um barneignarferlið. „Ég stunda nám í matvælaverkfræði þar sem ég kem til með að sérhæfa mig í matvæla öryggi og gæðastjórnun. Ég er nú þegar með Bsc og master í heilsuþjálfun með áherslu á lýðheilsu. Ég er með opna samfélagsmiðla þar sem ég deili með fylgjendum mínum lífsstíl, lífinu með börnum, hollum mat fyrir fjölskylduna, ásamt því að fræða um málefni tengd hreyfingu og mataræði.“ Að hennar mati er mikill munur á umræðunni í samfélaginu núna og fyrir fimm árum. „Nú þegar hef ég fundið mikinn mun aðeins á nokkrum árum á viðhorfi fólks í garð kvenna sem kjósa það að fara þess leið í barneignum. Skilningur og stuðningur er það sem þarf og finnst mér það mikilvægasta. Ég hef þurft að svara ófáum ófáguðum og á tímum dónalegum spurningum um mína ákvörðun að eiga börnin ein og fólk hefur mikla skoðun á því hvað mitt val getur haft skaðleg áhrif á börnin mín til framtíðar,“ segir Anna. Hún lætur þetta þó ekki hafa nein áhrif á sig. „Ég hef lesið þónokkrar rannsóknir á nákvæmlega þessu viðfangsefni og hafa margar sýnt að börn einstakra mæðra vegna sér mjög vel í lífinu og koma jafnvel stundum betur út en til dæmis börn skilnaðarforeldra. Þannig í mínum huga er það bara mikilvægt að virða val hvers og eins í þessum málum og vera opin fyrir því að fjölskyldur eru mismunandi.“ Hún hvetur foreldra til þess að ræða mismunandi fjölskyldusamsetningar við börn. „Það sem myndi hjálpa mikið væri að foreldrar myndu fræða börnin sín um að fjölskyldur eru mismunandi, sumir eiga mömmu og pabba, aðrir eiga jafnvel tvær mömmur eða tvo pabba og sumir eiga bara mömmu eða bara pabba. Þetta eykur skilning og umburðarlyndi sem gerir það að verkum að minni líkur eru á að börn einstakra mæðra verði fyrir aðkasti vegna fjölskyldunnar sinnar og að framtíðar kynslóðir séu enn skilningsríkari en okkar.“
Börn og uppeldi Helgarviðtal Frjósemi Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira