Torkennileg rasísk skilaboð límd á bílinn á Snæfellsnesi Jakob Bjarnar skrifar 13. júlí 2020 13:31 Magnús, sem er 19 ára gamall nemi við Menntaskólann við Sund, segir þetta vissulega óþægilegt en kannski fyrst og síðast yfirmáta hallærislegt. „Þetta var fyrst og fremst skrítið,“ segir Magnús Secka, 19 ára gamall nemi við MS. Magnús er á ferðalagi um Snæfellsnes ásamt fjölskyldu sinni. Og varð fyrir því að á bíl þeirra voru límd torkennileg skilaboð: „IF YOU ARE BLACK OR BROWN: please leave this town !“ Ömurlegur og kjánalegur rasismi Og undir er ritað Newnation org, sem við nánari eftirgrennslan er fremur óburðug og klaufalega fram sett vefsíða þar sem finna má fréttir sem eflaust myndi flokkast sem hrein og klár kynþáttahyggja. Magnús, sem er dökkur á hörund, segir að þau viti ekki alveg hvar þessi miði hafi verið límdur á bílinn, hvort það hafi verið á Vegamótum eða á Búðum. Hann segir að þau hafi í fyrstu ekki áttað sig á því hvers kyns væri, héldu fyrst að þetta væri: If you are black or brown, please don´t leave this town“. Svo einkennileg og framandi voru þessi skilaboð í huga þeirra. En, svo þegar þau áttuðu sig á því hvers kyns var brá þeim í brún. Magnús segir að þó þetta séu vissulega dapurleg skilaboð þá eru þau jafnframt afskaplega kjánaleg og hallærisleg. Móðir Magnúsar, Sara Magnúsar kerfisfræðingur birtir mynd af þessum grátlega hallærislega miða á Facebook-síðu sinni. Afar óþægilegt að fá svona sendingu Hún segist hafa sótt Magnús á Vegamót á Snæfellsnesi í gær, þaðan fóru þau á Búðir og svo aftur á Vegamót og þar hafi þau stoppað örstutt. „Þegar við leggjum bílnum til að keyra yfir á Krossa þá tek ég eftir þessum límda miða á hliðarspeglinum farþegamegin sem hann sat í, á þessu ferðalagi,“ segir Sara. Hún segist ekki vita hvar bíllinn hafi fengið þennan miða á sig, en á öðrum af þessum tveimur stöðum. Hún segir þetta „snarlasið“ og þegar maður fari að spá í þessu: „Mjög óþægilegt og ferlegt, bókstaflega.“ Færsla Söru hefur vakið mikla athygli og er þetta einkennilega framtak fordæmt í athugasemdum með afgerandi hætti. Bæði Sara og Magnús telja vert að segja af þessu en að sögn Magnúsar stendur ekki til í að gera neitt frekar í málinu, ekki af þeirra hálfu. Kynþáttafordómar Snæfellsbær Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
„Þetta var fyrst og fremst skrítið,“ segir Magnús Secka, 19 ára gamall nemi við MS. Magnús er á ferðalagi um Snæfellsnes ásamt fjölskyldu sinni. Og varð fyrir því að á bíl þeirra voru límd torkennileg skilaboð: „IF YOU ARE BLACK OR BROWN: please leave this town !“ Ömurlegur og kjánalegur rasismi Og undir er ritað Newnation org, sem við nánari eftirgrennslan er fremur óburðug og klaufalega fram sett vefsíða þar sem finna má fréttir sem eflaust myndi flokkast sem hrein og klár kynþáttahyggja. Magnús, sem er dökkur á hörund, segir að þau viti ekki alveg hvar þessi miði hafi verið límdur á bílinn, hvort það hafi verið á Vegamótum eða á Búðum. Hann segir að þau hafi í fyrstu ekki áttað sig á því hvers kyns væri, héldu fyrst að þetta væri: If you are black or brown, please don´t leave this town“. Svo einkennileg og framandi voru þessi skilaboð í huga þeirra. En, svo þegar þau áttuðu sig á því hvers kyns var brá þeim í brún. Magnús segir að þó þetta séu vissulega dapurleg skilaboð þá eru þau jafnframt afskaplega kjánaleg og hallærisleg. Móðir Magnúsar, Sara Magnúsar kerfisfræðingur birtir mynd af þessum grátlega hallærislega miða á Facebook-síðu sinni. Afar óþægilegt að fá svona sendingu Hún segist hafa sótt Magnús á Vegamót á Snæfellsnesi í gær, þaðan fóru þau á Búðir og svo aftur á Vegamót og þar hafi þau stoppað örstutt. „Þegar við leggjum bílnum til að keyra yfir á Krossa þá tek ég eftir þessum límda miða á hliðarspeglinum farþegamegin sem hann sat í, á þessu ferðalagi,“ segir Sara. Hún segist ekki vita hvar bíllinn hafi fengið þennan miða á sig, en á öðrum af þessum tveimur stöðum. Hún segir þetta „snarlasið“ og þegar maður fari að spá í þessu: „Mjög óþægilegt og ferlegt, bókstaflega.“ Færsla Söru hefur vakið mikla athygli og er þetta einkennilega framtak fordæmt í athugasemdum með afgerandi hætti. Bæði Sara og Magnús telja vert að segja af þessu en að sögn Magnúsar stendur ekki til í að gera neitt frekar í málinu, ekki af þeirra hálfu.
Kynþáttafordómar Snæfellsbær Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira