Nýr Ford Bronco loksins frumsýndur Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. júlí 2020 07:00 Ford Bronco 2021 árgerð. Eftir 24 ára hlé þá hefur Ford Bronco snúið aftur. Eftirvænting var eftir formlegri frumsýningu bílsins í gær. Hann er nú kominn og fáanlegur bæði tveggja- og fjögurra dyra. Fjórhjóladrif er að sjálfsögðu staðalbúnaður og bíllinn er fáanlegur með háu og lágu drifi. Vélar og aðrar mikilvægar tölur Hægt er að velja um fjögurra strokka, 270 hestafla vél eða 2,7 lítra V6 sem skilar 310 hestöflum. Báðar eru búnar forþjöppu en fjögurra strokka vélinn getur komið með sniðugri sjö gíra beinskiptingu, sex venjulegum gírum í eðlilegum hlutföllum og svo einn skriðgír, fyrir afar krefjandi aðstæður. Veghæð er 29,5 sentimetrar og vaðdýpt er 85,1 sm. Hægt verður að fá bílinn á 35 tommu dekkjum ásamt því að hægt er að velja úr ýmsu öðru sem ætti að gera bílinn góðan í erfiðum aðstæðum. Tveggja dyra Ford Bronco með engum hurðum. Hönnunin Bronco byggir á sömu stál grind og Ford Ranger. Útlit bílsins er blanda af tilvísunum til eldri kynslóða og nýstárlegum línum. Hönnunarferlið hófst á þrívíddarskönnun á fyrstu kynslóð af Bronco og hönnuðirnir unnu út frá því. Tveggja dyra útgáfan er með topp sem hægt er að fjarlægja í þremur bútum. Fjögurra dyra útgáfan er með topp sem hægt er að fjarlægja fjóra fleka úr, hana er einnig hægt að fá með tau-topp. Þá er hægt að fjarlægja hurðar af öllum útgáfum. Ford Bronco Sport. Bronco Sport Ford kynnti einnig í gær hinn svokallaða Bronco Sport, sem er raunar Ford Kuga og Focus grind með yfirbyggingu sem svipar til Bronco. Sport er mun minni en Ford fullyrðir að hann sé góður í torfærum engu að síður. Bronco Sport er með fjórhjóladrif sem staðalbúnað og hefur vaðdýpt upp á 60 sm. Bronco Sport virkar á blaði eins og hann gæti svínvirkað í erfiðum aðstæðum. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent
Eftir 24 ára hlé þá hefur Ford Bronco snúið aftur. Eftirvænting var eftir formlegri frumsýningu bílsins í gær. Hann er nú kominn og fáanlegur bæði tveggja- og fjögurra dyra. Fjórhjóladrif er að sjálfsögðu staðalbúnaður og bíllinn er fáanlegur með háu og lágu drifi. Vélar og aðrar mikilvægar tölur Hægt er að velja um fjögurra strokka, 270 hestafla vél eða 2,7 lítra V6 sem skilar 310 hestöflum. Báðar eru búnar forþjöppu en fjögurra strokka vélinn getur komið með sniðugri sjö gíra beinskiptingu, sex venjulegum gírum í eðlilegum hlutföllum og svo einn skriðgír, fyrir afar krefjandi aðstæður. Veghæð er 29,5 sentimetrar og vaðdýpt er 85,1 sm. Hægt verður að fá bílinn á 35 tommu dekkjum ásamt því að hægt er að velja úr ýmsu öðru sem ætti að gera bílinn góðan í erfiðum aðstæðum. Tveggja dyra Ford Bronco með engum hurðum. Hönnunin Bronco byggir á sömu stál grind og Ford Ranger. Útlit bílsins er blanda af tilvísunum til eldri kynslóða og nýstárlegum línum. Hönnunarferlið hófst á þrívíddarskönnun á fyrstu kynslóð af Bronco og hönnuðirnir unnu út frá því. Tveggja dyra útgáfan er með topp sem hægt er að fjarlægja í þremur bútum. Fjögurra dyra útgáfan er með topp sem hægt er að fjarlægja fjóra fleka úr, hana er einnig hægt að fá með tau-topp. Þá er hægt að fjarlægja hurðar af öllum útgáfum. Ford Bronco Sport. Bronco Sport Ford kynnti einnig í gær hinn svokallaða Bronco Sport, sem er raunar Ford Kuga og Focus grind með yfirbyggingu sem svipar til Bronco. Sport er mun minni en Ford fullyrðir að hann sé góður í torfærum engu að síður. Bronco Sport er með fjórhjóladrif sem staðalbúnað og hefur vaðdýpt upp á 60 sm. Bronco Sport virkar á blaði eins og hann gæti svínvirkað í erfiðum aðstæðum.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent