Stjórnarformaður Herjólfs ræddi málin við verkfallsmenn þegar gamli Herjólfur lagði úr höfn Birgir Olgeirsson skrifar 15. júlí 2020 19:07 Arnar Pétursson, stjórnarformaður Herjólfs ohf., ræðir hér við þernu á Herjólfi í dag. Herjólfur ohf. ákvað að sigla frá Vestmannaeyjum til lands á gamla Herjólfi í dag þrátt fyrir verkfall hluta áhafnar þess nýja. Sjómannafélag Íslands segir það klárt verkfallsbrot og lítur þetta útspil alvarlegum augum. Herjólfur ohf. tilkynnti í morgun að gamli Herjólfur myndi sigla fjórar ferðir milli lands og eyja. Þetta sætti furðu margra því vinnustöðvun félagsmanna Sjómannafélags Íslands sem starfa á nýja Herjólfi stendur yfir. Gamli Herjólfur komst ekki fyrstu ferðina því einn af vélstjórum hans neitaði að fara með. Við Herjólfsbryggjuna mátti sjá Arnar Pétursson stjórnarformann Herjólfs ohf. ræða málin við starfsmenn sem mótmæltu siglingu gamla Herjólfs. Arnar hefur sagt í fjölmiðlum að þernur á Herjólfi séu með rúmar 800 þúsund krónur í heildartekjur á mánuði og hásetar með rúma milljón króna í heildarlaun á mánuði. Herjólfur ohf. telur það ekki verkfallsbrot að sigla gamla Herjólfi. „Það eru bara félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands sem eru í verkfalli. Aðrir starfsmenn mega sigla. Þeir voru beðnir að sigla og sigldu,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. Sjómannafélagið lítur þetta útspil alvarlegum augum. „Þetta hleypur illu blóði í fólkið. Ég var á fundi með starfsfólki á áðan og það er slegið,“ segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Næsta vinnustöðvun er boðuð í næstu viku. Verði af henni mun sjómannafélagið bregðast hart við. „Þetta útspila þeirra í morgun kom okkur algjörlega á óvörum. Við vorum ekki tilbúnir í svona skrípaleik en við verðum tilbúnir þá.“ Hvað ætlið þið að gera? „Það kemur í ljós,“ segir Bergur. Deilan er hjá ríkissáttasemjara en enginn fundur boðaður. Sjómannafélagið vill fjölga áhöfnum Herjólfs og skerða starfshlutfall en halda sömu kjörum. „Við glímum við afleiðingar kórónuveirunnar með algjöra óvissu næstu mánuði og fram að vori 2021. Það ræður ekkert félag við svona kröfur undir svona kringumstæðum,“ segir Guðbjartur Ellert. „Auðvitað er það óþolandi fyrir Eyjamenn að hafa engar ferðir á milli lands og eyja. En þetta er okkar eina vopn til að fá þetta fólk að samningaborðinu.“ Uppfært klukkan 19:50: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar var tekið fram að orðaskipti Arnars Péturssonar, stjórnarformanns Herjólfs ohf., og verkfallsmanna hefðu verið snörp. Samkvæmt Arnari sjálfum og þeim sem sjást eiga orðaskipti við hann, voru þau orðaskipti alls ekki snörp. Því var fyrirsögn fréttarinnar leiðrétt sem og orðalag fréttarinnar þar sem orðaskiptin voru sögð snörp. Vestmannaeyjar Herjólfur Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Herjólfur ohf. ákvað að sigla frá Vestmannaeyjum til lands á gamla Herjólfi í dag þrátt fyrir verkfall hluta áhafnar þess nýja. Sjómannafélag Íslands segir það klárt verkfallsbrot og lítur þetta útspil alvarlegum augum. Herjólfur ohf. tilkynnti í morgun að gamli Herjólfur myndi sigla fjórar ferðir milli lands og eyja. Þetta sætti furðu margra því vinnustöðvun félagsmanna Sjómannafélags Íslands sem starfa á nýja Herjólfi stendur yfir. Gamli Herjólfur komst ekki fyrstu ferðina því einn af vélstjórum hans neitaði að fara með. Við Herjólfsbryggjuna mátti sjá Arnar Pétursson stjórnarformann Herjólfs ohf. ræða málin við starfsmenn sem mótmæltu siglingu gamla Herjólfs. Arnar hefur sagt í fjölmiðlum að þernur á Herjólfi séu með rúmar 800 þúsund krónur í heildartekjur á mánuði og hásetar með rúma milljón króna í heildarlaun á mánuði. Herjólfur ohf. telur það ekki verkfallsbrot að sigla gamla Herjólfi. „Það eru bara félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands sem eru í verkfalli. Aðrir starfsmenn mega sigla. Þeir voru beðnir að sigla og sigldu,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. Sjómannafélagið lítur þetta útspil alvarlegum augum. „Þetta hleypur illu blóði í fólkið. Ég var á fundi með starfsfólki á áðan og það er slegið,“ segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Næsta vinnustöðvun er boðuð í næstu viku. Verði af henni mun sjómannafélagið bregðast hart við. „Þetta útspila þeirra í morgun kom okkur algjörlega á óvörum. Við vorum ekki tilbúnir í svona skrípaleik en við verðum tilbúnir þá.“ Hvað ætlið þið að gera? „Það kemur í ljós,“ segir Bergur. Deilan er hjá ríkissáttasemjara en enginn fundur boðaður. Sjómannafélagið vill fjölga áhöfnum Herjólfs og skerða starfshlutfall en halda sömu kjörum. „Við glímum við afleiðingar kórónuveirunnar með algjöra óvissu næstu mánuði og fram að vori 2021. Það ræður ekkert félag við svona kröfur undir svona kringumstæðum,“ segir Guðbjartur Ellert. „Auðvitað er það óþolandi fyrir Eyjamenn að hafa engar ferðir á milli lands og eyja. En þetta er okkar eina vopn til að fá þetta fólk að samningaborðinu.“ Uppfært klukkan 19:50: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar var tekið fram að orðaskipti Arnars Péturssonar, stjórnarformanns Herjólfs ohf., og verkfallsmanna hefðu verið snörp. Samkvæmt Arnari sjálfum og þeim sem sjást eiga orðaskipti við hann, voru þau orðaskipti alls ekki snörp. Því var fyrirsögn fréttarinnar leiðrétt sem og orðalag fréttarinnar þar sem orðaskiptin voru sögð snörp.
Vestmannaeyjar Herjólfur Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira