47 laxa holl í Langá Karl Lúðvíksson skrifar 16. júlí 2020 14:13 Fallegur lax úr Langá sem veiddist í Dyrfljóti Mynd: KL Veiðin í Langá á Mýrum hefur verið ágæt síðustu daga eftir að vestan áttin gekk niður og það er töluvert af laxi að ganga. Holl sem lauk veiðum í gær endaði með 47 laxa á þremur dögum en fyrstu þrjár vaktirnar voru frekar rólegar vegna vestanáttar sem þykir ekki beint besta vindáttinn á vesturlandi. Um leið og veður breyttist fór takan í gang og niðurstaðan er mjög góð eða 47 laxar hjá hollinu. Það er töluvert að ganga í ánna samkvæmt teljaranum eða 50-100 laxar á dag en þess fyrir utan fer nokkuð af laxi upp fossinn Skugga. Um 200 laxar eru komnir á Fjallið og þar eru fyrstu laxarnir þegar farnir að veiðast. Það sem er að gefa best í ánni eru smáflugurnar í stærðum 16-18. Langá er í frábæru vatni og miðað við hvað það virðist vera mikið af laxi að ganga er ekki hægt að vera annað en bjartsýnn á sumarið. Stangveiði Mest lesið Mest af sjóbleikju á norðanverðu landinu Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Stóra Laxá komin í 100 laxa Veiði
Veiðin í Langá á Mýrum hefur verið ágæt síðustu daga eftir að vestan áttin gekk niður og það er töluvert af laxi að ganga. Holl sem lauk veiðum í gær endaði með 47 laxa á þremur dögum en fyrstu þrjár vaktirnar voru frekar rólegar vegna vestanáttar sem þykir ekki beint besta vindáttinn á vesturlandi. Um leið og veður breyttist fór takan í gang og niðurstaðan er mjög góð eða 47 laxar hjá hollinu. Það er töluvert að ganga í ánna samkvæmt teljaranum eða 50-100 laxar á dag en þess fyrir utan fer nokkuð af laxi upp fossinn Skugga. Um 200 laxar eru komnir á Fjallið og þar eru fyrstu laxarnir þegar farnir að veiðast. Það sem er að gefa best í ánni eru smáflugurnar í stærðum 16-18. Langá er í frábæru vatni og miðað við hvað það virðist vera mikið af laxi að ganga er ekki hægt að vera annað en bjartsýnn á sumarið.
Stangveiði Mest lesið Mest af sjóbleikju á norðanverðu landinu Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Stóra Laxá komin í 100 laxa Veiði