Hafnarstjórinn fékk 240 manna skemmtiferðaskip í fangið með stuttum fyrirvara Stefán Árni Pálsson skrifar 16. júlí 2020 15:31 Hermann Jón Erlingsson hafnarvörður. Mynd/Valgeir Magnússon Franska skemmtiferðaskipið Le Bellot kom til Hríseyjar í dag en engin skip voru á áætlun til Hríseyjar þetta sumarið. „Við áttum ekki von á neinum skipum í sumar svo þetta kom skemmtilega á óvart. Við fengum að vita af þessari áætluðu komu um hádegi í gær. Sú sem ég heyrði í áðan sagði að áhöfnin hafi ekki átt von á að vinna neitt í sumar svo það var mikil ánægja með að hægt væri að sigla til Íslands þar sem fólki þótti spennandi að koma,” segir Hermann Jón Erlingsson hafnarvörður í Hrísey. Skipið átti að sigla í ævintýraeyjuna Grímsey í dag svo fólkið gæti farið norður fyrir heimskautsbaug. Þar sem von er á slæmri lægð yfir landið ákvað skipstjórinn hins vegar að breyta áætluninni og leita inn í Eyjafjörð. Því varð Hrísey fyrir valinu. „Þau hafa samband við Akureyrarhöfn sem hefur samband við mig til að taka á móti fólkinu. Fólkið er ferjað í land á slöngubátum 10 - 15 manns í einu. Í svona skipi kemur hópur af fararstjórnum fyrst í land, fara um eyjuna til að skoða gönguleiðir, verslanir, veitingastaði og sundlaugina. Þá geta þau lóðsað öllum þegar farþegarnir komu. Það kom þeim skemmtilega á óvart að hér væri allt opið, verslanir, veitingastaðir og sundlaugin. Þau höfðu mestan áhuga á sundlauginni,“ bætir Hermann við. Um 240 manns eru í borð í skipinu en allir farþegar skipsins hafa farið í skimun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli 11.júlí. Þeir fengu ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reyndist neikvæð. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hrísey Tengdar fréttir Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22 Tóku niðurstöður skimunar í Frakklandi gilda Skemmtiferðaskipið le Boreal ákvað að taka skimunarpróf sem tekið var í Frakklandi gilt fyrir farþega sína í gær þar sem niðurstaða úr skimun hér dróst á langinn. 12. júlí 2020 12:20 Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Franska skemmtiferðaskipið Le Bellot kom til Hríseyjar í dag en engin skip voru á áætlun til Hríseyjar þetta sumarið. „Við áttum ekki von á neinum skipum í sumar svo þetta kom skemmtilega á óvart. Við fengum að vita af þessari áætluðu komu um hádegi í gær. Sú sem ég heyrði í áðan sagði að áhöfnin hafi ekki átt von á að vinna neitt í sumar svo það var mikil ánægja með að hægt væri að sigla til Íslands þar sem fólki þótti spennandi að koma,” segir Hermann Jón Erlingsson hafnarvörður í Hrísey. Skipið átti að sigla í ævintýraeyjuna Grímsey í dag svo fólkið gæti farið norður fyrir heimskautsbaug. Þar sem von er á slæmri lægð yfir landið ákvað skipstjórinn hins vegar að breyta áætluninni og leita inn í Eyjafjörð. Því varð Hrísey fyrir valinu. „Þau hafa samband við Akureyrarhöfn sem hefur samband við mig til að taka á móti fólkinu. Fólkið er ferjað í land á slöngubátum 10 - 15 manns í einu. Í svona skipi kemur hópur af fararstjórnum fyrst í land, fara um eyjuna til að skoða gönguleiðir, verslanir, veitingastaði og sundlaugina. Þá geta þau lóðsað öllum þegar farþegarnir komu. Það kom þeim skemmtilega á óvart að hér væri allt opið, verslanir, veitingastaðir og sundlaugin. Þau höfðu mestan áhuga á sundlauginni,“ bætir Hermann við. Um 240 manns eru í borð í skipinu en allir farþegar skipsins hafa farið í skimun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli 11.júlí. Þeir fengu ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reyndist neikvæð.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hrísey Tengdar fréttir Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22 Tóku niðurstöður skimunar í Frakklandi gilda Skemmtiferðaskipið le Boreal ákvað að taka skimunarpróf sem tekið var í Frakklandi gilt fyrir farþega sína í gær þar sem niðurstaða úr skimun hér dróst á langinn. 12. júlí 2020 12:20 Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22
Tóku niðurstöður skimunar í Frakklandi gilda Skemmtiferðaskipið le Boreal ákvað að taka skimunarpróf sem tekið var í Frakklandi gilt fyrir farþega sína í gær þar sem niðurstaða úr skimun hér dróst á langinn. 12. júlí 2020 12:20