Hyperion XP-1 vetnis-ofurbíll verður frumsýndur í ágúst Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 17. júlí 2020 07:00 Útlínur Hyperion XP-1 Ameríska sprotafyrirtækið Hyperion ætlar að kynna vetnis-ofurbíl sem notast við tækni frá Nasa. Bíllinn verður kynntur í næsta mánuði. Hann er vistvænn en á að vera ógnar aflmikill. Hyperion XP-1 er grænn kostur á móti ofurbílum sem notast við bensín eða jafnvel dísel. Þá hefur bíllinn það fram yfir raf-ofurbílana að það er auðveldara að fylla á hann heldur en rafbílana, sem tekur vissan tíma að hlaða. Að fylla á vetnið tekur álíka tíma og að setja bensín eða dísel á bíl. Angelo Kafantaris stofnaði Hyperion árið 2011 og er framkvæmdastjóri félagsins í dag. Bíllinn er breiður og útlínurnar eru ekki ólíkar Bugatti Veyron. Það er óljóst hvort bíllinn er tveggja sæta eða fjögurra sæta. Frammistaða Hyperion XP-1 er enn mikið leyndarmál. Upphaflega stoð til að frumsýna bílinn á bílasýningunni í New York en henni hefur nú verið aflýst vegna kórónaveirufaraldursins. Hann verður því sýndur í netfrumsýningu í ágúst. Verð og öll smáatriði eru ennþá óljós en verða væntanlega gerð opinber við frumsýningu. Reikna má með að bíllinn verði seldur í fáum eintökum. Vistvænir bílar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent
Ameríska sprotafyrirtækið Hyperion ætlar að kynna vetnis-ofurbíl sem notast við tækni frá Nasa. Bíllinn verður kynntur í næsta mánuði. Hann er vistvænn en á að vera ógnar aflmikill. Hyperion XP-1 er grænn kostur á móti ofurbílum sem notast við bensín eða jafnvel dísel. Þá hefur bíllinn það fram yfir raf-ofurbílana að það er auðveldara að fylla á hann heldur en rafbílana, sem tekur vissan tíma að hlaða. Að fylla á vetnið tekur álíka tíma og að setja bensín eða dísel á bíl. Angelo Kafantaris stofnaði Hyperion árið 2011 og er framkvæmdastjóri félagsins í dag. Bíllinn er breiður og útlínurnar eru ekki ólíkar Bugatti Veyron. Það er óljóst hvort bíllinn er tveggja sæta eða fjögurra sæta. Frammistaða Hyperion XP-1 er enn mikið leyndarmál. Upphaflega stoð til að frumsýna bílinn á bílasýningunni í New York en henni hefur nú verið aflýst vegna kórónaveirufaraldursins. Hann verður því sýndur í netfrumsýningu í ágúst. Verð og öll smáatriði eru ennþá óljós en verða væntanlega gerð opinber við frumsýningu. Reikna má með að bíllinn verði seldur í fáum eintökum.
Vistvænir bílar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent