Hamrarnir svo gott sem sloppnir við fall eftir sigur á Watford 17. júlí 2020 20:50 Declan Rice og David Moyes fagna þriðja marki West Ham í kvöld. vísir/getty Það þarf ansi mikið að ganga á svo að West Ham spili í ensku B-deildinni á næstu leiktíð en þeir komu sér í góða stöðu með 3-1 sigur á Watford í kvöld. Michail Antonio, sem skoraði fernu á dögunum, kom West Ham yfir á 6. mínútu og Tékkinn fljúgandi, Tomas Soucek, tvöfaldaði forystuna á tíundu mínútu. 2/5 - West Ham United have won consecutive Premier League matches for the first time since August 2019, whereas Watford have lost five consecutive Premier League away matches for the first time since May 2018 (six in a row). Directions. #WHUWAT pic.twitter.com/0GIieFIimK— OptaJoe (@OptaJoe) July 17, 2020 Veislu West Ham var ekki lokið í fyrri hálfleik því miðjumaðurinn Declan Rice skoraði þriðja markið á 36. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Troy Deeney minnkaði muninn fyrir Watford í upphafi síðari hálfleiks með sínu 150. marki í aðalliðs fótbolta en nær komust gestirnir ekki. Lokatölur 3-1. Troy Deeney has scored the 150th League goal of his senior career (Watford 123, Walsall 27), the first of which was at Millwall in Sept 2007. Only 11 other players have scored 150+ goals in senior English League football in that time pic.twitter.com/B9660t4wdp— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) July 17, 2020 Leikurinn var síðasti leikur 36. umferðarinnar en með sigrinum komst West Ham upp í 37 stig. Því eru West Ham sex stigum frá fallsæti en Watford er í 17. sætinu, þremur stigum frá fallsæti. Enski boltinn
Það þarf ansi mikið að ganga á svo að West Ham spili í ensku B-deildinni á næstu leiktíð en þeir komu sér í góða stöðu með 3-1 sigur á Watford í kvöld. Michail Antonio, sem skoraði fernu á dögunum, kom West Ham yfir á 6. mínútu og Tékkinn fljúgandi, Tomas Soucek, tvöfaldaði forystuna á tíundu mínútu. 2/5 - West Ham United have won consecutive Premier League matches for the first time since August 2019, whereas Watford have lost five consecutive Premier League away matches for the first time since May 2018 (six in a row). Directions. #WHUWAT pic.twitter.com/0GIieFIimK— OptaJoe (@OptaJoe) July 17, 2020 Veislu West Ham var ekki lokið í fyrri hálfleik því miðjumaðurinn Declan Rice skoraði þriðja markið á 36. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Troy Deeney minnkaði muninn fyrir Watford í upphafi síðari hálfleiks með sínu 150. marki í aðalliðs fótbolta en nær komust gestirnir ekki. Lokatölur 3-1. Troy Deeney has scored the 150th League goal of his senior career (Watford 123, Walsall 27), the first of which was at Millwall in Sept 2007. Only 11 other players have scored 150+ goals in senior English League football in that time pic.twitter.com/B9660t4wdp— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) July 17, 2020 Leikurinn var síðasti leikur 36. umferðarinnar en með sigrinum komst West Ham upp í 37 stig. Því eru West Ham sex stigum frá fallsæti en Watford er í 17. sætinu, þremur stigum frá fallsæti.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti