Þriggja daga brúðkaup í Grímsey Stefán Árni Pálsson skrifar 17. júlí 2020 14:30 Verðandi brúðhjónin Þorleifur Hjalti Alfreðsson og Kristín Heiða Ingvarsdóttir. Ljótu hálfvitarnir ætla að spila í fyrsta skipti í Grímsey þann 15. ágúst næstkomandi. Hljómsveitin hefur aldrei áður spilað í Grímsey en meðlimi sveitarinnar hefur lengi langað til að bæta þeim stað á lista hinna fjölmörgu staða sem hljómsveitin hefur spilað. Það eru Þorleifur Hjalti Alfreðsson og Kristín Heiða Ingvarsdóttir sem standa fyrir því að hljómsveitin mun skemmta eyjarskeggjum og gestum eyjarinnar. „Þetta kom þannig til að við ákváðum að gifta okkur í Grímsey föstudaginn 14. ágúst. Það er svo engin ferja til baka fyrr en á sunnudeginum fyrir gestina. Við vildum endilega að Oddur Bjarni [Þorkelsson, liðsmaður í Ljótu hálfvitunum] myndi gifta okkur og hann var þá fastur í Grímsey á laugardeginum. Ég fékk þá þá hugmynd að tékka á Hálfvitunum hvort þeir hefðu áhuga á að spila á laugardagskvöldinu þar sem eyjan væri hvort sem er full af gestum út af brúðkaupinu. Þeir slógu til og þetta verður þriggja daga vakt, brúðkaup eins og á víkingatímanum. Flestir munu mæta á fimmtudeginum og fara heim á sunnudegi,” segir Þorleifur Hjalti Alfreðsson verðandi brúðgumi um uppákomuna. Tónleikar Ljótu Hálfvitanna verða opnir öllum laugardaginn 15. ágúst og er mikill spenningur í eyjunni fyrir komu þeirra. „Við eigum von á 130 gestum í brúðkaupið svo þetta verður mikið fjör. Við erum búin að fá lánuð hús út um allt svo þetta gangi upp með gistingu. Fjölskyldan mín er með tvö stór hús sem gistiheimili sem við tókum frá öll herbergin í með löngum fyrirvara. Helgin var tekin frá snemma fyrir alla,” segir Þorleifur. Grímsey hefur alltaf kallað „Ég var alinn upp í Grímsey og var alltaf mikið þar þegar ég var á sjó. En eftir að ég stofnaði mitt eigið fyrirtæki þá hef ég ekki komist eins mikið. Undanfarið ekki nema einusinni á ári. Það er svo einstakt og allt öðruvísi að koma þangað. Maður er bara í sínum eigin heimi. Heyrir bara í fuglunum og lífið gengur hægar. Ég fer þarna til að núlla mig. Ég ólst upp við bjargfuglsegg og beina tengingu við náttúruna. Ég sækist eftir því. Flestir sem koma í Grímsey eru að sækjast eftir slökun og að fara norður fyrir heimskautsbauginn. Það er alltaf eitthvað sem fólk þarf að krossa út af listanum sínum. Við eigum 4 börn sem eru 5, 6, 10 og 14 ára. Þau elska Grímsey. Eyrún sem er 10 ára var núna í viku hjá ömmu sinni í Grímsey að týna kríuegg og sinna rollum og geitum. Hún elskar þetta,” bætir Þorleifur við sem er rafverktaki í Grindavík og búa þau hjónaleysin þar í dag en hann og Kristín Heiða Ingvarsdóttir ganga í það heilaga í Grímsey í ágúst. Ástin og lífið Grímsey Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Ljótu hálfvitarnir ætla að spila í fyrsta skipti í Grímsey þann 15. ágúst næstkomandi. Hljómsveitin hefur aldrei áður spilað í Grímsey en meðlimi sveitarinnar hefur lengi langað til að bæta þeim stað á lista hinna fjölmörgu staða sem hljómsveitin hefur spilað. Það eru Þorleifur Hjalti Alfreðsson og Kristín Heiða Ingvarsdóttir sem standa fyrir því að hljómsveitin mun skemmta eyjarskeggjum og gestum eyjarinnar. „Þetta kom þannig til að við ákváðum að gifta okkur í Grímsey föstudaginn 14. ágúst. Það er svo engin ferja til baka fyrr en á sunnudeginum fyrir gestina. Við vildum endilega að Oddur Bjarni [Þorkelsson, liðsmaður í Ljótu hálfvitunum] myndi gifta okkur og hann var þá fastur í Grímsey á laugardeginum. Ég fékk þá þá hugmynd að tékka á Hálfvitunum hvort þeir hefðu áhuga á að spila á laugardagskvöldinu þar sem eyjan væri hvort sem er full af gestum út af brúðkaupinu. Þeir slógu til og þetta verður þriggja daga vakt, brúðkaup eins og á víkingatímanum. Flestir munu mæta á fimmtudeginum og fara heim á sunnudegi,” segir Þorleifur Hjalti Alfreðsson verðandi brúðgumi um uppákomuna. Tónleikar Ljótu Hálfvitanna verða opnir öllum laugardaginn 15. ágúst og er mikill spenningur í eyjunni fyrir komu þeirra. „Við eigum von á 130 gestum í brúðkaupið svo þetta verður mikið fjör. Við erum búin að fá lánuð hús út um allt svo þetta gangi upp með gistingu. Fjölskyldan mín er með tvö stór hús sem gistiheimili sem við tókum frá öll herbergin í með löngum fyrirvara. Helgin var tekin frá snemma fyrir alla,” segir Þorleifur. Grímsey hefur alltaf kallað „Ég var alinn upp í Grímsey og var alltaf mikið þar þegar ég var á sjó. En eftir að ég stofnaði mitt eigið fyrirtæki þá hef ég ekki komist eins mikið. Undanfarið ekki nema einusinni á ári. Það er svo einstakt og allt öðruvísi að koma þangað. Maður er bara í sínum eigin heimi. Heyrir bara í fuglunum og lífið gengur hægar. Ég fer þarna til að núlla mig. Ég ólst upp við bjargfuglsegg og beina tengingu við náttúruna. Ég sækist eftir því. Flestir sem koma í Grímsey eru að sækjast eftir slökun og að fara norður fyrir heimskautsbauginn. Það er alltaf eitthvað sem fólk þarf að krossa út af listanum sínum. Við eigum 4 börn sem eru 5, 6, 10 og 14 ára. Þau elska Grímsey. Eyrún sem er 10 ára var núna í viku hjá ömmu sinni í Grímsey að týna kríuegg og sinna rollum og geitum. Hún elskar þetta,” bætir Þorleifur við sem er rafverktaki í Grindavík og búa þau hjónaleysin þar í dag en hann og Kristín Heiða Ingvarsdóttir ganga í það heilaga í Grímsey í ágúst.
Ástin og lífið Grímsey Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira