Íslenska ullin aldrei vinsælli en nú Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. júlí 2020 12:04 Margrét Jónsdóttir, sauðfjárbóndi og hannyrðakona, sem dásamar íslensku ullina. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Vinsældir íslensku ullarinnar hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsælar eins og núna enda mikill áhugi á prjónaskap, ekki síst í kjölfar kórónuveirunar þegar fólk er mikið heima. Sauðfjárbóndi segir að sauðfé megi ekki fækka meira á Íslandi svo það verði nú ull til að prjóna úr. Þeir sem vinna mikið með íslenska ull og prjónagarn af henni hafa fundið fyrir miklu meiri sölu og áhuga á garninu eftir að kórónaveiran kom upp í vetur. Þá var fólk mikið heima og nýtti þá tímann til að prjóna. Margrét Jónsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Syðra Velli í Flóa er mikil hannyrðakona og prjónar mikið en hún tilheyrir Þingborgarhópnum svo nefnda sem er með verslun í Þingborg í Flóahreppi þar sem lopapeysur úr íslenskri ull og garn er selt í miklu mæli. „Já, við finnum fyrir miklum áhuga og ekki síst núna en það hefur verið mikill áhugi í mörg ár á prjónaskap en auðvitað sprungið mikið meira út núna þegar fólk er mikið meira heima, fólk hefur haft tíma til að sinna sínum áhugamálum. Ullin er náttúrulega alltaf skemmtilegasta hráefnið og fólk hefur mjög mikinn áhuga á ullinni,“ segir Margrét og bætir við. „Ullin er svolítið inn eins og sagt er, hún er koma inn meira, sem þetta náttúruvæna hráefni, það er kannski dálítið verið að enduruppgötva ull, sem hráefni í fatnað. Ullin er umhverfisvæn og brotnar niður í náttúrunni, þetta er náttúrulegt efni og kindin þarf að losna við ullina. Þær eru klipptar á haustin, hún verður að losna við reifið sitt, þannig að þetta er frábært hráefni.“ Mikill áhugi er um allt land á íslensku ullinni enda konur og einstaka karl dugleg að prjóna úr henni. Hér er sunnlenskar áhugakonur um íslensku ullinna á námskeiði sem þær sóttu á sínum tímaMagnús Hlynur Hreiðarsson. Íslensku sauðkindinni fækkar og fækka alltaf í landinu en Margrét vonar að þeim fækki ekki meira. „Auðvitað má ekki henni fækka of mikið, ég vona bara að henni fækki ekki meira, helst vildum við að henni fjölgaði, fólk nýti þessar afurðir meira, sem kindin gefur af sér en auðvitað verður þetta allt að vera í jafnvægi," segir Margrét. Þess má geta að í haust verður haldin Ullarvika á Suðurlandi þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá um íslensku ullina. Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðu verkefnisins, ullarvikan.is Lorya Björk vinnur mikið með íslenska ull og er hluti af hópi kvenna á Suðurlandi sem kemur mikið saman til að vinna og prjóna úr ullinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Landbúnaður Flóahreppur Prjónaskapur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira
Vinsældir íslensku ullarinnar hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsælar eins og núna enda mikill áhugi á prjónaskap, ekki síst í kjölfar kórónuveirunar þegar fólk er mikið heima. Sauðfjárbóndi segir að sauðfé megi ekki fækka meira á Íslandi svo það verði nú ull til að prjóna úr. Þeir sem vinna mikið með íslenska ull og prjónagarn af henni hafa fundið fyrir miklu meiri sölu og áhuga á garninu eftir að kórónaveiran kom upp í vetur. Þá var fólk mikið heima og nýtti þá tímann til að prjóna. Margrét Jónsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Syðra Velli í Flóa er mikil hannyrðakona og prjónar mikið en hún tilheyrir Þingborgarhópnum svo nefnda sem er með verslun í Þingborg í Flóahreppi þar sem lopapeysur úr íslenskri ull og garn er selt í miklu mæli. „Já, við finnum fyrir miklum áhuga og ekki síst núna en það hefur verið mikill áhugi í mörg ár á prjónaskap en auðvitað sprungið mikið meira út núna þegar fólk er mikið meira heima, fólk hefur haft tíma til að sinna sínum áhugamálum. Ullin er náttúrulega alltaf skemmtilegasta hráefnið og fólk hefur mjög mikinn áhuga á ullinni,“ segir Margrét og bætir við. „Ullin er svolítið inn eins og sagt er, hún er koma inn meira, sem þetta náttúruvæna hráefni, það er kannski dálítið verið að enduruppgötva ull, sem hráefni í fatnað. Ullin er umhverfisvæn og brotnar niður í náttúrunni, þetta er náttúrulegt efni og kindin þarf að losna við ullina. Þær eru klipptar á haustin, hún verður að losna við reifið sitt, þannig að þetta er frábært hráefni.“ Mikill áhugi er um allt land á íslensku ullinni enda konur og einstaka karl dugleg að prjóna úr henni. Hér er sunnlenskar áhugakonur um íslensku ullinna á námskeiði sem þær sóttu á sínum tímaMagnús Hlynur Hreiðarsson. Íslensku sauðkindinni fækkar og fækka alltaf í landinu en Margrét vonar að þeim fækki ekki meira. „Auðvitað má ekki henni fækka of mikið, ég vona bara að henni fækki ekki meira, helst vildum við að henni fjölgaði, fólk nýti þessar afurðir meira, sem kindin gefur af sér en auðvitað verður þetta allt að vera í jafnvægi," segir Margrét. Þess má geta að í haust verður haldin Ullarvika á Suðurlandi þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá um íslensku ullina. Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðu verkefnisins, ullarvikan.is Lorya Björk vinnur mikið með íslenska ull og er hluti af hópi kvenna á Suðurlandi sem kemur mikið saman til að vinna og prjóna úr ullinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Landbúnaður Flóahreppur Prjónaskapur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira