„Hann nær einhverri óútskýrðri tengingu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. júlí 2020 15:31 Ásgeir Trausti varð að halda tónleika í Hrísey. Mynd/valgeir magnússon Ásgeir Trausti hélt tónleika í Hrísey á laugardagskvöld sem heppnuðust vel. Tónleikarnir voru haldnir í gamla samkomuhúsinu Sæborgu sem Hríseyingar eru að gera upp, en húsið var byggt árið 1917. En það er Guðmundur Kristinn Jónsson eða Kiddi í Hjálmum sem heldur utan um túr Ásgeirs um landið. „Ásgeir var harður á því að hafa Hrísey með á túrnum okkar en ég var vantrúaður á það. Svo þegar ég áttaði mig á að það væri ekki bílaferja þá sá ég ekki að þetta myndi ganga upp. Ásgeir er fæddur í Hrísey og bjó þar sín fyrstu fimm ár ævinnar og honum varð ekki haggað. Þá datt mér í hug að hringja í Valla Sport sem tengdi alla saman og það varð uppselt samdægurs og miðarnir fóru í sölu, 120 miðar,“ segir Kiddi og bætir við að tónleikarnir hafi gengið vonum framar og vel tekið á móti genginu. Hann hafi í kjölfarið heyrt í liðsmönnum Hjálma og var strax ákveðið að halda tónleika í eyjunni þann 7. ágúst. „Það er eitthvað við þessa eyju sem er ekki hægt að útskýra og ég hlakka til að koma aftur með Hjálmunum,” segir Kiddi. Ásgeir lagði af stað í túrinn þann 10. júlí í Bæjarbíói og er spilað alla daga nema mánudaga og þriðjudaga fram til 26. júlí. „Þetta er svona vinnandi sumarfrí þar sem við erum tvær fjölskyldur að ferðast saman með Ásgeiri og Júlla. Uppselt hefur verið á alla tónleikana til þessa og viðtökur eru frábærar. Þessi uppsetning hefur gengið frábærlega upp og við erum að spá í að prufa sambærilegt setup í Evrópu og jafnvel víðar. Minni hús og meiri nánd virðist vera að virka mjög vel hjá Ásgeiri. Hann nær einhverri óútskýrðri tengingu,” segir Kiddi að lokum. Tónlist Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Ásgeir Trausti hélt tónleika í Hrísey á laugardagskvöld sem heppnuðust vel. Tónleikarnir voru haldnir í gamla samkomuhúsinu Sæborgu sem Hríseyingar eru að gera upp, en húsið var byggt árið 1917. En það er Guðmundur Kristinn Jónsson eða Kiddi í Hjálmum sem heldur utan um túr Ásgeirs um landið. „Ásgeir var harður á því að hafa Hrísey með á túrnum okkar en ég var vantrúaður á það. Svo þegar ég áttaði mig á að það væri ekki bílaferja þá sá ég ekki að þetta myndi ganga upp. Ásgeir er fæddur í Hrísey og bjó þar sín fyrstu fimm ár ævinnar og honum varð ekki haggað. Þá datt mér í hug að hringja í Valla Sport sem tengdi alla saman og það varð uppselt samdægurs og miðarnir fóru í sölu, 120 miðar,“ segir Kiddi og bætir við að tónleikarnir hafi gengið vonum framar og vel tekið á móti genginu. Hann hafi í kjölfarið heyrt í liðsmönnum Hjálma og var strax ákveðið að halda tónleika í eyjunni þann 7. ágúst. „Það er eitthvað við þessa eyju sem er ekki hægt að útskýra og ég hlakka til að koma aftur með Hjálmunum,” segir Kiddi. Ásgeir lagði af stað í túrinn þann 10. júlí í Bæjarbíói og er spilað alla daga nema mánudaga og þriðjudaga fram til 26. júlí. „Þetta er svona vinnandi sumarfrí þar sem við erum tvær fjölskyldur að ferðast saman með Ásgeiri og Júlla. Uppselt hefur verið á alla tónleikana til þessa og viðtökur eru frábærar. Þessi uppsetning hefur gengið frábærlega upp og við erum að spá í að prufa sambærilegt setup í Evrópu og jafnvel víðar. Minni hús og meiri nánd virðist vera að virka mjög vel hjá Ásgeiri. Hann nær einhverri óútskýrðri tengingu,” segir Kiddi að lokum.
Tónlist Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira