„Fari þessi leikhópur til andskotans“ Jakob Bjarnar skrifar 20. júlí 2020 11:23 Leikhópurinn Lotta er að reynast einhver umdeildasti leikhópur sem um getur en um helgina tókst einum meðlima að móðga íbúa Raufarhafnar og Kópaskers, og reyndar landsbyggðina alla, með glannalegum ummælum. Þórdísi Björk Þorfinnsdóttur, sem er meðlimur í leikhópnum Lotta, tókst að móðga landsbyggðina, einkum á norðaustanverðu landinu svo mjög að nú er hvatt til sniðgöngu á sýningum hópsins á Bakkabræðrum. Þórdís skrifaði orðsendingu Instagram-síðu sína sem hafa fallið í afar grýttan jarðveg svo ekki sé meira sagt. „Jæja þá erum við búin að koma á helv.. Kópasker,“ skrifar Þórdís og sparar sig hvergi: „Keyrðum á Kópasker og Raufarhöfn bara til að geta krossað það út af listanum, mæli alls ekki með að koma hingað, bara alls alls ekki gera það.“ Þórdís Björk hefur nú tekið þessi umdeildu ummæli niður en það breytir ekki því; netið gleymir engu. Auðmjúk afsökunarbeiðni frá leikhópnum Þessi orðsending hefur farið afar illa í íbúa á Melrakkasléttu sem og víðar á landsbyggðinni. Leikhópurinn hefur sent út sérstaka afsökunarbeiðni vegna ummælanna. Og notar hástafi til að undirstrika hversu leitt þeim þykir hvernig komið er. FYRIRGEFIÐ ELSKU VINIR OKKAR Á RAUFARHÖFN, KÓPASKERI OG ALLIR HINIR. Þar segir að Lotta vilji taka sérstaklega fram að þau elski Ísland og alla þá dásamlegu staði sem þau ferðumst á. „Sá leiði atburður átti sér stað að svartur og illskiljanlegur „húmor“ hjá litlu Lottunni okkar henni Dísu, sem hún birti á sínum persónulega reikningi, fór í dreifingu. Þar skrifaði hún inná myndir af sér skælbrosandi og skreyttar broskörlum: „Jæja, þá erum við búin að koma á helv Kópasker“ og „Keyrðum á Kópasker og Raufarhöfn bara til að geta tékka það af listanum, mæli alls ekki með að koma hingað, bara alls alls ekki gera það“. Slík ummæli eru alls ekki viðeigandi hvernig sem þau eru meint og ekki í anda Lottu, enda ekki frá hópnum komin. Sem betur fer sagði Dísa líka fallega og sanna hluti úr ferðalaginu,“ segir meðal annars í yfirlýsingu frá hópnum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikhópurinn Lotta lendir í honum kröppum á samfélagsmiðlum. Fyrir þremur árum sætti hópurinn mikilli gagnrýni fyrir lag í sýningunni þeirra Ljóti andarunginn. Lagið sem um ræðir heitir Danssleikur og hafa femínistar verið meðal þeirra sem gagnrýna texta lagsins og segja hann óviðeigandi og klúran; að hann hlutgeri konur og viðhaldi bjagaðri hugsun. Athugasemdakerfið logar DV greindi frá athugasemd Þórdísar Bjarkar í gær og athugasemdakerfið logar. Þar vilja ýmsir meina að þessi afsökunarbeiðni sé einskis virði og hvatt er til þess að fólk á landsbyggðinni sniðgangi Lottu. „Fari þessi leikhópur til andskotans,“ segir einn en það er í takti og stíl við annað sem sagt er. Óvænt hefur sýning Leikhópsins Lottu, Bakkabræður, orðið að umdeildustu leiksýningu ársins. Vísir heyrði í sveitarstjóra Norðurþings, Kristjáni Þór Magnússyni, en honum hafði verið bent á þessi ummæli Þórdísar Bjarkar af íbúa Kópaskers. Sem var hreint ekki skemmt. „Nei, þetta er helst til langt gengið,“ segir Kristján Þór sem þó vill ekki gera of mikið úr málinu. Telur þetta dæma sig sjálft. Komin sé fram yfirlýsing frá leikhópnum vegna málsins. „Þegar galsinn yfirtekur menn á samfélagsmiðlum getur farið illa. Lotta hefur verið dugleg að koma til dæmis til Húsavíkur og þetta eru flottar sýningar hjá þeim. Ég treysti því að þetta séu ekki almenn viðhorf. Einhver galsi sem hefur gripið ungdóminn. Menn tjá sig ekki allajafna svona.“ Landsbyggðin viðkvæmari fyrir háði og spotti En, er landsbyggðafólk ekki ofurviðkvæmt fyrir háði og spotti af þessu tagi? Kristján Þór segir að það megi vel vera að landsbyggðarfólk sé viðkvæmara fyrir háði og spotti. En á það ber hins vegar að líta að það eigi sér eðlilegar skýringar. „Jú, það getur vel verið. Menn hafa upplifa sig í varnarbaráttu. Eðlilega. Fólki fækkar, minnkandi þjónusta víða og þá er oft stutt inn í kviku á mönnum. Mega ekki við miklu, að fá óvægna gagnrýni. Það er rétt. Þá er eins og verið sé að ráðast á alla.“ Kristján Þór segir þetta upplifun margra, fólki þyki vænt um heimabæinn og á Íslandi eru allir úr einhverju þorpi. Ekki þarf að fara margar kynslóðir aftur til að rata í sveitina. „Þarf oft ekkert mikið til. Í stærðinni í Reykjavík eru færri sem taka upp hanskann. Það er ekkert endilega minna um að fólk utan að landi sé að bölsótast út í höfuðborgina. En þetta verður persónulegra þegar þú ert kominn á minni staði. Ég treysti því að þetta unga fólk það vandi sig betur þegar menn hafa fengið að kenna á svona.“ Kristján Þór vonar að þetta jafni sig: „Vil ekki trúa að þetta séu almenn viðhorf leikara hjá Lottu. Menn hafa bara gleymt sér í einhverju rugli og læra af þessu.“ Norðurþing Leikhús Samfélagsmiðlar Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Sjá meira
Þórdísi Björk Þorfinnsdóttur, sem er meðlimur í leikhópnum Lotta, tókst að móðga landsbyggðina, einkum á norðaustanverðu landinu svo mjög að nú er hvatt til sniðgöngu á sýningum hópsins á Bakkabræðrum. Þórdís skrifaði orðsendingu Instagram-síðu sína sem hafa fallið í afar grýttan jarðveg svo ekki sé meira sagt. „Jæja þá erum við búin að koma á helv.. Kópasker,“ skrifar Þórdís og sparar sig hvergi: „Keyrðum á Kópasker og Raufarhöfn bara til að geta krossað það út af listanum, mæli alls ekki með að koma hingað, bara alls alls ekki gera það.“ Þórdís Björk hefur nú tekið þessi umdeildu ummæli niður en það breytir ekki því; netið gleymir engu. Auðmjúk afsökunarbeiðni frá leikhópnum Þessi orðsending hefur farið afar illa í íbúa á Melrakkasléttu sem og víðar á landsbyggðinni. Leikhópurinn hefur sent út sérstaka afsökunarbeiðni vegna ummælanna. Og notar hástafi til að undirstrika hversu leitt þeim þykir hvernig komið er. FYRIRGEFIÐ ELSKU VINIR OKKAR Á RAUFARHÖFN, KÓPASKERI OG ALLIR HINIR. Þar segir að Lotta vilji taka sérstaklega fram að þau elski Ísland og alla þá dásamlegu staði sem þau ferðumst á. „Sá leiði atburður átti sér stað að svartur og illskiljanlegur „húmor“ hjá litlu Lottunni okkar henni Dísu, sem hún birti á sínum persónulega reikningi, fór í dreifingu. Þar skrifaði hún inná myndir af sér skælbrosandi og skreyttar broskörlum: „Jæja, þá erum við búin að koma á helv Kópasker“ og „Keyrðum á Kópasker og Raufarhöfn bara til að geta tékka það af listanum, mæli alls ekki með að koma hingað, bara alls alls ekki gera það“. Slík ummæli eru alls ekki viðeigandi hvernig sem þau eru meint og ekki í anda Lottu, enda ekki frá hópnum komin. Sem betur fer sagði Dísa líka fallega og sanna hluti úr ferðalaginu,“ segir meðal annars í yfirlýsingu frá hópnum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikhópurinn Lotta lendir í honum kröppum á samfélagsmiðlum. Fyrir þremur árum sætti hópurinn mikilli gagnrýni fyrir lag í sýningunni þeirra Ljóti andarunginn. Lagið sem um ræðir heitir Danssleikur og hafa femínistar verið meðal þeirra sem gagnrýna texta lagsins og segja hann óviðeigandi og klúran; að hann hlutgeri konur og viðhaldi bjagaðri hugsun. Athugasemdakerfið logar DV greindi frá athugasemd Þórdísar Bjarkar í gær og athugasemdakerfið logar. Þar vilja ýmsir meina að þessi afsökunarbeiðni sé einskis virði og hvatt er til þess að fólk á landsbyggðinni sniðgangi Lottu. „Fari þessi leikhópur til andskotans,“ segir einn en það er í takti og stíl við annað sem sagt er. Óvænt hefur sýning Leikhópsins Lottu, Bakkabræður, orðið að umdeildustu leiksýningu ársins. Vísir heyrði í sveitarstjóra Norðurþings, Kristjáni Þór Magnússyni, en honum hafði verið bent á þessi ummæli Þórdísar Bjarkar af íbúa Kópaskers. Sem var hreint ekki skemmt. „Nei, þetta er helst til langt gengið,“ segir Kristján Þór sem þó vill ekki gera of mikið úr málinu. Telur þetta dæma sig sjálft. Komin sé fram yfirlýsing frá leikhópnum vegna málsins. „Þegar galsinn yfirtekur menn á samfélagsmiðlum getur farið illa. Lotta hefur verið dugleg að koma til dæmis til Húsavíkur og þetta eru flottar sýningar hjá þeim. Ég treysti því að þetta séu ekki almenn viðhorf. Einhver galsi sem hefur gripið ungdóminn. Menn tjá sig ekki allajafna svona.“ Landsbyggðin viðkvæmari fyrir háði og spotti En, er landsbyggðafólk ekki ofurviðkvæmt fyrir háði og spotti af þessu tagi? Kristján Þór segir að það megi vel vera að landsbyggðarfólk sé viðkvæmara fyrir háði og spotti. En á það ber hins vegar að líta að það eigi sér eðlilegar skýringar. „Jú, það getur vel verið. Menn hafa upplifa sig í varnarbaráttu. Eðlilega. Fólki fækkar, minnkandi þjónusta víða og þá er oft stutt inn í kviku á mönnum. Mega ekki við miklu, að fá óvægna gagnrýni. Það er rétt. Þá er eins og verið sé að ráðast á alla.“ Kristján Þór segir þetta upplifun margra, fólki þyki vænt um heimabæinn og á Íslandi eru allir úr einhverju þorpi. Ekki þarf að fara margar kynslóðir aftur til að rata í sveitina. „Þarf oft ekkert mikið til. Í stærðinni í Reykjavík eru færri sem taka upp hanskann. Það er ekkert endilega minna um að fólk utan að landi sé að bölsótast út í höfuðborgina. En þetta verður persónulegra þegar þú ert kominn á minni staði. Ég treysti því að þetta unga fólk það vandi sig betur þegar menn hafa fengið að kenna á svona.“ Kristján Þór vonar að þetta jafni sig: „Vil ekki trúa að þetta séu almenn viðhorf leikara hjá Lottu. Menn hafa bara gleymt sér í einhverju rugli og læra af þessu.“
Norðurþing Leikhús Samfélagsmiðlar Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Sjá meira