Kristín Sif: Bréfið frá honum gerði kraftaverk Stefán Árni Pálsson skrifar 21. júlí 2020 11:30 Kristín Sif fer yfir margt og mikið í samtali við Sölva. Kristín Sif Björgvinsdóttir, útvarpskona og íþróttakona er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Í viðtalinu ræða þau um allt milli himins og jarðar. Eftir að hafa misst manninn sinn á hræðilegan hátt hefur Kristín komist á verðlaunapall á Norðurlandamóti í boxi og verið valinn iðkandi ársins í Crossfit Reykjavík. Í viðtalinu segist Kristín hafa þurft að berjast fyrir því hvern einasta dag að velja rétt viðhorf og segist sannfærð um að sigur mannsandans felist í að halda alltaf áfram og sjá það fallega í lífinu Kristín Sif hafði búið með unnusta sínum og barnsföður Brynjari Berg Guðmundssyni í nærri tólf ár þegar hún kom að honum látnum á heimili þeirra. Hann hafði þá fallið fyrir eigin hendi. „Það voru öll ljósin slökkt og pressukanna á borðinu sem var ekki búið að pressa niður kaffið og það var eitthvað skrýtið og ég kalla á hann og kalla aftur og ég veit ekki hvort það hafi verið af því hann sagðist ætla að fara að taka til í bílskúrnum og ég fer inn í bílskúr og hann var bara alveg við hurðina og þarna fann ég hann,” segir Kristín. Brynjar hafði verið í fíkniefnaneyslu um tíma án vitundar Kristínar. Þegar það komst upp fór hann í meðferð á Vogi, sem gekk vel. En svo kom bakslagið sem endaði á þennan hræðilega hátt. „Það bara springur allt í tætlur. Heilinn á mér sprakk og hjartað í mér sprakk og mér leið svona eins og ég væri snjórinn í sjónvarpinu þegar loftnetinu er kippt úr sambandi,” segir Kristín. Klippa: Kristín Sif - Hjartað í mér sprakk Hún segir að eitt það besta í bataferlinu hafi verið þegar hún fann bréf frá Brynjari, sem hún ákvað að lesa með aðstoð sjúkrahúsprests. Bréf í sokkaskúffunni „Þegar ég var að ganga frá fötunum hans fann ég bréf til mín í sokkaskúffunni hans, aftast. Hann skrifaði þetta bréf þegar hann var í meðferð, en hann sýndi mér það aldrei. Það var rosalega erfitt að finna þetta bréf, af því að ég hélt að í því væri eitthvað sem segði að þetta væri mér að kenna. Það var fyrsta hugsunin mín af því að ég hélt að þarna væri ég að finna kveðjubréf,” segir Kristín. Hún hringdi strax í Vigfús Bjarna Albertsson, sjúkrahúsprest sem hafði hjálpað henni í sorgarferlinu og opnaði bréfið með hann í símanum og segir að það hafi verið góð ákvörðun. „Þetta er bara eitt það besta í bataferlinu sem ég hef gert eftir að hann dó að lesa þetta bréf, hann hafði skrifað þetta í meðferð og í bréfinu stóð hvað hann elskaði mig og krakkana mikið og hvað hann hlakkaði mikið til framtíðarinnar með okkur og þakkaði mér fyrir allan stuðninginn. Þarna tók hann allar þessar sjálfsásakanir sem höfðu poppað upp hjá mér, mörgum mánuðum eftir að hann dó,” segir Kristín og bætir við að ef hún hefði hent bréfinu væri hún eflaust enn uppfull af ásökunum í eigin garð. Kristín Sif ákvað strax að halda lífi sínu áfram fyrir sig og börnin sín og hefur hvern einasta dag eftir þetta gert sitt allra besta til að velja að sjá það góða í lífinu. Hún komst nýverið á verðlaunapall á Norðurlandamóti í boxi og var valinn iðkandi ársins í Crossfit Reykjavík. Í viðtalinu ræða Sölvi og Kristín um ævintýrin á Falklandseyjum, ástríðuna fyrir boxinu, mikilvægi þess að velja rétt viðhorf í lífinu og margt margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Kristín Sif Björgvinsdóttir, útvarpskona og íþróttakona er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Í viðtalinu ræða þau um allt milli himins og jarðar. Eftir að hafa misst manninn sinn á hræðilegan hátt hefur Kristín komist á verðlaunapall á Norðurlandamóti í boxi og verið valinn iðkandi ársins í Crossfit Reykjavík. Í viðtalinu segist Kristín hafa þurft að berjast fyrir því hvern einasta dag að velja rétt viðhorf og segist sannfærð um að sigur mannsandans felist í að halda alltaf áfram og sjá það fallega í lífinu Kristín Sif hafði búið með unnusta sínum og barnsföður Brynjari Berg Guðmundssyni í nærri tólf ár þegar hún kom að honum látnum á heimili þeirra. Hann hafði þá fallið fyrir eigin hendi. „Það voru öll ljósin slökkt og pressukanna á borðinu sem var ekki búið að pressa niður kaffið og það var eitthvað skrýtið og ég kalla á hann og kalla aftur og ég veit ekki hvort það hafi verið af því hann sagðist ætla að fara að taka til í bílskúrnum og ég fer inn í bílskúr og hann var bara alveg við hurðina og þarna fann ég hann,” segir Kristín. Brynjar hafði verið í fíkniefnaneyslu um tíma án vitundar Kristínar. Þegar það komst upp fór hann í meðferð á Vogi, sem gekk vel. En svo kom bakslagið sem endaði á þennan hræðilega hátt. „Það bara springur allt í tætlur. Heilinn á mér sprakk og hjartað í mér sprakk og mér leið svona eins og ég væri snjórinn í sjónvarpinu þegar loftnetinu er kippt úr sambandi,” segir Kristín. Klippa: Kristín Sif - Hjartað í mér sprakk Hún segir að eitt það besta í bataferlinu hafi verið þegar hún fann bréf frá Brynjari, sem hún ákvað að lesa með aðstoð sjúkrahúsprests. Bréf í sokkaskúffunni „Þegar ég var að ganga frá fötunum hans fann ég bréf til mín í sokkaskúffunni hans, aftast. Hann skrifaði þetta bréf þegar hann var í meðferð, en hann sýndi mér það aldrei. Það var rosalega erfitt að finna þetta bréf, af því að ég hélt að í því væri eitthvað sem segði að þetta væri mér að kenna. Það var fyrsta hugsunin mín af því að ég hélt að þarna væri ég að finna kveðjubréf,” segir Kristín. Hún hringdi strax í Vigfús Bjarna Albertsson, sjúkrahúsprest sem hafði hjálpað henni í sorgarferlinu og opnaði bréfið með hann í símanum og segir að það hafi verið góð ákvörðun. „Þetta er bara eitt það besta í bataferlinu sem ég hef gert eftir að hann dó að lesa þetta bréf, hann hafði skrifað þetta í meðferð og í bréfinu stóð hvað hann elskaði mig og krakkana mikið og hvað hann hlakkaði mikið til framtíðarinnar með okkur og þakkaði mér fyrir allan stuðninginn. Þarna tók hann allar þessar sjálfsásakanir sem höfðu poppað upp hjá mér, mörgum mánuðum eftir að hann dó,” segir Kristín og bætir við að ef hún hefði hent bréfinu væri hún eflaust enn uppfull af ásökunum í eigin garð. Kristín Sif ákvað strax að halda lífi sínu áfram fyrir sig og börnin sín og hefur hvern einasta dag eftir þetta gert sitt allra besta til að velja að sjá það góða í lífinu. Hún komst nýverið á verðlaunapall á Norðurlandamóti í boxi og var valinn iðkandi ársins í Crossfit Reykjavík. Í viðtalinu ræða Sölvi og Kristín um ævintýrin á Falklandseyjum, ástríðuna fyrir boxinu, mikilvægi þess að velja rétt viðhorf í lífinu og margt margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira