30 laxa dagar í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 21. júlí 2020 14:09 Ytri-Rangá á fallegum degi. mynd/ gar Veiðin í Ytri Rangá hefur kannski ekki alveg verið í takt við systuránna en engu að síður er veiðin ágæt þó hún hafi oft verið meiri. Það er lax að ganga á hverju flóði og það sést ágætlega þegar það bætist við í Djúpós og nýjir laxar fara að stökkva á breiðunni. Veiðivísir heyrði í Bjarka Má Jóhannssyni yfirleiðsögumanni við Ytri Rangá og segir hann stöðuna vera alveg viðundandi en það séu þessa dagana um 30 laxar að veiðast á dag. Heildarveiðin var komin í 575 laxa í síðustu viku en nýjar veiðitölur verða uppfærðar á vef Landssambands Veiðifélaga á morgun. Vegna forfalla erlendra veiðimanna er sama sagan þar eins og í öðrum ám, eitthvað af stöngum koma aftur í sölu og tilboð hafa verið auglýst af og til. Það gæti verið spennandi tími framundan þar sem það er stórstreymt í dag og það er vel þekkt að síðsumars stórstreymið skilar oft fínum göngum í ánna. Stangveiði Mest lesið Nokkur góð ráð fyrir vatnaveiði að vori Veiði Norðurá opnar í fyrramálið Veiði Veiðibóka og DVD markaður í Veiðivon Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Fyrstu lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Langir taumar skipta máli Veiði Frábær veðurspá fyrsta veiðidaginn Veiði Stutt í 3.000 laxa í Eystri Rangá Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði
Veiðin í Ytri Rangá hefur kannski ekki alveg verið í takt við systuránna en engu að síður er veiðin ágæt þó hún hafi oft verið meiri. Það er lax að ganga á hverju flóði og það sést ágætlega þegar það bætist við í Djúpós og nýjir laxar fara að stökkva á breiðunni. Veiðivísir heyrði í Bjarka Má Jóhannssyni yfirleiðsögumanni við Ytri Rangá og segir hann stöðuna vera alveg viðundandi en það séu þessa dagana um 30 laxar að veiðast á dag. Heildarveiðin var komin í 575 laxa í síðustu viku en nýjar veiðitölur verða uppfærðar á vef Landssambands Veiðifélaga á morgun. Vegna forfalla erlendra veiðimanna er sama sagan þar eins og í öðrum ám, eitthvað af stöngum koma aftur í sölu og tilboð hafa verið auglýst af og til. Það gæti verið spennandi tími framundan þar sem það er stórstreymt í dag og það er vel þekkt að síðsumars stórstreymið skilar oft fínum göngum í ánna.
Stangveiði Mest lesið Nokkur góð ráð fyrir vatnaveiði að vori Veiði Norðurá opnar í fyrramálið Veiði Veiðibóka og DVD markaður í Veiðivon Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Fyrstu lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Langir taumar skipta máli Veiði Frábær veðurspá fyrsta veiðidaginn Veiði Stutt í 3.000 laxa í Eystri Rangá Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði