Mun fleiri ferðamenn hafa komið hingað til lands en búist var við Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 21. júlí 2020 21:27 Mun fleiri ferðamenn hafa komið til landsins það sem af er ári en búist var við. Vísir/Vilhelm Um fjögur hundruð þúsund ferðamenn hafa komið til landsins á þessu ári og þar af mun fleiri á síðustu vikum en búist var við að sögn aðalhagfræðings Íslandsbanka. Líklegt sé að fjöldi ferðamanna á þessu ári verði um þriðjungur af því sem hann var í fyrra. Greiningardeild Íslandsbanka spáðu í maí að um sjöhundruð þúsund ferðamenn kæmu til landsins á þessu ári. Aðalhagfræðingur bankans segir að menn hafi verið nokkuð svartsýnir á að spáin rættist fyrstu daganna í júní. „Það munar heldur betur um þann fjölda sem er að bætast við núna þannig að ég held að þessi spá okkar gæti orðið nokkuð nærri lagi og við fáum þá jafnvel upp undir þriðjung af þeim ferðamannafjölda sem var í fyrra,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Er þetta að gerast jafnvel hraðar en leit út fyrir í byrjun sumarsins? „Já, ég held það megi segja það. Því eru væntanlega skorður settar hversu hraður vöxturinn getur orðið áfram eftir þennan kipp sem er að koma núna.“ Í síðustu viku var tilkynnt að íbúar fjögurra landa þyrftu ekki að fara í skimun á landamærum. Áður hafði komið fram að fólk frá Grænlandi og Færeyjum slyppu við ferlið. Jón segir þetta góðar fréttir. „Eins er það til marks um að það eru fleiri lönd þar sem er kominn meiri ferðahugur, þar sem fólk er orðið öruggara með sig. Það dreifir líka áhættunni að jafna út strauminn af því að það er misjafnt á hvaða tíma árs ferðamenn frá hverju landi koma,“ segir Jón Bjarki. Ferðamenn frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Asíu hafa verið langfjölmennastir hér á landi og segir Jón að þegar þeir fara að streyma aftur til landsins verði algjör viðsnúningur í ferðamennsku á Íslandi. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðskipti Tengdar fréttir Ferðaþjónustuna vantar starfsfólk nú þegar Skortur er á starfsfólki innan íslenskrar ferðaþjónustu og vantar starfsfólk nú þegar til að sinna fjölbreyttum störfum greinarinnar. 21. júlí 2020 19:30 Gekk vel fyrsta daginn án Íslenskrar erfðagreiningar Virkum smitum Covid-19 fjölgaði um þrjú á milli daga, eitt á landamærum í gær og tvö í fyrradag. 20. júlí 2020 16:00 Sterkari undirstöður komi í veg fyrir langtímavandræði Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að kostnaður af efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda vegna kórónuveirunnar sé ekki til þess fallinn að baka þjóðarbúinu langtímavandræði. 21. júlí 2020 12:44 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Um fjögur hundruð þúsund ferðamenn hafa komið til landsins á þessu ári og þar af mun fleiri á síðustu vikum en búist var við að sögn aðalhagfræðings Íslandsbanka. Líklegt sé að fjöldi ferðamanna á þessu ári verði um þriðjungur af því sem hann var í fyrra. Greiningardeild Íslandsbanka spáðu í maí að um sjöhundruð þúsund ferðamenn kæmu til landsins á þessu ári. Aðalhagfræðingur bankans segir að menn hafi verið nokkuð svartsýnir á að spáin rættist fyrstu daganna í júní. „Það munar heldur betur um þann fjölda sem er að bætast við núna þannig að ég held að þessi spá okkar gæti orðið nokkuð nærri lagi og við fáum þá jafnvel upp undir þriðjung af þeim ferðamannafjölda sem var í fyrra,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Er þetta að gerast jafnvel hraðar en leit út fyrir í byrjun sumarsins? „Já, ég held það megi segja það. Því eru væntanlega skorður settar hversu hraður vöxturinn getur orðið áfram eftir þennan kipp sem er að koma núna.“ Í síðustu viku var tilkynnt að íbúar fjögurra landa þyrftu ekki að fara í skimun á landamærum. Áður hafði komið fram að fólk frá Grænlandi og Færeyjum slyppu við ferlið. Jón segir þetta góðar fréttir. „Eins er það til marks um að það eru fleiri lönd þar sem er kominn meiri ferðahugur, þar sem fólk er orðið öruggara með sig. Það dreifir líka áhættunni að jafna út strauminn af því að það er misjafnt á hvaða tíma árs ferðamenn frá hverju landi koma,“ segir Jón Bjarki. Ferðamenn frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Asíu hafa verið langfjölmennastir hér á landi og segir Jón að þegar þeir fara að streyma aftur til landsins verði algjör viðsnúningur í ferðamennsku á Íslandi.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðskipti Tengdar fréttir Ferðaþjónustuna vantar starfsfólk nú þegar Skortur er á starfsfólki innan íslenskrar ferðaþjónustu og vantar starfsfólk nú þegar til að sinna fjölbreyttum störfum greinarinnar. 21. júlí 2020 19:30 Gekk vel fyrsta daginn án Íslenskrar erfðagreiningar Virkum smitum Covid-19 fjölgaði um þrjú á milli daga, eitt á landamærum í gær og tvö í fyrradag. 20. júlí 2020 16:00 Sterkari undirstöður komi í veg fyrir langtímavandræði Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að kostnaður af efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda vegna kórónuveirunnar sé ekki til þess fallinn að baka þjóðarbúinu langtímavandræði. 21. júlí 2020 12:44 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Ferðaþjónustuna vantar starfsfólk nú þegar Skortur er á starfsfólki innan íslenskrar ferðaþjónustu og vantar starfsfólk nú þegar til að sinna fjölbreyttum störfum greinarinnar. 21. júlí 2020 19:30
Gekk vel fyrsta daginn án Íslenskrar erfðagreiningar Virkum smitum Covid-19 fjölgaði um þrjú á milli daga, eitt á landamærum í gær og tvö í fyrradag. 20. júlí 2020 16:00
Sterkari undirstöður komi í veg fyrir langtímavandræði Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að kostnaður af efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda vegna kórónuveirunnar sé ekki til þess fallinn að baka þjóðarbúinu langtímavandræði. 21. júlí 2020 12:44