United kom sér í Meistaradeild Evrópu 26. júlí 2020 16:55 United-menn fagna marki Bruno Fernandes úr víti í dag. VÍSIR/GETTY Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. United var í 3. sæti fyrir lokaumferðina og hélt sér þar. Liðið endaði með 66 stig eins og Chelsea, sem vann Wolves 2-0, en með betri markatölu. Bruno Fernandes kom United yfir úr vítaspyrnu sem að Anthony Martial vann sér inn þegar 20 mínútur voru eftir. Jesse Lingard fékk svo mark á silfurfati frá Kasper Schmeichel, markverði Leicester, í blálok leiksins. Leicester hefði þurft sigur til að komast í Meistaradeildina en verður að gera sér að góðu að spila í Evrópudeildinni næsta vetur. Útlitið var ekki gott hjá United fyrr á leiktíðinni, hvað möguleikann á að komast í Meistaradeildina varðar, en liðið fór taplaust í gegnum síðustu 14 deildarleiki sína á tímabilinu og vann tíu þeirra. Lið Leicester, sem var óheppið með meiðsli eftir kórónuveiruhléið, vann hins vegar aðeins þrjá af síðustu 14 leikjum sínum. Enski boltinn
Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. United var í 3. sæti fyrir lokaumferðina og hélt sér þar. Liðið endaði með 66 stig eins og Chelsea, sem vann Wolves 2-0, en með betri markatölu. Bruno Fernandes kom United yfir úr vítaspyrnu sem að Anthony Martial vann sér inn þegar 20 mínútur voru eftir. Jesse Lingard fékk svo mark á silfurfati frá Kasper Schmeichel, markverði Leicester, í blálok leiksins. Leicester hefði þurft sigur til að komast í Meistaradeildina en verður að gera sér að góðu að spila í Evrópudeildinni næsta vetur. Útlitið var ekki gott hjá United fyrr á leiktíðinni, hvað möguleikann á að komast í Meistaradeildina varðar, en liðið fór taplaust í gegnum síðustu 14 deildarleiki sína á tímabilinu og vann tíu þeirra. Lið Leicester, sem var óheppið með meiðsli eftir kórónuveiruhléið, vann hins vegar aðeins þrjá af síðustu 14 leikjum sínum.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti