Chelsea tryggði sér Meistaradeildarsæti með sigri Ísak Hallmundarson skrifar 26. júlí 2020 16:50 Leikmenn Chelsea fagna fyrra markinu í dag. getty/Chris Lee Chelsea tryggði sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu með sigri á Wolves í dag. Lokatölur 2-0 á Stamford Bridge. Bæði mörkin komu rétt undir lok fyrri hálfleiks, Mason Mount skoraði fyrra markið og lagði síðan upp það síðara fyrir Frakkann Oliver Giroud. Þetta reyndust einu mörk leiksins og tryggði Chelsea sér þar með 4. sæti í deildinni. Wolves datt niður í 7. sæti þar sem Tottenham náði í stig gegn Palace. Þetta þýðir að liðið þarf að bíða eftir niðurstöðu í úrslitaleik bikarsins til að vita hvort það fær að taka þátt í Evrópudeildinni á komandi leiktíð. Sigri Arsenal í bikarnum komast þeir í Evrópudeildina í stað Úlfanna. Enski boltinn
Chelsea tryggði sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu með sigri á Wolves í dag. Lokatölur 2-0 á Stamford Bridge. Bæði mörkin komu rétt undir lok fyrri hálfleiks, Mason Mount skoraði fyrra markið og lagði síðan upp það síðara fyrir Frakkann Oliver Giroud. Þetta reyndust einu mörk leiksins og tryggði Chelsea sér þar með 4. sæti í deildinni. Wolves datt niður í 7. sæti þar sem Tottenham náði í stig gegn Palace. Þetta þýðir að liðið þarf að bíða eftir niðurstöðu í úrslitaleik bikarsins til að vita hvort það fær að taka þátt í Evrópudeildinni á komandi leiktíð. Sigri Arsenal í bikarnum komast þeir í Evrópudeildina í stað Úlfanna.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti