Aston Villa bjargaði sér frá falli | Bournemouth og Watford niður Ísak Hallmundarson skrifar 26. júlí 2020 17:05 Leikmenn Aston Villa fagna markinu í dag, markið sem tryggði þeim sæti í deildinni þegar uppi var staðið. getty/Matt Dunham Aston Villa bjargaði sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni í dag með jafntefli gegn West Ham á útivelli. Watford og Bournemouth falla niður um deild. Fyrir leik þurfti Aston Villa stig og að treysta á að Watford myndi ekki vinna Arsenal. Staðan var markalaus í Lundúnum þar til á 84. mínútu þegar Jack Grealish kom Villa yfir. West Ham jafnaði beint í kjölfarið, á 85. mínútu, með marki frá Andriy Yarmolenko. Villamenn héldu út til leiksloka og niðurstaðan 1-1 jafntefli. Á meðan tapaði Watford 3-2 fyrir Arsenal. Arsenal var komið 3-0 yfir eftir 33. mínútur en Watford sýndi karakter og á 66. mínútu náði fyrrum Arsenal maðurinn Danny Welbeck að minnka muninn í 3-2. Nær komust Watford ekki og niðurstaðan sú að Watford er fallið niður í Championship-deildina. Bournemouth þurfti að treysta á að Watford og Aston Villa myndu bæði tapa og að þeir myndu vinna Everton á Goodison Park. Það síðara heppnaðist, Bournemouth vann leikinn 3-1, en eins og áður segir náði Aston Villa í stig og Bournemouth því fallið um deild. Lokastöðuna í deildinni má skoða hér. Enski boltinn
Aston Villa bjargaði sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni í dag með jafntefli gegn West Ham á útivelli. Watford og Bournemouth falla niður um deild. Fyrir leik þurfti Aston Villa stig og að treysta á að Watford myndi ekki vinna Arsenal. Staðan var markalaus í Lundúnum þar til á 84. mínútu þegar Jack Grealish kom Villa yfir. West Ham jafnaði beint í kjölfarið, á 85. mínútu, með marki frá Andriy Yarmolenko. Villamenn héldu út til leiksloka og niðurstaðan 1-1 jafntefli. Á meðan tapaði Watford 3-2 fyrir Arsenal. Arsenal var komið 3-0 yfir eftir 33. mínútur en Watford sýndi karakter og á 66. mínútu náði fyrrum Arsenal maðurinn Danny Welbeck að minnka muninn í 3-2. Nær komust Watford ekki og niðurstaðan sú að Watford er fallið niður í Championship-deildina. Bournemouth þurfti að treysta á að Watford og Aston Villa myndu bæði tapa og að þeir myndu vinna Everton á Goodison Park. Það síðara heppnaðist, Bournemouth vann leikinn 3-1, en eins og áður segir náði Aston Villa í stig og Bournemouth því fallið um deild. Lokastöðuna í deildinni má skoða hér.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti