Heimsins stærsta dráttarvél fær ný dekk eftir 43 ár á sama dekkjagangi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. júlí 2020 07:00 Big Bud á nýju dekkjunum. Big Bud er átta hjóla dráttarvél, sú stærsta í heimi sem er notuð í landbúnaði. Myndband af dekkjaskiptunum má sjá í fréttinni. Big Bud 16V-747 er sennilega einn frægasta dráttarvél í heimi. Myndband af dekkjaskiptunum er að finna hér að neðan af Youtube-rásinni Welker Farms. Big Bud býr í dag á safni í Iowa, þar sem hægt er að heimsækja Big Bud. Big Bud er sérsmíðuð dráttarvél, smíðuð af Ron Harmon og Northern Manufacturing fyrirtækinu árið 1977. Big Bud var ætlað að nýtast á bómullarökrum í að djúp-plægja ekrurnar. Að plægja niður á mikið dýpi kallar á afar öflugan tækjakost. Vélin í Big Bud er 1100 hestöfl. Vegna þess að Big Bud er sérsmíðaður frá grunni er erfitt að fá varahluti í hann. Dekkin voru til að mynda sérsmíðuð í Kanada á sínum tíma. Big Bud er nú kominn með ný dekk þökk sé Williams Brothers sem veittu aðstoð við verkið. Big Bud er á LSW1400/30r46 dekkjum sem eru stærstu landbúnaðardekk í heimi. Landbúnaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent
Big Bud er átta hjóla dráttarvél, sú stærsta í heimi sem er notuð í landbúnaði. Myndband af dekkjaskiptunum má sjá í fréttinni. Big Bud 16V-747 er sennilega einn frægasta dráttarvél í heimi. Myndband af dekkjaskiptunum er að finna hér að neðan af Youtube-rásinni Welker Farms. Big Bud býr í dag á safni í Iowa, þar sem hægt er að heimsækja Big Bud. Big Bud er sérsmíðuð dráttarvél, smíðuð af Ron Harmon og Northern Manufacturing fyrirtækinu árið 1977. Big Bud var ætlað að nýtast á bómullarökrum í að djúp-plægja ekrurnar. Að plægja niður á mikið dýpi kallar á afar öflugan tækjakost. Vélin í Big Bud er 1100 hestöfl. Vegna þess að Big Bud er sérsmíðaður frá grunni er erfitt að fá varahluti í hann. Dekkin voru til að mynda sérsmíðuð í Kanada á sínum tíma. Big Bud er nú kominn með ný dekk þökk sé Williams Brothers sem veittu aðstoð við verkið. Big Bud er á LSW1400/30r46 dekkjum sem eru stærstu landbúnaðardekk í heimi.
Landbúnaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent