Stjórnarskrártillaga hefði stytt forsetatíð þriggja forseta Heimir Már Pétursson skrifar 28. júlí 2020 12:16 Sveinn Björnsson fyrsti forseti Íslands lést í embætti eftir átta ára setu í embætti. Af öðrum fyrrverandi forsetum er Kristján Eldjárn sá eini sem ekki bauð sig oftar fram en þrisvar og sat á Bessastöðum í tólf ár. Vísir/Vilhelm Í frumvarpi um breytingar á stjórnarskrá er lagt til að enginn geti gengt embætti forseta Íslands lengur en í tólf ár og að kjörtímabil forseta verði lengt úr fjórum árum í sex. Aðeins einn af fimm fyrrverandi forsetum hefur setið í embættinu í tólf ár. Í einu þeirra fimm frumvarpa Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskránni eru lagðar til breytingar á þeim hluta hennar sem fjallar um forseta Íslands. Til að mynd að fjölga meðmælendum sem forsetaframbjóðendur þurfa til að geta boðið sig fram. En í dag þurfa þeir að lágmarki að vera 1.500 og að hámarki 3.000 skipt niður á landsfjórðunga og hefur sú tala verið óbreytt frá árinu 1945 þrátt fyrir mikla fjölgun þjóðarinnar. Önnur breyting er að sett verði takmörk á hversu lengi forseti getur setið í embætti. Það verði tólf ár og kjörtímabilið verði lengt úr fjórum árum í sex. Katrín segir embættið njóta töluverðar sérstöðu vegna þess að forsetinn sé eini embættismaðurinn sem kosinn sé beint af þjóðinni. „Af þeim sökum þótt embætti forseta sé ekki valdamikið embætti í sjálfu sér og meirihluti þjóðarinnar vilji halda embættinu nokkuð óbreyttu og skyldum þess. Þá eru ákveðin sjónarmið að það sé eðlilegt að það séu einhver tímatakmörk á því hversu lengi einn einstaklingur geti setið í embætti,“ segir forsætisráðherra. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hjólar frá Bessastöðum á kjörstað í forsetakosningunum hinn 27. júní síðast liðinn. Hann hefur lýst því yfir að hann hafi ekki hug á að sitja lengur á Bessastöðum en tólf ár fái hann til þess brautargengi.Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson ítrekaði í kringum forsetakosningarnar í júní það sem hann hafði áður sagt fyrir kosningar þegar hann var fyrst kjörinn árið 2016, að honum hugnaðist ekki að sitja á Bessastöðum lengur en í tólf ár eða í þrjú kjörtímabil. Sveinn Björnsson fyrsti forseti lýðveldisins sat í átta ár en hann lést í embætti. Ásgeir Ásgeirsson sat í sextán ár, Kristján Eldjárn í tólf, Vigdís Finnbogadóttir í sextán ár og Ólafur Ragnar Grímsson í tuttugu ár. Þannig hefur aðeins einn af fimm fyrrverandi forsetum setið sjálfviljugur í embættinu í tólf ár. „Á kjörtímabilið að vera fjögur, fimm eða sex ár. Þetta var rætt töluvert í hópi formanna flokkanna og ég vonast til þess þegar við förum yfir umsagnir að við fáum einhverja sýn á hvað fólki finnst um þetta. En það er ekki óalgengt til að mynda ef við lítum til nágrannalanda okkar að það sé ekki sami árafjöldi á kjörtímabili þjóðhöfðingja og kjörtímabili þings. Svo dæmi sé tekið,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Stjórnarskrá Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Í frumvarpi um breytingar á stjórnarskrá er lagt til að enginn geti gengt embætti forseta Íslands lengur en í tólf ár og að kjörtímabil forseta verði lengt úr fjórum árum í sex. Aðeins einn af fimm fyrrverandi forsetum hefur setið í embættinu í tólf ár. Í einu þeirra fimm frumvarpa Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskránni eru lagðar til breytingar á þeim hluta hennar sem fjallar um forseta Íslands. Til að mynd að fjölga meðmælendum sem forsetaframbjóðendur þurfa til að geta boðið sig fram. En í dag þurfa þeir að lágmarki að vera 1.500 og að hámarki 3.000 skipt niður á landsfjórðunga og hefur sú tala verið óbreytt frá árinu 1945 þrátt fyrir mikla fjölgun þjóðarinnar. Önnur breyting er að sett verði takmörk á hversu lengi forseti getur setið í embætti. Það verði tólf ár og kjörtímabilið verði lengt úr fjórum árum í sex. Katrín segir embættið njóta töluverðar sérstöðu vegna þess að forsetinn sé eini embættismaðurinn sem kosinn sé beint af þjóðinni. „Af þeim sökum þótt embætti forseta sé ekki valdamikið embætti í sjálfu sér og meirihluti þjóðarinnar vilji halda embættinu nokkuð óbreyttu og skyldum þess. Þá eru ákveðin sjónarmið að það sé eðlilegt að það séu einhver tímatakmörk á því hversu lengi einn einstaklingur geti setið í embætti,“ segir forsætisráðherra. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hjólar frá Bessastöðum á kjörstað í forsetakosningunum hinn 27. júní síðast liðinn. Hann hefur lýst því yfir að hann hafi ekki hug á að sitja lengur á Bessastöðum en tólf ár fái hann til þess brautargengi.Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson ítrekaði í kringum forsetakosningarnar í júní það sem hann hafði áður sagt fyrir kosningar þegar hann var fyrst kjörinn árið 2016, að honum hugnaðist ekki að sitja á Bessastöðum lengur en í tólf ár eða í þrjú kjörtímabil. Sveinn Björnsson fyrsti forseti lýðveldisins sat í átta ár en hann lést í embætti. Ásgeir Ásgeirsson sat í sextán ár, Kristján Eldjárn í tólf, Vigdís Finnbogadóttir í sextán ár og Ólafur Ragnar Grímsson í tuttugu ár. Þannig hefur aðeins einn af fimm fyrrverandi forsetum setið sjálfviljugur í embættinu í tólf ár. „Á kjörtímabilið að vera fjögur, fimm eða sex ár. Þetta var rætt töluvert í hópi formanna flokkanna og ég vonast til þess þegar við förum yfir umsagnir að við fáum einhverja sýn á hvað fólki finnst um þetta. En það er ekki óalgengt til að mynda ef við lítum til nágrannalanda okkar að það sé ekki sami árafjöldi á kjörtímabili þjóðhöfðingja og kjörtímabili þings. Svo dæmi sé tekið,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Stjórnarskrá Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira