Tónleikum Á Móti Sól á Akranesi aflýst: „Höfum engan áhuga á að stofna fólki í hættu“ Andri Eysteinsson skrifar 29. júlí 2020 21:05 Tónleikarnir áttu að fara fram næsta laugardagskvöld. Samsett/GamlaKaupfélagið/Vísir Tónleikum hljómsveitarinnar Á Móti Sól sem áttu að fara fram laugardaginn næsta, 1. ágúst á Gamla Kaupfélaginu á Akranesi hefur verið aflýst vegna óvissu ástands sem skapast hefur vegna faraldurs kórónuveirunnar. Magni Ásgeirsson, söngvari Á Móti Sól, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir ákvörðunina vera „no brainer.“ „Þetta er sameiginleg ákvörðun okkar og tónleikahaldara,“ segir Magni. „Þessi staða er hundleiðinleg en vegna þess að verið er að taka slembiúrtak á Skaganum og þar kom upp hópsmit þá er óþarfi að taka sénsinn. Þetta heitir að sýna ábyrgð.“ Magni segir miðasöluna hafa verið farna í gang og að Tix muni sjá um að endurgreiða miðana. Hljómsveitarmeðlimir hafi engan áhuga á að stefna starfsmönnum Gamla Kaupfélagsins eða gestum í hættu. „Þetta var augljóst í okkar augum og í augum tónleikahaldarans.“ Ljóst er að oft hefur verið meira að gera hjá tónlistarmönnum og hljómsveitum en í ár og tekur Magni undir það. Hann segir þó að eftir að slakað var á takmörkunum hafi færst smá líf í leikinn. „ Þetta eru minni en skemmtileg gigg. Minni tónleikastaðir og hátíðir en það vantar alla þessa toppa, alla stóru punktana“ segir Magni og bætir við að sumarið hafi verið skemmtilegt en þó varla hægt að lifa á því sem tónlistarmaður. „Þetta er búið að vera æðislegt sumar og stórkostlegt að fylgjast með Íslendingum ferðast um landið og sækja alla viðburði,“ segir söngvarinn og minnist tónlistarhátíðarinnar Brælunnar sem kom í stað fyrir Bræðsluna í heimahögum hans, Borgarfirði eystri. Það hafi verið réttnefni en bræluveður hafi ekki dregið úr skemmtanagildi og fjölmenni á hátíðina. Magni segir að tónleikar hafi verið bókaðir fram á haust eftir að þróun faraldursins benti til þess að enn frekar yrði slakað á sóttvarnartakmörkunum. Það sé nú í hættu og skýrist á næstu dögum. Landlæknir sagði í samtali við fréttastofu í dag að hún reiknaði með því að tillögur Sóttvarnalæknis yrðu komnar á borð Heilbrigðisráðherra í kvöld og ákvörðun tekin á næstu dögum. Magni segir að meira hefði mátt gera fyrir tónlistarmenn í samkomubanni og takmörkunum. „Það er búið að vera algjör ládeyða og allir sem vinna í kringum sviðslistir eru búnir að vera launalausir og falla á milli allra aðgerða. Það er hægt að henda peningum í allskonar en þegar kemur að list þá er hugsunin, gangi ykkur bara vel!“ Hann segir að kannski sé ekki um að ræða mikilvægasta verkefnið í heimsfaraldri en vissulega megi hugsa velta hlutunum fyrir sér. „Íslenska óperan lýtur sömu lögmálum og skemmtistaðir. Eitt gengur yfir alla alveg sama hvernig það er,“ segir Magni. „Það er sama hvort þú sért í númeruðu sæti í Eldborg eða fullur úti á túni einhvers staðar.“ „Ef við ætlum að vera í þessu í einhvern tíma í viðbót þá þyrfti að fara að hugsa þetta lengra,“ segir Magni og bætir við „Hlýðum Kára því Víðir er ekkert búinn að segja okkur að gera þetta. Ég ætla að vera með honum í liði.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akranes Tónlist Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Tónleikum hljómsveitarinnar Á Móti Sól sem áttu að fara fram laugardaginn næsta, 1. ágúst á Gamla Kaupfélaginu á Akranesi hefur verið aflýst vegna óvissu ástands sem skapast hefur vegna faraldurs kórónuveirunnar. Magni Ásgeirsson, söngvari Á Móti Sól, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir ákvörðunina vera „no brainer.“ „Þetta er sameiginleg ákvörðun okkar og tónleikahaldara,“ segir Magni. „Þessi staða er hundleiðinleg en vegna þess að verið er að taka slembiúrtak á Skaganum og þar kom upp hópsmit þá er óþarfi að taka sénsinn. Þetta heitir að sýna ábyrgð.“ Magni segir miðasöluna hafa verið farna í gang og að Tix muni sjá um að endurgreiða miðana. Hljómsveitarmeðlimir hafi engan áhuga á að stefna starfsmönnum Gamla Kaupfélagsins eða gestum í hættu. „Þetta var augljóst í okkar augum og í augum tónleikahaldarans.“ Ljóst er að oft hefur verið meira að gera hjá tónlistarmönnum og hljómsveitum en í ár og tekur Magni undir það. Hann segir þó að eftir að slakað var á takmörkunum hafi færst smá líf í leikinn. „ Þetta eru minni en skemmtileg gigg. Minni tónleikastaðir og hátíðir en það vantar alla þessa toppa, alla stóru punktana“ segir Magni og bætir við að sumarið hafi verið skemmtilegt en þó varla hægt að lifa á því sem tónlistarmaður. „Þetta er búið að vera æðislegt sumar og stórkostlegt að fylgjast með Íslendingum ferðast um landið og sækja alla viðburði,“ segir söngvarinn og minnist tónlistarhátíðarinnar Brælunnar sem kom í stað fyrir Bræðsluna í heimahögum hans, Borgarfirði eystri. Það hafi verið réttnefni en bræluveður hafi ekki dregið úr skemmtanagildi og fjölmenni á hátíðina. Magni segir að tónleikar hafi verið bókaðir fram á haust eftir að þróun faraldursins benti til þess að enn frekar yrði slakað á sóttvarnartakmörkunum. Það sé nú í hættu og skýrist á næstu dögum. Landlæknir sagði í samtali við fréttastofu í dag að hún reiknaði með því að tillögur Sóttvarnalæknis yrðu komnar á borð Heilbrigðisráðherra í kvöld og ákvörðun tekin á næstu dögum. Magni segir að meira hefði mátt gera fyrir tónlistarmenn í samkomubanni og takmörkunum. „Það er búið að vera algjör ládeyða og allir sem vinna í kringum sviðslistir eru búnir að vera launalausir og falla á milli allra aðgerða. Það er hægt að henda peningum í allskonar en þegar kemur að list þá er hugsunin, gangi ykkur bara vel!“ Hann segir að kannski sé ekki um að ræða mikilvægasta verkefnið í heimsfaraldri en vissulega megi hugsa velta hlutunum fyrir sér. „Íslenska óperan lýtur sömu lögmálum og skemmtistaðir. Eitt gengur yfir alla alveg sama hvernig það er,“ segir Magni. „Það er sama hvort þú sért í númeruðu sæti í Eldborg eða fullur úti á túni einhvers staðar.“ „Ef við ætlum að vera í þessu í einhvern tíma í viðbót þá þyrfti að fara að hugsa þetta lengra,“ segir Magni og bætir við „Hlýðum Kára því Víðir er ekkert búinn að segja okkur að gera þetta. Ég ætla að vera með honum í liði.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akranes Tónlist Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira