„Fannst ég aldrei verða nógu horuð, þó að ég væri komin í buxnastærð fyrir börn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. júlí 2020 10:30 Margrét hefur heldur betur gengið í gegnum margt. Margrét Gnarr hefur náð lengst allra Íslendinga í fitness-heiminum og er eini Íslendingurinn hefur fengið þátttökurétt á Olympía, þar sem öflugustu keppendur heims mætast. Þar keppti hún í tvígang, áður en hún hætti í íþróttinni, þar sem hún var farin að ganga nærri heilsu sinni. Hún segist hafa verið komin með mikil vandamál í meltingarfærum og átröskun. Margrét Gnarr er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. ,,Ég líka fékk hjartsláttartruflanir og það var í raun stærsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að hætta. Ég fór í tékk af því að ég hélt að ég væri að fá hjartaáfall. Hjartað var oft að stoppa og ég missti andann. Og það var eitt skiptið sem ég var á einhverju brennslutæki og allir litir urðu allt í einu skærir og ég hætti að skynja hvenær fæturnir mínir snertu jörðina og þá varð ég hrædd og fór beint upp á heilsugæslu og þá kom í ljós að ég var með hættulega lágt Kalíum og jafnvægi á steinefnum var komið í algjört rugl,” segir Margrét Gnarr. Svakalegt álag á líkamann Þarna varð Margrétt raunverulega hrædd um eigin heilsu og ákvað að hætta að keppa. ,,Ég þróaði með mér iðrabólgu, sem varð verst árið 2017. Ég varð svo veik að ég gat oft ekki gengið af verkjum í maganum, þetta er svakalegt álag á líkamann að borða svona lítið í svona langan tíma,“ segir Margrét, sem segist hafa verið orðin verulega rugluð og komin með mjög brenglaða líkamsímynd. Klippa: Fannst ég aldrei verða nógu horuð, þó að ég væri komin í buxnastærð fyrir börn ,,Þegar ég byrjaði að keppa var mér sagt að ég væri ekki með nógan vöðvamassa, svo að ég fór að vinna í því. Svo var mér sagt að ég væri orðin allt of stór, þannig að ég fór að reyna að minnka mig og ég var í raun orðin ekki neitt, en samt fannst mér ég alltaf vera of stór og þetta er eitthvað sem hefur fylgt mér mjög lengri, frá því ég var yngri og var með anorexíu og fannst ég aldrei verða nógu horuð, þó að ég væri komin í buxnastærð fyrir börn og var ekki neitt.” Hún segir vandamál með líkamsímynd í þessum geira alls ekki einskorðast við kvenfólk ,,Þetta er líka með karlmenn í fitness geiranum, þeir sem eru að keppa í vaxtarækt, að þeir eru einhvern vegin alltaf of litlir, finnst þeim. Þeir sjá ekki í speglinum að þeir séu að bæta á sig vöðvamassa. Það eru margir að díla við þetta og ég starfa sem einkaþjálfari og sé þetta hjá báðum kynjum.“ Í viðtalinu ræða Margrét og Sölvi um fitness-heiminn, átraskanir, samfélagsmiðla, skuggabönn, pabba hennar Jón Gnarr og margt margt fleira. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Margrét Gnarr hefur náð lengst allra Íslendinga í fitness-heiminum og er eini Íslendingurinn hefur fengið þátttökurétt á Olympía, þar sem öflugustu keppendur heims mætast. Þar keppti hún í tvígang, áður en hún hætti í íþróttinni, þar sem hún var farin að ganga nærri heilsu sinni. Hún segist hafa verið komin með mikil vandamál í meltingarfærum og átröskun. Margrét Gnarr er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. ,,Ég líka fékk hjartsláttartruflanir og það var í raun stærsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að hætta. Ég fór í tékk af því að ég hélt að ég væri að fá hjartaáfall. Hjartað var oft að stoppa og ég missti andann. Og það var eitt skiptið sem ég var á einhverju brennslutæki og allir litir urðu allt í einu skærir og ég hætti að skynja hvenær fæturnir mínir snertu jörðina og þá varð ég hrædd og fór beint upp á heilsugæslu og þá kom í ljós að ég var með hættulega lágt Kalíum og jafnvægi á steinefnum var komið í algjört rugl,” segir Margrét Gnarr. Svakalegt álag á líkamann Þarna varð Margrétt raunverulega hrædd um eigin heilsu og ákvað að hætta að keppa. ,,Ég þróaði með mér iðrabólgu, sem varð verst árið 2017. Ég varð svo veik að ég gat oft ekki gengið af verkjum í maganum, þetta er svakalegt álag á líkamann að borða svona lítið í svona langan tíma,“ segir Margrét, sem segist hafa verið orðin verulega rugluð og komin með mjög brenglaða líkamsímynd. Klippa: Fannst ég aldrei verða nógu horuð, þó að ég væri komin í buxnastærð fyrir börn ,,Þegar ég byrjaði að keppa var mér sagt að ég væri ekki með nógan vöðvamassa, svo að ég fór að vinna í því. Svo var mér sagt að ég væri orðin allt of stór, þannig að ég fór að reyna að minnka mig og ég var í raun orðin ekki neitt, en samt fannst mér ég alltaf vera of stór og þetta er eitthvað sem hefur fylgt mér mjög lengri, frá því ég var yngri og var með anorexíu og fannst ég aldrei verða nógu horuð, þó að ég væri komin í buxnastærð fyrir börn og var ekki neitt.” Hún segir vandamál með líkamsímynd í þessum geira alls ekki einskorðast við kvenfólk ,,Þetta er líka með karlmenn í fitness geiranum, þeir sem eru að keppa í vaxtarækt, að þeir eru einhvern vegin alltaf of litlir, finnst þeim. Þeir sjá ekki í speglinum að þeir séu að bæta á sig vöðvamassa. Það eru margir að díla við þetta og ég starfa sem einkaþjálfari og sé þetta hjá báðum kynjum.“ Í viðtalinu ræða Margrét og Sölvi um fitness-heiminn, átraskanir, samfélagsmiðla, skuggabönn, pabba hennar Jón Gnarr og margt margt fleira. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira