Hertar aðgerðir koma illa niður á tónlistarfólki og skemmtistöðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. júlí 2020 21:30 Ásgeir Guðmundsson, framkvæmdastjóri Innipúkans og meðeigandi Röntgen bar segir stöðuna leiðinlega en treystir stjórnvöldum. ARNAR HALLDÓRSSON Allar línur hafa verið rauðglóandi hjá Samtökum ferðaþjónustunnar eftir að tíðindi bárust um hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar. Félagsmenn eru áhyggjufullir, sérstaklega þeir sem eru með starfsemi á landsbyggðinni. „Það eru náttúrulega vonbrigði að það hafi þurft að grípa til svona harðra aðgerða sérstaklega þetta snemma. Ég átti nú kannski von á því að til þess myndi koma í haust en þetta er fyrr en við áttum von á,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Arnar Hann telur að mikil röskun verði á starfsemi veitinga- og skemmtistaða og að takmarkanir munu valda fjárhagslegu tjóni þar. „Þetta eykur á vanda fyrirtækja að því leyti og mun þá ekki hjálpa til við það að fólk verði endurráðið eða takist að halda störfunum,“ sagði Jóhannes. Steinþór Einarsson er skrifstofustjóri íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar.ARNAR HALLDÓRSSON Takmarka þarf fjölda fólks í sundlaugar frá og með hádegi á morgun. Sóttvarnir verða efldar og hugsanlega verður einhverjum heitum pottum lokað. „Þegar mestu takmarkanirnar voru þá tókum við úr umferð annan hvern skáp og það er líklega það sem við þurfum að gera í fyrstu en við sjáum til,“ sagði Steinþór Einarsson skrifstofustjóri íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Fjölmargir listarmenn tjáðu sig um hertar aðgerðir á samfélagsmiðlum í dag, en þær hafa mikil áhrif á þeirra iðju. Fjölmargir listarmenn tjáðu sig um hertar aðgerðir á samfélagsmiðlum í dag en þær hafa mikil áhrif á þeirra iðju.STÖÐ2 „Þetta er búið að vera alveg hrikalega erfitt og ekki neitt öryggisnet fyrir þennan hóp þannig hljóðið er þungt,“ sagði Ásgeir Guðmundsson, framkvæmdastjóri Innipúkans og meðeigandi Röntgen bar. Hefðir þú viljað sjá annars konar aðgerðir? „Ég er ekki dómbær á það. Ég treysti sóttvarnarlækni alveg hundrað prósent og ber mikla virðingu fyrir heilbrigðisráðherra og stjórnvöldum almennt í þessu máli. Það er búið að gera ýmsar tilraunir í þessu máli, það gengur ekkert alltaf allt upp en ég treysti þessu fólki,“ Sagði Ásgeir. Tónlistarhátíðinni Innipúkanum, sem átti að fara fram um helgina, hefur verið aflýst. „Við vorum búin að selja 80% af miðunum sem er gott þannig það gekk ótrúlega vel að skipuleggja innipúkann og mikil stemning alveg þangað til klukkan ellefu í morgun,“ sagði Ásgeir. Þeir sem áttu miða á hátíðina geta farið fram á endurgreiðslu. „Eða óski þeir þess ekki þá rennur öll sú innkoma beint til þeirra listamanna sem áttu að koma fram,“ sagði Ásgeir. Innipúkinn fer ekki fram í ár.Mynd/Brynjar Snær Kom ekki til greina að takmarka tónleikana við hundrað manns og skylda fólk til að bera grímur? „Nei það myndi ekki borga sig. Þá hefðum við skipuleggjendur þurft að borga þann brúsa. Auk þess beindi Víðir því til okkar skipuleggjenda að vera ekki í því að hólfa svæðið niður eða slíkt. Þannig að okkar ábyrgð er að aflýsa strax og vera ekkert í neinum leikjum um hópamyndun,“ sagði Ásgeir. Hann hvetur fólk til að styðja við bakið á listamönnum á tímum sem þessum. „Ég hvet mína þjóð til að kaupa íslenska tónlist, lesa íslensk ritverk. Kaupa íslenska myndlist og grafík. Það er kominn tími til að við styðjum almennilega við okkar fólk.“ „Þessir listamenn eru það dýrmætasta sem við eigum og það er enginn sérstakur tilgangur í því að lækna og mennta „kúltúrlausa“ þjóð,“ sagði Ásgeir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Allar línur hafa verið rauðglóandi hjá Samtökum ferðaþjónustunnar eftir að tíðindi bárust um hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar. Félagsmenn eru áhyggjufullir, sérstaklega þeir sem eru með starfsemi á landsbyggðinni. „Það eru náttúrulega vonbrigði að það hafi þurft að grípa til svona harðra aðgerða sérstaklega þetta snemma. Ég átti nú kannski von á því að til þess myndi koma í haust en þetta er fyrr en við áttum von á,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Arnar Hann telur að mikil röskun verði á starfsemi veitinga- og skemmtistaða og að takmarkanir munu valda fjárhagslegu tjóni þar. „Þetta eykur á vanda fyrirtækja að því leyti og mun þá ekki hjálpa til við það að fólk verði endurráðið eða takist að halda störfunum,“ sagði Jóhannes. Steinþór Einarsson er skrifstofustjóri íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar.ARNAR HALLDÓRSSON Takmarka þarf fjölda fólks í sundlaugar frá og með hádegi á morgun. Sóttvarnir verða efldar og hugsanlega verður einhverjum heitum pottum lokað. „Þegar mestu takmarkanirnar voru þá tókum við úr umferð annan hvern skáp og það er líklega það sem við þurfum að gera í fyrstu en við sjáum til,“ sagði Steinþór Einarsson skrifstofustjóri íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Fjölmargir listarmenn tjáðu sig um hertar aðgerðir á samfélagsmiðlum í dag, en þær hafa mikil áhrif á þeirra iðju. Fjölmargir listarmenn tjáðu sig um hertar aðgerðir á samfélagsmiðlum í dag en þær hafa mikil áhrif á þeirra iðju.STÖÐ2 „Þetta er búið að vera alveg hrikalega erfitt og ekki neitt öryggisnet fyrir þennan hóp þannig hljóðið er þungt,“ sagði Ásgeir Guðmundsson, framkvæmdastjóri Innipúkans og meðeigandi Röntgen bar. Hefðir þú viljað sjá annars konar aðgerðir? „Ég er ekki dómbær á það. Ég treysti sóttvarnarlækni alveg hundrað prósent og ber mikla virðingu fyrir heilbrigðisráðherra og stjórnvöldum almennt í þessu máli. Það er búið að gera ýmsar tilraunir í þessu máli, það gengur ekkert alltaf allt upp en ég treysti þessu fólki,“ Sagði Ásgeir. Tónlistarhátíðinni Innipúkanum, sem átti að fara fram um helgina, hefur verið aflýst. „Við vorum búin að selja 80% af miðunum sem er gott þannig það gekk ótrúlega vel að skipuleggja innipúkann og mikil stemning alveg þangað til klukkan ellefu í morgun,“ sagði Ásgeir. Þeir sem áttu miða á hátíðina geta farið fram á endurgreiðslu. „Eða óski þeir þess ekki þá rennur öll sú innkoma beint til þeirra listamanna sem áttu að koma fram,“ sagði Ásgeir. Innipúkinn fer ekki fram í ár.Mynd/Brynjar Snær Kom ekki til greina að takmarka tónleikana við hundrað manns og skylda fólk til að bera grímur? „Nei það myndi ekki borga sig. Þá hefðum við skipuleggjendur þurft að borga þann brúsa. Auk þess beindi Víðir því til okkar skipuleggjenda að vera ekki í því að hólfa svæðið niður eða slíkt. Þannig að okkar ábyrgð er að aflýsa strax og vera ekkert í neinum leikjum um hópamyndun,“ sagði Ásgeir. Hann hvetur fólk til að styðja við bakið á listamönnum á tímum sem þessum. „Ég hvet mína þjóð til að kaupa íslenska tónlist, lesa íslensk ritverk. Kaupa íslenska myndlist og grafík. Það er kominn tími til að við styðjum almennilega við okkar fólk.“ „Þessir listamenn eru það dýrmætasta sem við eigum og það er enginn sérstakur tilgangur í því að lækna og mennta „kúltúrlausa“ þjóð,“ sagði Ásgeir
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira