Ágúst: Uppbótartíminn var búinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júlí 2020 22:05 Ágúst lét í sér heyra eftir að Breiðablik komst í 1-0. vísir/vilhelm „Við erum dottnir út úr bikarnum. Það er ekkert öðruvísi. Núna getum við einbeitt okkur að deildinni. Það er það fyrsta sem kemur í hugann,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, eftir 3-0 tap fyrir Breiðabliki í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. Seltirningar byrjuðu leikinn af miklum krafti og fengu afbragðs færi til að ná forystunni sem ekki nýttust. „Þú vinnur ekki lið eins og Breiðablik þegar þú nýtir ekki færin. Svo fengum við mark á okkur þegar uppbótartíminn var liðinn en dómarinn lét leikinn halda áfram og þeir skoruðu,“ sagði Ágúst sem var afar ósáttur eftir markið sem Kwame Quee skoraði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. „Við vorum með tímann á hreinu, held ég. Það var aukaspyrna úti á velli og þá var tíminn búinn en dómarinn lét leikinn halda áfram. Boltinn fór út úr teignum og þeir skoruðu mark.“ Ágúst var sáttur með sína stráka lengst af leiknum í kvöld en viðurkenndi að róðurinn hefði verið þungur eftir að Breiðablik komst í 2-0. „Ég var ánægður með leikmennina fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik, að vera ekki að stressa sig. Við héldum bara sjó og okkur við leikáætlunina,“ sagði Ágúst. „Svo þurftum við að sækja og þá voru Blikarnir frábærir, bættu við mörkum og kláruðu leikinn.“ Eftir tíðindi dagsins er ljóst að það eru a.m.k. um tvær vikur í næsta leik Gróttu. „Við erum ekkert farnir að hugsa svo langt,“ sagði Ágúst aðspurður hvernig næstu dögum yrði háttað. „Þetta er bara nýskeð og við þurfum bara að rýna í það. Við hittumst í hádeginu á morgun og förum yfir þessi mál.“ Mjólkurbikarinn Grótta Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Grótta 3-0 | Sömu úrslit og síðast Eins og í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla vann Breiðablik 3-0 sigur á Gróttu þegar liðin mættust í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. 30. júlí 2020 21:40 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
„Við erum dottnir út úr bikarnum. Það er ekkert öðruvísi. Núna getum við einbeitt okkur að deildinni. Það er það fyrsta sem kemur í hugann,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, eftir 3-0 tap fyrir Breiðabliki í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. Seltirningar byrjuðu leikinn af miklum krafti og fengu afbragðs færi til að ná forystunni sem ekki nýttust. „Þú vinnur ekki lið eins og Breiðablik þegar þú nýtir ekki færin. Svo fengum við mark á okkur þegar uppbótartíminn var liðinn en dómarinn lét leikinn halda áfram og þeir skoruðu,“ sagði Ágúst sem var afar ósáttur eftir markið sem Kwame Quee skoraði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. „Við vorum með tímann á hreinu, held ég. Það var aukaspyrna úti á velli og þá var tíminn búinn en dómarinn lét leikinn halda áfram. Boltinn fór út úr teignum og þeir skoruðu mark.“ Ágúst var sáttur með sína stráka lengst af leiknum í kvöld en viðurkenndi að róðurinn hefði verið þungur eftir að Breiðablik komst í 2-0. „Ég var ánægður með leikmennina fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik, að vera ekki að stressa sig. Við héldum bara sjó og okkur við leikáætlunina,“ sagði Ágúst. „Svo þurftum við að sækja og þá voru Blikarnir frábærir, bættu við mörkum og kláruðu leikinn.“ Eftir tíðindi dagsins er ljóst að það eru a.m.k. um tvær vikur í næsta leik Gróttu. „Við erum ekkert farnir að hugsa svo langt,“ sagði Ágúst aðspurður hvernig næstu dögum yrði háttað. „Þetta er bara nýskeð og við þurfum bara að rýna í það. Við hittumst í hádeginu á morgun og förum yfir þessi mál.“
Mjólkurbikarinn Grótta Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Grótta 3-0 | Sömu úrslit og síðast Eins og í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla vann Breiðablik 3-0 sigur á Gróttu þegar liðin mættust í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. 30. júlí 2020 21:40 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - Grótta 3-0 | Sömu úrslit og síðast Eins og í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla vann Breiðablik 3-0 sigur á Gróttu þegar liðin mættust í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. 30. júlí 2020 21:40