Meirihluti nýskráðra Honda bíla eru Hybrid Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 31. júlí 2020 07:00 Honda CRV er til í Hybrid útgáfu. Meirihluti nýskráðra Honda bíla á árinu eru Hybrid, það er knúnir fyrir bæði rafmagni og bensíni. Honda CRV er söluhæsta gerðin það sem af er ári, en CRV hefur verið einn mest seldi jeppi heims mörg undanfarin ár og var meðal annars valinn jeppi ársins í Bandaríkjunum í fyrra. Honda CRV var meðal annars jeppi ársins hjá bílatímaritinu WhatCar? sem og valinn græni jeppi ársins hjá Green Car Journal. Nú hafa bæst við tveir nýir Hybrid bílar hjá Honda, annars vegar Honda Jazz og hins vegar Honda Jazz Crosstar sem er snaggaralegur smájepplingur frá japanska bílaframleiðandanum segir í fréttatilkynningu frá Öskju. Á næstunni verður svo kynntur til sögunnar nýr Honda e sem er bíll sem margir hafa beðið spenntir eftir. Honda e er hreinn rafbíll sem kemst allt að 220 kílómetra á fullhlaðinni rafhlöðu. Um er að ræða nettan og nútímalegan borgarbíl sem er mjög tæknivæddur og snjall bíll. Honda e hefur vakið athygli fyrir framúrstefnulega hönnun en hann hefur meðal annars fengið Red Dot hönnunarverðlaunin sem eru með þeim eftirsóttustu í bílaheiminum. Bílaumboðið Askja tók við Honda umboðinu í lok árs 2019 en Honda bílar hafa um árabil verið afar vinsælir á Íslandi. Honda er sjöundi stærsti bílaframleiðandi heims og framleiðir yfir 5 milljón bíla á ári. Fyrirtækið er annar stærsti bílaframleiðandi Japans. Honda hefur markað sér afgerandi stefnu í rafvæðingu og á næstu 36 mánuðum mun Honda kynna sex nýja umhverfisvæna bíla á markað í Evrópu. Þar af verða tveir rafbílar og fjórir Hybrid bílar. Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent
Meirihluti nýskráðra Honda bíla á árinu eru Hybrid, það er knúnir fyrir bæði rafmagni og bensíni. Honda CRV er söluhæsta gerðin það sem af er ári, en CRV hefur verið einn mest seldi jeppi heims mörg undanfarin ár og var meðal annars valinn jeppi ársins í Bandaríkjunum í fyrra. Honda CRV var meðal annars jeppi ársins hjá bílatímaritinu WhatCar? sem og valinn græni jeppi ársins hjá Green Car Journal. Nú hafa bæst við tveir nýir Hybrid bílar hjá Honda, annars vegar Honda Jazz og hins vegar Honda Jazz Crosstar sem er snaggaralegur smájepplingur frá japanska bílaframleiðandanum segir í fréttatilkynningu frá Öskju. Á næstunni verður svo kynntur til sögunnar nýr Honda e sem er bíll sem margir hafa beðið spenntir eftir. Honda e er hreinn rafbíll sem kemst allt að 220 kílómetra á fullhlaðinni rafhlöðu. Um er að ræða nettan og nútímalegan borgarbíl sem er mjög tæknivæddur og snjall bíll. Honda e hefur vakið athygli fyrir framúrstefnulega hönnun en hann hefur meðal annars fengið Red Dot hönnunarverðlaunin sem eru með þeim eftirsóttustu í bílaheiminum. Bílaumboðið Askja tók við Honda umboðinu í lok árs 2019 en Honda bílar hafa um árabil verið afar vinsælir á Íslandi. Honda er sjöundi stærsti bílaframleiðandi heims og framleiðir yfir 5 milljón bíla á ári. Fyrirtækið er annar stærsti bílaframleiðandi Japans. Honda hefur markað sér afgerandi stefnu í rafvæðingu og á næstu 36 mánuðum mun Honda kynna sex nýja umhverfisvæna bíla á markað í Evrópu. Þar af verða tveir rafbílar og fjórir Hybrid bílar.
Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent