Tjaldsvæðin á Akureyri full í nótt, mannlaus brenna í Eyjum Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2020 07:54 Akureyri er alla jafna vinsæll áfangastaður um verslunarmannahelgi en nýjar sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins setja strik í reikninginn í ár. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Töluvert er af ferðafólki á Akureyri og voru tjaldsvæðin þar full að því marki sem nýjar og hertar sóttvarnareglur leyfa í nótt, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Engin teljandi vandræði voru í nótt en tveir voru þó kærðir fyrir ölvunarakstur. Akureyri hefur verið einn vinsælasti áfangastaður skemmtanaþyrstra landsmanna um verslunarmannahelgi. Þeirri litlu dagskrá sem hafði verið skipulögð fyrir helgina var aflýst eftir að stjórnvöld hertu sóttvarnareglur og komu á hundrað manna hámarki fyrir samkomu og gerðu tveggja metra fjarlægðarreglu að skyldu í gær. Árni Páll Jóhannsson, lögreglumaður á Akureyri, segir við Vísi að margt sé um manninn í bænum og tjaldsvæðin séu full miðað við þær takmarkanir sem nú gilda. Hann veit til þess að tjaldsvæðin hafi þurft að vísa fólki frá af þeim sökum í gær. „Auðvitað er fólk missátt við að komast ekki að en fólk virðir þetta og sýnir því skilning,“ segir hann. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að sérstakur viðbúnaður yrði hjá lögreglu um allt land vegna mögulegrar hópamyndunar þó að ekkert væri um formleg hátíðarhöld. Í Vestmannaeyjum er engin þjóðhátíð í ár. Þar var engu að síður haldin brenna klukkan 22:00 í gærkvöldi og var fólkið beðið um að njóta hennar úr fjarska. Lokað var fyrir umferð akandi og gangandi í Herjólfsdal frá klukkan 21:00 og var gæsla við golfvöllinn til að tryggja að fólk færi ekki yfir hann, að sögn Eyjafrétta. Staðarblaðið segir einnig að töluvert hafi verið um afbókanir í Herjólf í gær. Um 500 farþegar voru þá bókaðir til Eyja. Lögreglumál Akureyri Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Aukinn viðbúnaður hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina Aukinn viðbúnaður er hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina vegna samkomu takmarkana. Erfitt gæti reynst að elta góða veðrið á ferðalagi um helgina og ferðalangar hvattir til að kynna sér veðurspár áður en lagt er af stað. 31. júlí 2020 23:00 Tjaldsvæðin búa sig undir að vísa fólki frá Hert samkomubann sem tekur gildi á morgun hefur mikil áhrif starfsemi tjaldsvæða sem bjuggu sig undir eina stærstu ferðahelgi ársins um helgina. Forsvarsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri ræður fólki sem ætlaði sér að tjalda þar frá því að leggja í hann. 30. júlí 2020 16:12 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Töluvert er af ferðafólki á Akureyri og voru tjaldsvæðin þar full að því marki sem nýjar og hertar sóttvarnareglur leyfa í nótt, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Engin teljandi vandræði voru í nótt en tveir voru þó kærðir fyrir ölvunarakstur. Akureyri hefur verið einn vinsælasti áfangastaður skemmtanaþyrstra landsmanna um verslunarmannahelgi. Þeirri litlu dagskrá sem hafði verið skipulögð fyrir helgina var aflýst eftir að stjórnvöld hertu sóttvarnareglur og komu á hundrað manna hámarki fyrir samkomu og gerðu tveggja metra fjarlægðarreglu að skyldu í gær. Árni Páll Jóhannsson, lögreglumaður á Akureyri, segir við Vísi að margt sé um manninn í bænum og tjaldsvæðin séu full miðað við þær takmarkanir sem nú gilda. Hann veit til þess að tjaldsvæðin hafi þurft að vísa fólki frá af þeim sökum í gær. „Auðvitað er fólk missátt við að komast ekki að en fólk virðir þetta og sýnir því skilning,“ segir hann. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að sérstakur viðbúnaður yrði hjá lögreglu um allt land vegna mögulegrar hópamyndunar þó að ekkert væri um formleg hátíðarhöld. Í Vestmannaeyjum er engin þjóðhátíð í ár. Þar var engu að síður haldin brenna klukkan 22:00 í gærkvöldi og var fólkið beðið um að njóta hennar úr fjarska. Lokað var fyrir umferð akandi og gangandi í Herjólfsdal frá klukkan 21:00 og var gæsla við golfvöllinn til að tryggja að fólk færi ekki yfir hann, að sögn Eyjafrétta. Staðarblaðið segir einnig að töluvert hafi verið um afbókanir í Herjólf í gær. Um 500 farþegar voru þá bókaðir til Eyja.
Lögreglumál Akureyri Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Aukinn viðbúnaður hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina Aukinn viðbúnaður er hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina vegna samkomu takmarkana. Erfitt gæti reynst að elta góða veðrið á ferðalagi um helgina og ferðalangar hvattir til að kynna sér veðurspár áður en lagt er af stað. 31. júlí 2020 23:00 Tjaldsvæðin búa sig undir að vísa fólki frá Hert samkomubann sem tekur gildi á morgun hefur mikil áhrif starfsemi tjaldsvæða sem bjuggu sig undir eina stærstu ferðahelgi ársins um helgina. Forsvarsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri ræður fólki sem ætlaði sér að tjalda þar frá því að leggja í hann. 30. júlí 2020 16:12 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Aukinn viðbúnaður hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina Aukinn viðbúnaður er hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina vegna samkomu takmarkana. Erfitt gæti reynst að elta góða veðrið á ferðalagi um helgina og ferðalangar hvattir til að kynna sér veðurspár áður en lagt er af stað. 31. júlí 2020 23:00
Tjaldsvæðin búa sig undir að vísa fólki frá Hert samkomubann sem tekur gildi á morgun hefur mikil áhrif starfsemi tjaldsvæða sem bjuggu sig undir eina stærstu ferðahelgi ársins um helgina. Forsvarsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri ræður fólki sem ætlaði sér að tjalda þar frá því að leggja í hann. 30. júlí 2020 16:12