Stefnir í góðan ágúst í Jöklu Karl Lúðvíksson skrifar 5. ágúst 2020 07:16 Hólaflúð í Jökuldal gefur góða mynd af því fallega veiðisvæði sem hefur opnast eftir að laxastigi var opnaður við haftið í Steinboga. Mynd/strengir.is Veiðin í Jöklu hefur verið góð í sumar og framundan er sá mánuður sem er bestur í ánni og útlitið fyrir veiðimenn er gott. Það lítur ekki út fyrir að Jökla fari á yfirfall í bráð sem eru góðar fréttir en undanfarin ár hefur það oft verið að gerast í byerjun ágúst sem hefur bitnað illa á veiðinni í ánni. Þegar Jökla fer á yfirfall er engu að síður hægt að veiða í hliðaránum og getur veiðin í þeim verið mjög fín. Það er þó engu saman að líkja við að veiða Jöklu sjálfa. Jökla er Jökulá og með nokkuð sterkan laxastofn. Eftir að sprengt var í gegnum haftið við veiðistaðinn Steinboga kemst laxinn ofar í ánna og þar eru ansi fallegir veiðistaðir eins og einn sem hefur verið kallaður einn sá fallegasti á landinu, Hólaflúð. Ekki bara fallegur en klárlega sá gjöfulasti í ánni. Þar fyrir ofan eru kílómetrar af misvel könnuðum veiðistöðum og sífellt er verið að finna nýja veiðistaði. Veiðin í sumar hefur verið góð og er Jökla að detta í 400 laxa en á mikið inni. Það er töluvert af laxi í ánni og þar sem það lítur ekki út fyrir að hún sé að fara á yfirfall má reikna með frábærum ágúst í ánni enda eru góðar göngur í hana þessa dagana og hlutfall stórlaxa er gott. Stangveiði Mest lesið Ytri Rangá að ná 5.000 löxum Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Hvað sem þú gerir ekki gleyma flugnaneti Veiði 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Urriðinn ennþá í tökustuði á Þingvöllum Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði
Veiðin í Jöklu hefur verið góð í sumar og framundan er sá mánuður sem er bestur í ánni og útlitið fyrir veiðimenn er gott. Það lítur ekki út fyrir að Jökla fari á yfirfall í bráð sem eru góðar fréttir en undanfarin ár hefur það oft verið að gerast í byerjun ágúst sem hefur bitnað illa á veiðinni í ánni. Þegar Jökla fer á yfirfall er engu að síður hægt að veiða í hliðaránum og getur veiðin í þeim verið mjög fín. Það er þó engu saman að líkja við að veiða Jöklu sjálfa. Jökla er Jökulá og með nokkuð sterkan laxastofn. Eftir að sprengt var í gegnum haftið við veiðistaðinn Steinboga kemst laxinn ofar í ánna og þar eru ansi fallegir veiðistaðir eins og einn sem hefur verið kallaður einn sá fallegasti á landinu, Hólaflúð. Ekki bara fallegur en klárlega sá gjöfulasti í ánni. Þar fyrir ofan eru kílómetrar af misvel könnuðum veiðistöðum og sífellt er verið að finna nýja veiðistaði. Veiðin í sumar hefur verið góð og er Jökla að detta í 400 laxa en á mikið inni. Það er töluvert af laxi í ánni og þar sem það lítur ekki út fyrir að hún sé að fara á yfirfall má reikna með frábærum ágúst í ánni enda eru góðar göngur í hana þessa dagana og hlutfall stórlaxa er gott.
Stangveiði Mest lesið Ytri Rangá að ná 5.000 löxum Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Hvað sem þú gerir ekki gleyma flugnaneti Veiði 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Urriðinn ennþá í tökustuði á Þingvöllum Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði