Núna má rífast um hvort virkja eigi á þessum stað Kristján Már Unnarsson skrifar 11. ágúst 2020 21:57 Frá svæðinu í Skjálfandafljóti þar sem Einbúavirkjun er áformuð. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Áform um litla virkjun í Skjálfandafljóti, án stíflu og miðlunarlóns, um sex kílómetra ofan við Goðafoss, virðast efni í enn eina virkjanadeiluna. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa sveitarinnar og Skipulagsstofnun segir virkjunina raska eldhrauni Bárðardals, sem njóti sérstakrar verndar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Skjálfandafljót er eitt af stórfljótum Norðurlands og þekktast fyrir Goðafoss en það er við jörðina Einbúa sem landeigandinn Hilmar Ágústsson hefur kynnt áform um 9,8 megavatta rennslisvirkjun. Þar á 2,5 kílómetra kafla eru mikill straumur og flúðir í fljótinu og þar fæst 24 metra fallhæð sem hugmyndin er að virkja. Einbúavirkjun yrði í Bárðardal um sex kílómetra sunnan við GoðafossGrafík/Hafsteinn Þórðarson. Það verður þó hvorki með stíflu né miðlunarlóni. Þess í stað verður steyptur þröskuldur ofan í árbotninn, svokallað flóðvirki, sem beinir hluta árinnar inn í aðrennslisskurð og síðan í niðurgrafið stöðvarhús. Þarna verður því engu landi sökkt og engum fossi fórnað og áfram tryggt lágmarksrennsli á þessum kafla árinnar. Í áliti Skipulagsstofnunar á umhverfismati Einbúavirkjunar er bent á að með aðrennslisskurði verði hrauni Bárðardals raskað. Sem eldhraun njóti það sérstakrar verndar sem forðast beri að raska nema vegna brýnna hagsmuna. Þegar við inntum systurnar í Svartárkoti, þær Sigurlínu og Guðrúnu Tryggvadætur, um afstöðu Bárðdælinga, sögðu þær að skiptar skoðanir væru í sveitinni um þessa og aðrar virkjanir, sem rætt hefði verið um á vatnasviði Skjálfandafljóts. Sigurlína Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Mér finnst alveg líklegt að meiri sátt yrði um hana en margar,“ svarar Sigurlína um Einbúavirkjun. „Það vantar þriggja fasa rafmagn í stærsta hluta sveitarinnar og það er náttúrlega eitthvað sem þyrfti að vera líka ljóst; er það eitthvað sem kæmi með svona virkjun eða ekki,“ segir Guðrún. „Það eru margir sem vilja virkjanir út af vegamálum, vilja fá veg, og þá er svo gott að fá virkjun,“ segir Sigurlína. „Þýðir það samt bættar vegasamgöngur ef einhversstaðar verði virkjað? Það er enginn að fara að skella malbiki á Bárðardal, svona bara af því bara,“ segir Guðrún. Guðrún Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Mér finnst þetta nú með betri virkjanakostum, ef það á annað borð að virkja. En ég svo sem hef alltaf haft þá skoðun að ég vil hafa fljótið óvirkjað. Bara halda einhverjum ám á Íslandi óvirkjuðum,“ segir Sigurlína. „Það skiptir líka máli með svona virkjanir: Er hægt að nýta raforkuna í einhverja atvinnuuppbyggingu á svæðinu eða ekki? Það skiptir líka máli,“ segir Guðrún. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þingeyjarsveit Vatnsaflsvirkjanir Umhverfismál Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Friðlýsing Goðafoss undirrituð Friðlýsing Goðafoss, eins vatnsmesta foss landsins, var undirrituð við fossinn sjálfan í dag. Fossinn sem er að finna í Skjálfandafljóti er einn af vinsælustu ferðamannastöðum norðurlands. 11. júní 2020 16:52 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Áform um litla virkjun í Skjálfandafljóti, án stíflu og miðlunarlóns, um sex kílómetra ofan við Goðafoss, virðast efni í enn eina virkjanadeiluna. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa sveitarinnar og Skipulagsstofnun segir virkjunina raska eldhrauni Bárðardals, sem njóti sérstakrar verndar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Skjálfandafljót er eitt af stórfljótum Norðurlands og þekktast fyrir Goðafoss en það er við jörðina Einbúa sem landeigandinn Hilmar Ágústsson hefur kynnt áform um 9,8 megavatta rennslisvirkjun. Þar á 2,5 kílómetra kafla eru mikill straumur og flúðir í fljótinu og þar fæst 24 metra fallhæð sem hugmyndin er að virkja. Einbúavirkjun yrði í Bárðardal um sex kílómetra sunnan við GoðafossGrafík/Hafsteinn Þórðarson. Það verður þó hvorki með stíflu né miðlunarlóni. Þess í stað verður steyptur þröskuldur ofan í árbotninn, svokallað flóðvirki, sem beinir hluta árinnar inn í aðrennslisskurð og síðan í niðurgrafið stöðvarhús. Þarna verður því engu landi sökkt og engum fossi fórnað og áfram tryggt lágmarksrennsli á þessum kafla árinnar. Í áliti Skipulagsstofnunar á umhverfismati Einbúavirkjunar er bent á að með aðrennslisskurði verði hrauni Bárðardals raskað. Sem eldhraun njóti það sérstakrar verndar sem forðast beri að raska nema vegna brýnna hagsmuna. Þegar við inntum systurnar í Svartárkoti, þær Sigurlínu og Guðrúnu Tryggvadætur, um afstöðu Bárðdælinga, sögðu þær að skiptar skoðanir væru í sveitinni um þessa og aðrar virkjanir, sem rætt hefði verið um á vatnasviði Skjálfandafljóts. Sigurlína Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Mér finnst alveg líklegt að meiri sátt yrði um hana en margar,“ svarar Sigurlína um Einbúavirkjun. „Það vantar þriggja fasa rafmagn í stærsta hluta sveitarinnar og það er náttúrlega eitthvað sem þyrfti að vera líka ljóst; er það eitthvað sem kæmi með svona virkjun eða ekki,“ segir Guðrún. „Það eru margir sem vilja virkjanir út af vegamálum, vilja fá veg, og þá er svo gott að fá virkjun,“ segir Sigurlína. „Þýðir það samt bættar vegasamgöngur ef einhversstaðar verði virkjað? Það er enginn að fara að skella malbiki á Bárðardal, svona bara af því bara,“ segir Guðrún. Guðrún Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Mér finnst þetta nú með betri virkjanakostum, ef það á annað borð að virkja. En ég svo sem hef alltaf haft þá skoðun að ég vil hafa fljótið óvirkjað. Bara halda einhverjum ám á Íslandi óvirkjuðum,“ segir Sigurlína. „Það skiptir líka máli með svona virkjanir: Er hægt að nýta raforkuna í einhverja atvinnuuppbyggingu á svæðinu eða ekki? Það skiptir líka máli,“ segir Guðrún. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Þingeyjarsveit Vatnsaflsvirkjanir Umhverfismál Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Friðlýsing Goðafoss undirrituð Friðlýsing Goðafoss, eins vatnsmesta foss landsins, var undirrituð við fossinn sjálfan í dag. Fossinn sem er að finna í Skjálfandafljóti er einn af vinsælustu ferðamannastöðum norðurlands. 11. júní 2020 16:52 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Friðlýsing Goðafoss undirrituð Friðlýsing Goðafoss, eins vatnsmesta foss landsins, var undirrituð við fossinn sjálfan í dag. Fossinn sem er að finna í Skjálfandafljóti er einn af vinsælustu ferðamannastöðum norðurlands. 11. júní 2020 16:52