Taugrímur geti verið betri en ekki neitt ef aðstæður leyfa ekki annað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. ágúst 2020 11:22 Margir hafa gripið til þess ráðs að nota taugrímur. Getty/Noam Galai Notkun taugríma til að verja sig og aðra fyrir kórónuveirunni kemur ekki í staðinn fyrir aðrar einstaklingsbundnar smitvarnir eins halda tveggja metra fjarlægð, handþvottur, almenn smitgát og forðast margmenni. Skortur er á rannsóknum á gagnsemi taugríma, en þær geta þó verið betri en ekki neitt, leyfi aðstæður ekki annað. Þetta kemur fram á Vísindavefnum þar sem leitast er við að svara spurningunni hvort taugrímur dugi til að verjast Covid-19. „Í stuttu máli vitum við að taugrímur virka ekki eins vel og skurðgrímur eða veirugrímur. Hins vegar geta þær verið betra en ekki neitt ef aðstæður leyfa ekki annað,“ segir á Vísindavefnum. Þar kemur einnig fram að almennt ætti að forðast taugrímur úr teygjanlegu efni, sem getur verið með breytilega síunargetu og þoli illa þvott. Einföld blanda af bómull og silki virðist hafa síunargetu sem er ekki ýkja langt frá skurðgrímum, og gott sé að miða við að taugríman sé minnst þriggja eða fjögurra laga, svo virkni grímunnar sé hámörkuð. Samantekið ættu eftirfarandi atriði að gilda um notkun taugríma að því er fram kemur á vísindavefnum. Aðeins nota þegar ekki er hægt að viðhalda tveggja metra reglunni. Aðeins nota þegar ekki er hægt að nálgast einnota skurðgrímur. Þær þurfa að vera að minnsta kosti þriggja laga, helst með einu lagi úr þéttri bómull (innsta lagið) og tvö lög úr öðru, þéttu efni (til dæmis pólýester). Engin samnýting á grímum - hver á sína grímu. Þvo daglega. Þvo hendur reglulega með sápu og vatni.Taugrímur á aldrei að nota í stað skurðgríma í hááhættuaðstæðum (til dæmis á spítölum eða hjúkrunarheimilum). Nota á réttan hátt, samanber reglurnar hér að neðan Einnig er bent á almennar leiðbeiningar við notkun taugríma, sem gildi einnig um notkun á skurðgrímum. Hendur þurfa að vera hreinar áður en gríma er sett á. Gríman þarf að hylja nef og munn, og liggja þétt að andliti. Ekki má snerta sjálfa grímuna eftir að hún er komin á. Ekki ætti að taka grímuna niður nema næsti einstaklingur sé í minnst tveggja metra fjarlægð. Aðeins á að snerta böndin þegar gríma er tekin niður. Þvo skal hendur eftir að gríman hefur verið tekin niður. Taugrímur þarf að þvo daglega. Nákvæm aðferð fer eftir gerð grímu en í flestum tilfellum er hefðbundinn þvottur í þvottavél ásættanlegur. Við aðstæður þar sem skylt er að nota andlitsgrímur líkt og skilgreint er í auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna Covid-19 er tekið fram að aðeins skal nota grímur sem uppfylla kröfur evrópsku staðlasamtakanna (CEN) og hefur sóttvarnalæknir jafnframt sett nánari leiðbeiningar þar að lútandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Notkun taugríma til að verja sig og aðra fyrir kórónuveirunni kemur ekki í staðinn fyrir aðrar einstaklingsbundnar smitvarnir eins halda tveggja metra fjarlægð, handþvottur, almenn smitgát og forðast margmenni. Skortur er á rannsóknum á gagnsemi taugríma, en þær geta þó verið betri en ekki neitt, leyfi aðstæður ekki annað. Þetta kemur fram á Vísindavefnum þar sem leitast er við að svara spurningunni hvort taugrímur dugi til að verjast Covid-19. „Í stuttu máli vitum við að taugrímur virka ekki eins vel og skurðgrímur eða veirugrímur. Hins vegar geta þær verið betra en ekki neitt ef aðstæður leyfa ekki annað,“ segir á Vísindavefnum. Þar kemur einnig fram að almennt ætti að forðast taugrímur úr teygjanlegu efni, sem getur verið með breytilega síunargetu og þoli illa þvott. Einföld blanda af bómull og silki virðist hafa síunargetu sem er ekki ýkja langt frá skurðgrímum, og gott sé að miða við að taugríman sé minnst þriggja eða fjögurra laga, svo virkni grímunnar sé hámörkuð. Samantekið ættu eftirfarandi atriði að gilda um notkun taugríma að því er fram kemur á vísindavefnum. Aðeins nota þegar ekki er hægt að viðhalda tveggja metra reglunni. Aðeins nota þegar ekki er hægt að nálgast einnota skurðgrímur. Þær þurfa að vera að minnsta kosti þriggja laga, helst með einu lagi úr þéttri bómull (innsta lagið) og tvö lög úr öðru, þéttu efni (til dæmis pólýester). Engin samnýting á grímum - hver á sína grímu. Þvo daglega. Þvo hendur reglulega með sápu og vatni.Taugrímur á aldrei að nota í stað skurðgríma í hááhættuaðstæðum (til dæmis á spítölum eða hjúkrunarheimilum). Nota á réttan hátt, samanber reglurnar hér að neðan Einnig er bent á almennar leiðbeiningar við notkun taugríma, sem gildi einnig um notkun á skurðgrímum. Hendur þurfa að vera hreinar áður en gríma er sett á. Gríman þarf að hylja nef og munn, og liggja þétt að andliti. Ekki má snerta sjálfa grímuna eftir að hún er komin á. Ekki ætti að taka grímuna niður nema næsti einstaklingur sé í minnst tveggja metra fjarlægð. Aðeins á að snerta böndin þegar gríma er tekin niður. Þvo skal hendur eftir að gríman hefur verið tekin niður. Taugrímur þarf að þvo daglega. Nákvæm aðferð fer eftir gerð grímu en í flestum tilfellum er hefðbundinn þvottur í þvottavél ásættanlegur. Við aðstæður þar sem skylt er að nota andlitsgrímur líkt og skilgreint er í auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna Covid-19 er tekið fram að aðeins skal nota grímur sem uppfylla kröfur evrópsku staðlasamtakanna (CEN) og hefur sóttvarnalæknir jafnframt sett nánari leiðbeiningar þar að lútandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira