Hybrid Ferrari með V6 vél sást á Fiorano Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. ágúst 2020 07:00 Nýr Ferrari sem hugsanlega býr yfir Formúlu 1 tækni. Hybrid tækni eða tvinn-tækni hefur verið hluti af Formúlu 1 síðan 2014. Ferrari er eitt sögufrægasta liðið í Formúlu 1 og nú hefur nýr Ferrari götubíll sést bruna um Fiorano braut Ferrari liðsins. Mögulega er um að ræða ofurbíl sem býr yfir Formúlu 1 tækni. Árið 2014 voru vélarnar í Formúlu 1 færðar meira í þá átt að verða alvöru tvinn vélar, þar sem rafmagnið hefur þónokkuð vægi á móti sprengihreyflinum. Þær urðu sex strokka, 1,6 lítra og með forþjöppu. Nú hefur náðst myndband af götubíl af Ferrari gerð, aka um Fiorano brautina rétt fyrir utan Maranello á Ítalíu sem er heimabær Ferrari. Brautin var smíðuð 1972 sem æfingabraut fyrir Formúlu 1 lið Ferrari. Nú þegar æfingar í Formúlu 1 eru afar takmarkaðar þá er hún meira notuð til að prófa og þróa götubíla Ferrari. Framendi bílsins minnir á F8 Tributo. En að öðru leyti er hann í nokkuð góðum felulitum. Af myndbandinu að dæma virðist bíllinn liggja nokkuð vel í beygjum og komast í gegnum sumar háhraða beygjurnar á fullri inngjöf, sem verður talið benda til þess að um góðan bíl sé að ræða. Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent
Hybrid tækni eða tvinn-tækni hefur verið hluti af Formúlu 1 síðan 2014. Ferrari er eitt sögufrægasta liðið í Formúlu 1 og nú hefur nýr Ferrari götubíll sést bruna um Fiorano braut Ferrari liðsins. Mögulega er um að ræða ofurbíl sem býr yfir Formúlu 1 tækni. Árið 2014 voru vélarnar í Formúlu 1 færðar meira í þá átt að verða alvöru tvinn vélar, þar sem rafmagnið hefur þónokkuð vægi á móti sprengihreyflinum. Þær urðu sex strokka, 1,6 lítra og með forþjöppu. Nú hefur náðst myndband af götubíl af Ferrari gerð, aka um Fiorano brautina rétt fyrir utan Maranello á Ítalíu sem er heimabær Ferrari. Brautin var smíðuð 1972 sem æfingabraut fyrir Formúlu 1 lið Ferrari. Nú þegar æfingar í Formúlu 1 eru afar takmarkaðar þá er hún meira notuð til að prófa og þróa götubíla Ferrari. Framendi bílsins minnir á F8 Tributo. En að öðru leyti er hann í nokkuð góðum felulitum. Af myndbandinu að dæma virðist bíllinn liggja nokkuð vel í beygjum og komast í gegnum sumar háhraða beygjurnar á fullri inngjöf, sem verður talið benda til þess að um góðan bíl sé að ræða.
Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent