Lítið sem ekkert ferðaveður á morgun í suðvestan hríðarbyl Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2020 21:30 Vindaspáin klukkan sex í fyrramálið en lítið sem ekkert ferðaveður verður á stórum hluta landsins fram yfir hádegi á morgun. Það verður lítið sem ekkert ferðaveður á stórum hluta landsins þegar suðvestan hríðarbylur fer yfir á morgun. Appelsínugular og gular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum í nótt og í fyrramálið ef frá eru talin Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir og Suðausturland. Appelsínugular viðvaranir taka gildi klukkan tvö í nótt á Vestfjörðum og Breiðafirði og eru viðvarandi til klukkan 18 annað kvöld. Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að veðrið byrji að versna fljótlega upp úr miðnætti á Vestfjörðum. Hvassast verði á Vestfjörðum og Breiðafirði í nótt og fram eftir morgundeginum. Spáð er 20 til 28 metrum á sekúndu, éljagangi og skafrenningi. Eiríkur segir töluverða ofankomu fylgja lægðinni. „Skyggni er fljótt að spillast í svona miklum vind og svona mikilli ofankomu og þá eins versnar færð mjög hratt,“ segir Eiríkur. Það megi því gera ráð fyrir að fjallvegir við Breiðafjörð og á Vestfjörðum lokist og alls ekki ólíklegt að ófært verði einnig á fjallvegum í þeim landshlutum þar sem gular viðvaranir verða í gildi, það er á Ströndum og Norðurlandi vestra, Faxaflóa og Suðurlandi. Þá verður gul viðvörun einnig í gildi á miðhálendinu. Alls staðar er varað við hríðarveðri. Á höfuðborgarsvæðinu tekur gul viðvörun gildi klukkan þrjú í nótt og stendur til klukkan 17 síðdegis á morgun: Suðvestan 15 til 23 m/s með éljagangi. Búast má við takmörkuðu eða lélegu skyggni í éljum, versnandi akstursskilyrðum og samgöngutruflunum, einkum í efri byggðum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Á Suðurlandi tekur gul viðvörun gildi klukkan sex í fyrramálið og er í gildi til klukkan 17 síðdegis: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 15 til 23 m/s og éljagangi, hvassast við ströndina. Takmarkað eða lélegt skyggni í éljum og versnandi akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum á Hellisheiði. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum. Á Faxaflóa tekur gul viðvörun gildi klukkan þrjú í nótt og stendur til klukkan 16 síðdegis á morgun: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 28 m/s, éljagang og skafrenning. Hvassast og úrkomumest verður á Mýrum og Snæfellsnesi. Takmakað eða lélegt skyggni í éljum og áfram slæm akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð. Á Breiðafirði og Vestfjörðum taka appelsínugular viðvaranir gildi klukkan tvö í nótt og standa til klukkan 18 annað kvöld: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 20 til 28 m/s, éljagangur og skafrenningur. Lélegt skyggni, einkum í éljum, og áfram slæm akstursskilyrði. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar, lokanir á vegum og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum. Gul viðvörun tekur gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan fjögur í nótt og er viðvarandi til klukkan 15 á morgun: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 23 m/s, hvassast á Ströndum. Búast má við éljagangi með skafrenningi. Lélegt skyggni, einkum í éljum, og áfram slæm akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum. Gul viðvörun tekur svo gildi á miðhálendinu klukkan 23 í kvöld og er í gildi til klukkan 16 síðdegis á morgun: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 23 m/s, snjókomu eða él og skafrenning og lélegt skyggni. Slæmt ferðaveður og fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Samgöngur Veður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira
Það verður lítið sem ekkert ferðaveður á stórum hluta landsins þegar suðvestan hríðarbylur fer yfir á morgun. Appelsínugular og gular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum í nótt og í fyrramálið ef frá eru talin Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir og Suðausturland. Appelsínugular viðvaranir taka gildi klukkan tvö í nótt á Vestfjörðum og Breiðafirði og eru viðvarandi til klukkan 18 annað kvöld. Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að veðrið byrji að versna fljótlega upp úr miðnætti á Vestfjörðum. Hvassast verði á Vestfjörðum og Breiðafirði í nótt og fram eftir morgundeginum. Spáð er 20 til 28 metrum á sekúndu, éljagangi og skafrenningi. Eiríkur segir töluverða ofankomu fylgja lægðinni. „Skyggni er fljótt að spillast í svona miklum vind og svona mikilli ofankomu og þá eins versnar færð mjög hratt,“ segir Eiríkur. Það megi því gera ráð fyrir að fjallvegir við Breiðafjörð og á Vestfjörðum lokist og alls ekki ólíklegt að ófært verði einnig á fjallvegum í þeim landshlutum þar sem gular viðvaranir verða í gildi, það er á Ströndum og Norðurlandi vestra, Faxaflóa og Suðurlandi. Þá verður gul viðvörun einnig í gildi á miðhálendinu. Alls staðar er varað við hríðarveðri. Á höfuðborgarsvæðinu tekur gul viðvörun gildi klukkan þrjú í nótt og stendur til klukkan 17 síðdegis á morgun: Suðvestan 15 til 23 m/s með éljagangi. Búast má við takmörkuðu eða lélegu skyggni í éljum, versnandi akstursskilyrðum og samgöngutruflunum, einkum í efri byggðum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Á Suðurlandi tekur gul viðvörun gildi klukkan sex í fyrramálið og er í gildi til klukkan 17 síðdegis: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 15 til 23 m/s og éljagangi, hvassast við ströndina. Takmarkað eða lélegt skyggni í éljum og versnandi akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum á Hellisheiði. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum. Á Faxaflóa tekur gul viðvörun gildi klukkan þrjú í nótt og stendur til klukkan 16 síðdegis á morgun: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 28 m/s, éljagang og skafrenning. Hvassast og úrkomumest verður á Mýrum og Snæfellsnesi. Takmakað eða lélegt skyggni í éljum og áfram slæm akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð. Á Breiðafirði og Vestfjörðum taka appelsínugular viðvaranir gildi klukkan tvö í nótt og standa til klukkan 18 annað kvöld: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 20 til 28 m/s, éljagangur og skafrenningur. Lélegt skyggni, einkum í éljum, og áfram slæm akstursskilyrði. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar, lokanir á vegum og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum. Gul viðvörun tekur gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan fjögur í nótt og er viðvarandi til klukkan 15 á morgun: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 23 m/s, hvassast á Ströndum. Búast má við éljagangi með skafrenningi. Lélegt skyggni, einkum í éljum, og áfram slæm akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum. Gul viðvörun tekur svo gildi á miðhálendinu klukkan 23 í kvöld og er í gildi til klukkan 16 síðdegis á morgun: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 23 m/s, snjókomu eða él og skafrenning og lélegt skyggni. Slæmt ferðaveður og fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.
Samgöngur Veður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira