„Þessi dásamlegi drengur og óskabarn kom í heiminn síðastliðinn fimmtudag á þeirri fallegu dagsetningu 02.01.20. Móðirin átti yndislega þriggja tíma fæðingu með aðstoð ótrúlegrar ljósmóður á fæðingardeild LSH sem gerði þessi upplifun ógleymanlega.“
Þetta er segir fjölmiðlakonan Helga Arnardóttir sem eignaðist drenginn í síðustu viku með leikstjóranum Braga Þór Hinrikssyni.
„Hann var 18 merkur og 56 cm og dafnar vel. Foreldrarnir eru í skýjunum yfir þessum gullmola sem virðist skælbrosandi á myndinni yfir brjóstamjólkinni sem kom loks eftir tveggja daga bið. Þetta lundarfar lýsir honum best.“
