Söluskrá SVFR komin út Karl Lúðvíksson skrifar 6. janúar 2020 08:41 Söluskrá SVFR er komin út og þar kennir margra grasa og veiðimenn geta fundið veiðileyfi þar við allra hæfi. Mestur þungi umsókna hefur verið á ákveðin ársvæði eins og venjulega og það er hart barist um suma dagana. Þau svæði sem eru mikið sótt eru til dæmis Haukadalsá, Laxá í Mývantssveit og Laxárdalurinn en síðast nefnda svæðið nýtur sífellt meiri vinsælda á hverju ári enda hefur veiðin og stærðin á urriðanum þar tekið góðan kipp eftir að veitt og sleppt var innleitt á svæðinu. Að venju er mikið sótt í Langá á Mýrum, Straumfjarðará Leirvogsá kemur ný inn í söluskránna þetta árið en aftur til félagsins sem var með hana í mörg ár. Verðið á leyfunum í ánna hefur lækkað mikið frá því að Lax-Á var með ánna og er því greinilegt að annað hvort var samið um verðlækkun í ánni eða að álagning SVFR er umtalsvert lægri en var hjá Lax-Á. Gljúfurá er alltaf vinsæl enda góð veiði í henni og þar sjá veiðimenn um sig sjálfir en veiði sem býður upp á slíkan kost er alltaf vinsæl. Það er af meiru að taka og þeir sem hafa áhuga á að skoða það sem er í boði hjá félaginu geta skoðað söluskránna hér. Stangveiði Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Lækka um fjórðung í Andakíl Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Af góðum árum, vondum árum og meðaltölum í laxveiði Veiði Fjórar ár komnar yfir 1000 laxa Veiði Mjög gott í Langá Veiði Fengu 34 urriða við Kárastaði Veiði Lifnar loksins yfir vötnum norðan heiða Veiði Laxinn bíður betra vatns Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði
Söluskrá SVFR er komin út og þar kennir margra grasa og veiðimenn geta fundið veiðileyfi þar við allra hæfi. Mestur þungi umsókna hefur verið á ákveðin ársvæði eins og venjulega og það er hart barist um suma dagana. Þau svæði sem eru mikið sótt eru til dæmis Haukadalsá, Laxá í Mývantssveit og Laxárdalurinn en síðast nefnda svæðið nýtur sífellt meiri vinsælda á hverju ári enda hefur veiðin og stærðin á urriðanum þar tekið góðan kipp eftir að veitt og sleppt var innleitt á svæðinu. Að venju er mikið sótt í Langá á Mýrum, Straumfjarðará Leirvogsá kemur ný inn í söluskránna þetta árið en aftur til félagsins sem var með hana í mörg ár. Verðið á leyfunum í ánna hefur lækkað mikið frá því að Lax-Á var með ánna og er því greinilegt að annað hvort var samið um verðlækkun í ánni eða að álagning SVFR er umtalsvert lægri en var hjá Lax-Á. Gljúfurá er alltaf vinsæl enda góð veiði í henni og þar sjá veiðimenn um sig sjálfir en veiði sem býður upp á slíkan kost er alltaf vinsæl. Það er af meiru að taka og þeir sem hafa áhuga á að skoða það sem er í boði hjá félaginu geta skoðað söluskránna hér.
Stangveiði Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Lækka um fjórðung í Andakíl Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Af góðum árum, vondum árum og meðaltölum í laxveiði Veiði Fjórar ár komnar yfir 1000 laxa Veiði Mjög gott í Langá Veiði Fengu 34 urriða við Kárastaði Veiði Lifnar loksins yfir vötnum norðan heiða Veiði Laxinn bíður betra vatns Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði