Milljón einstaklingar nýttu sér barnaníðsefni síðunnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 3. janúar 2020 23:30 Milljón manns nýttu sér barnaníðsefni á einni vefsíðu á huldunetinu. Norskur rannsóknarblaðamaður sem hafði upp á stjórnanda síðunnar segir að þetta sé aðeins lítill hluti þeirra sem sækja slíkt efni. Hann telur að mörg slík mál komi upp á næstu árum. Fyrir tveimur árum tókst norska rannsóknarblaðamanninum Håkon F. Høydal og Einar Stangvik sérfræðingi í upplýsingatækni að koma upp um eitt stærsta barnaníðingsmál á huldunetinu sem upp hefur komið en um var að ræða vefsíðu með gríðarlega marga notendur. „Þeir sögðust hafa stjórn á meira en einni milljón notenda. Og þetta er bara á einum hluta Netsins. Svo ég held að það sé óhætt að segja að það séu að minnsta kosti milljónir manna, níðinga, á Netinu,“ segir Håkon Høydal, rannsóknarblaðamaður hjá Verdens Gang í Noregi. Håkon F. Høydal kom upp um eitt stærsta barnaníðingsmál á netinu. Skoðaði aldrei myndirnar Þeir félagar höfðu upp á stjórnanda síðunnar sem kallaði sig Warhead. Lögreglan var á sama tíma að rannsaka málið og var hann handtekinn í kjölfarið og fékk 35 ára dóm. Håkon segir að málið hafi teygt anga sína víða. „Með þessum upplýsingum tókst okkur að bera kennsl á marga þessara manna, þar á meðal skólastjóra í skóla í Noregi.“ Hér á landi eru vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Håkon skoðaði aldrei myndir af börnunum á síðunni en sá marga notendur. „Ég veit að það eru einhverjir notendur með notendanöfn sem hljóma kannski íslenskulega.“ Skjáskot/Stöð2 Hann telur að fleiri slík máli muni koma upp. „Við höfum séð fjölgun níðinga sem nota Netið en við sjáum líka að lögreglan er að vinna upp forskotið og ná meiri færni í rannsókn svona mála.“ Håkon hefur ásamt CBS framleitt hlaðvarp sem nefnist Hunting Warhead þar sem fjallað er um málið. Hann vill halda áfram að rannsaka slík mál. „Þegar þessi þekking er komin þarf að nota hana til góðs.“ Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Fleiri fréttir „Reyndum að láta hana bíta okkur“ Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Sjá meira
Milljón manns nýttu sér barnaníðsefni á einni vefsíðu á huldunetinu. Norskur rannsóknarblaðamaður sem hafði upp á stjórnanda síðunnar segir að þetta sé aðeins lítill hluti þeirra sem sækja slíkt efni. Hann telur að mörg slík mál komi upp á næstu árum. Fyrir tveimur árum tókst norska rannsóknarblaðamanninum Håkon F. Høydal og Einar Stangvik sérfræðingi í upplýsingatækni að koma upp um eitt stærsta barnaníðingsmál á huldunetinu sem upp hefur komið en um var að ræða vefsíðu með gríðarlega marga notendur. „Þeir sögðust hafa stjórn á meira en einni milljón notenda. Og þetta er bara á einum hluta Netsins. Svo ég held að það sé óhætt að segja að það séu að minnsta kosti milljónir manna, níðinga, á Netinu,“ segir Håkon Høydal, rannsóknarblaðamaður hjá Verdens Gang í Noregi. Håkon F. Høydal kom upp um eitt stærsta barnaníðingsmál á netinu. Skoðaði aldrei myndirnar Þeir félagar höfðu upp á stjórnanda síðunnar sem kallaði sig Warhead. Lögreglan var á sama tíma að rannsaka málið og var hann handtekinn í kjölfarið og fékk 35 ára dóm. Håkon segir að málið hafi teygt anga sína víða. „Með þessum upplýsingum tókst okkur að bera kennsl á marga þessara manna, þar á meðal skólastjóra í skóla í Noregi.“ Hér á landi eru vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Håkon skoðaði aldrei myndir af börnunum á síðunni en sá marga notendur. „Ég veit að það eru einhverjir notendur með notendanöfn sem hljóma kannski íslenskulega.“ Skjáskot/Stöð2 Hann telur að fleiri slík máli muni koma upp. „Við höfum séð fjölgun níðinga sem nota Netið en við sjáum líka að lögreglan er að vinna upp forskotið og ná meiri færni í rannsókn svona mála.“ Håkon hefur ásamt CBS framleitt hlaðvarp sem nefnist Hunting Warhead þar sem fjallað er um málið. Hann vill halda áfram að rannsaka slík mál. „Þegar þessi þekking er komin þarf að nota hana til góðs.“
Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Fleiri fréttir „Reyndum að láta hana bíta okkur“ Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Sjá meira