Snjór yfir öllu á höfuðborgarsvæðinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. janúar 2020 06:22 Ökumenn og aðrir vegfarendur á höfuðborgarsvæðinu ættu að gefa sér nægan tíma í umferðinni nú í morgunsárið. vísir/vilhelm Það hefur kyngt niður snjó á höfuðborgarsvæðinu síðan í gærkvöldi er nú snjór yfir öllu. Ökumenn og aðrir vegfarendur ættu því að huga að því að gefa sér nægan tíma til þess að komast á milli staða nú í morgunsárið því þótt snjómokstur sé byrjaður er viðbúið að það taki lengri tíma en ella að komast leiðar sinnar eins og gjarnan þegar færðin er þung. Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að það hafi verið þéttur éljagangur á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi og í alla nótt. Aðspurður um snjódýptina segir Teitur að hún sé mæld klukkan níu á túninu austan við Veðurstofuhúsið. Þær tölur liggja því ekki fyrir. Nú séu élin hins vegar farin að þynnast upp, það haldi áfram og verður bjart og fallegt veður síðdegis í borginni. Þá veður mjög kalt og gæti orðið meira en 10 stiga frost undir kvöld í efstu byggðum. „Í dag er landið svolítið tvískipt, á Suður- og Vesturlandi er kalt og bjart en hríðarveður á Norður- og Austurlandi. Þá er kalt á öllu landinu, það var mjög kalt loft sem flæddi yfir landið í gær,“ segir Teitur. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturland. Á Norðurlandi og Suðausturlandi tekur viðvörunin gildi klukkan 11 og stendur til klukkan 16, á Austurlandi að Glettingi tekur hún gildi klukkan 9 og er í gildi til 13 og á Austfjörðum tekur viðvörunin gildi líka klukkan 9 en er til 16. Það verða síðan umhleypingar strax á morgun að sögn Teits svo snjórinn á höfuðborgarsvæðinu stoppar stutt við. „Þetta umbreytist alveg á morgun. Þá kemur heiðarlegur suðaustan stormur og það hlýnar. Þessum stormi fylgir úrkoma sem byrjar sem snjókoma en svo þegar það hlýnar þá breytist hún í rigningu,“ segir Teitur. #Veður: Snjókomubakki kemur úr norðri og um leið hvessir af NV, fyrst með norðausturströndinni. Í Eyjafirði, Skagafirði og við Húnaflóa má reikna með ofankomu og blindu á flestum vegum frá því skömmu fyrir hádegi og fram undir kvöld. Skafrenningur verður A-lands. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 3, 2020 Veðurhorfur á landinu: Gengur í norðvestan 13-20 m/s í dag með snjókomu eða éljum á Norður- og Austurlandi. Hægari vindur og léttir til á Suður- og Vesturlandi. Lægir og styttir upp á öllu landinu í kvöld. Frost 3 til 13 stig. Gengur í suðaustan 18-25 á morgun með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Snýst í suðvestan 10-18 seinnipartinn með skúrum eða slydduéljum sunnan- og vestanlands. Hlýnandi veður, hiti 2 til 7 stig undir kvöld. Á laugardag: Suðaustan 18-25 m/s með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Snýst í suðvestan 10-18 seinnipartinn með skúrum eða slydduéljum, en léttir til norðaustanlands. Hlýnandi veður, hiti 2 til 7 stig undir kvöld. Á sunnudag: Suðvestan 13-20 m/s og skúrir eða él, en þurrt og bjart á Austurlandi. Hiti 0 til 4 stig. Hægari vindur og úrkomuminna seinnipartinn. Á mánudag: Breytileg átt, hvass vindur á köflum. Rigning eða slydda og hiti 1 til 6 stig, en snjókoma og kólnar vestan til á landinu um kvöldið. Nánari upplýsingar um færð á vegum má svo nálgast á vef Vegagerðarinnar. Samgöngur Veður Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Það hefur kyngt niður snjó á höfuðborgarsvæðinu síðan í gærkvöldi er nú snjór yfir öllu. Ökumenn og aðrir vegfarendur ættu því að huga að því að gefa sér nægan tíma til þess að komast á milli staða nú í morgunsárið því þótt snjómokstur sé byrjaður er viðbúið að það taki lengri tíma en ella að komast leiðar sinnar eins og gjarnan þegar færðin er þung. Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að það hafi verið þéttur éljagangur á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi og í alla nótt. Aðspurður um snjódýptina segir Teitur að hún sé mæld klukkan níu á túninu austan við Veðurstofuhúsið. Þær tölur liggja því ekki fyrir. Nú séu élin hins vegar farin að þynnast upp, það haldi áfram og verður bjart og fallegt veður síðdegis í borginni. Þá veður mjög kalt og gæti orðið meira en 10 stiga frost undir kvöld í efstu byggðum. „Í dag er landið svolítið tvískipt, á Suður- og Vesturlandi er kalt og bjart en hríðarveður á Norður- og Austurlandi. Þá er kalt á öllu landinu, það var mjög kalt loft sem flæddi yfir landið í gær,“ segir Teitur. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturland. Á Norðurlandi og Suðausturlandi tekur viðvörunin gildi klukkan 11 og stendur til klukkan 16, á Austurlandi að Glettingi tekur hún gildi klukkan 9 og er í gildi til 13 og á Austfjörðum tekur viðvörunin gildi líka klukkan 9 en er til 16. Það verða síðan umhleypingar strax á morgun að sögn Teits svo snjórinn á höfuðborgarsvæðinu stoppar stutt við. „Þetta umbreytist alveg á morgun. Þá kemur heiðarlegur suðaustan stormur og það hlýnar. Þessum stormi fylgir úrkoma sem byrjar sem snjókoma en svo þegar það hlýnar þá breytist hún í rigningu,“ segir Teitur. #Veður: Snjókomubakki kemur úr norðri og um leið hvessir af NV, fyrst með norðausturströndinni. Í Eyjafirði, Skagafirði og við Húnaflóa má reikna með ofankomu og blindu á flestum vegum frá því skömmu fyrir hádegi og fram undir kvöld. Skafrenningur verður A-lands. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 3, 2020 Veðurhorfur á landinu: Gengur í norðvestan 13-20 m/s í dag með snjókomu eða éljum á Norður- og Austurlandi. Hægari vindur og léttir til á Suður- og Vesturlandi. Lægir og styttir upp á öllu landinu í kvöld. Frost 3 til 13 stig. Gengur í suðaustan 18-25 á morgun með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Snýst í suðvestan 10-18 seinnipartinn með skúrum eða slydduéljum sunnan- og vestanlands. Hlýnandi veður, hiti 2 til 7 stig undir kvöld. Á laugardag: Suðaustan 18-25 m/s með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Snýst í suðvestan 10-18 seinnipartinn með skúrum eða slydduéljum, en léttir til norðaustanlands. Hlýnandi veður, hiti 2 til 7 stig undir kvöld. Á sunnudag: Suðvestan 13-20 m/s og skúrir eða él, en þurrt og bjart á Austurlandi. Hiti 0 til 4 stig. Hægari vindur og úrkomuminna seinnipartinn. Á mánudag: Breytileg átt, hvass vindur á köflum. Rigning eða slydda og hiti 1 til 6 stig, en snjókoma og kólnar vestan til á landinu um kvöldið. Nánari upplýsingar um færð á vegum má svo nálgast á vef Vegagerðarinnar.
Samgöngur Veður Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira