Fortnite er enn arðbærasti leikur heims Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2020 20:05 Frá heimsmeistaramótinu í Fortnite í sumar. EPA/JASON SZENES Þrátt fyrir að tekjur af leiknum Fortnite drógust saman um fjórðung á milli ára voru þær 1,8 milljarða dala í fyrra. Árið 2018 voru tekjurnar 2,4 milljarðar. Þetta kemur fram í greiningu fyrirtækisins SuperData, sem er í eigu Nielsen, um tölvuleikjamarkaðinn í fyrra. Heildartekjur geirans árið 2019 voru 109,4 milljarðar dala, sem er vöxtur um þrjú prósent á milli ára.Af þeim tekjum eru 80 prósent tilkomin vegna svokallaðra „Free-to-play“ leikja, þar sem spilarar kaupa ekki leikina, heldur kaupa vopn, brynjur og annars konar hluti í leikjunum sjálfum. Fortnite er einn þeirra leikja. Í skýrslu fyrirtækisins kemur fram að þrátt fyrir að færri spili Fortnite en League of Legends hefur Epic Games tekist að fá spilara til að eyða meiri peningum en framleiðendum annarra leikja hefur tekist. Það gera starfsmenn fyrirtækisins með stöðugum uppfærslum á leiknum og auknu samstarfi varðandi kynningar kvikmynda og annarra viðburða.Sjá einnig: Star Wars olli usla í FortniteNæst á eftir Fortnite eru leikirnir Dungeon Fighter Online frá Nexon, Honour of Kings frá Tencent, League of Legends og Candy Crush. Sala hefðbundinna tölvuleikja, ef svo má segja, dróst þó saman um fimm prósent á milli ára og var 18,9 milljarðar í fyrra. Sérfræðingar SuperData segja ástæðuna vera skort á útgáfum stórra og gífurlega vinsælla leikja. Mestar tekjur voru af FIFA 19, eða 786 milljónir dala, og í öðru sæti var Call of Duty: Modern Warfare, 645 milljónir. Búist er við því að næsta ár verði besta ár hefðbundinna leikja þar sem von er á nokkrum stórum leikjum eins og Cyberpunk 2077 og The Last of Us Part II. Þá er einnig von á að bæði Sony og Microsoft gefi út nýjar leikjatölvur fyrir næstu jól. Leikjavísir Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Þrátt fyrir að tekjur af leiknum Fortnite drógust saman um fjórðung á milli ára voru þær 1,8 milljarða dala í fyrra. Árið 2018 voru tekjurnar 2,4 milljarðar. Þetta kemur fram í greiningu fyrirtækisins SuperData, sem er í eigu Nielsen, um tölvuleikjamarkaðinn í fyrra. Heildartekjur geirans árið 2019 voru 109,4 milljarðar dala, sem er vöxtur um þrjú prósent á milli ára.Af þeim tekjum eru 80 prósent tilkomin vegna svokallaðra „Free-to-play“ leikja, þar sem spilarar kaupa ekki leikina, heldur kaupa vopn, brynjur og annars konar hluti í leikjunum sjálfum. Fortnite er einn þeirra leikja. Í skýrslu fyrirtækisins kemur fram að þrátt fyrir að færri spili Fortnite en League of Legends hefur Epic Games tekist að fá spilara til að eyða meiri peningum en framleiðendum annarra leikja hefur tekist. Það gera starfsmenn fyrirtækisins með stöðugum uppfærslum á leiknum og auknu samstarfi varðandi kynningar kvikmynda og annarra viðburða.Sjá einnig: Star Wars olli usla í FortniteNæst á eftir Fortnite eru leikirnir Dungeon Fighter Online frá Nexon, Honour of Kings frá Tencent, League of Legends og Candy Crush. Sala hefðbundinna tölvuleikja, ef svo má segja, dróst þó saman um fimm prósent á milli ára og var 18,9 milljarðar í fyrra. Sérfræðingar SuperData segja ástæðuna vera skort á útgáfum stórra og gífurlega vinsælla leikja. Mestar tekjur voru af FIFA 19, eða 786 milljónir dala, og í öðru sæti var Call of Duty: Modern Warfare, 645 milljónir. Búist er við því að næsta ár verði besta ár hefðbundinna leikja þar sem von er á nokkrum stórum leikjum eins og Cyberpunk 2077 og The Last of Us Part II. Þá er einnig von á að bæði Sony og Microsoft gefi út nýjar leikjatölvur fyrir næstu jól.
Leikjavísir Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira