Hvar er best að búa: Dönskukennari hjá rússneskum tölvuleikjarisa á Kýpur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. janúar 2020 18:00 „Mér finnst ég ekki alltaf vera að hlaupa á móti vindi eins og þegar ég var kennari. Það gat stundum verið erfitt að sannfæra nemendur um að það gæti verið gagnlegt að læra dönsku,“ segir Marina Dögg Pledel Jónsdóttir hlæjandi, en hún tók u-beygju á starfsferlinum fyrir nokkrum árum þegar hún fór úr kennslu yfir í tölvuleikjabransann. Dögg er viðmælandi Lóu Pind í þætti kvöldsins af Hvar er best að búa? Dögg er afar sátt við starf sitt sem ráðningarstjóri hjá Wargaming á Kýpur en það getur tekið á taugarnar eins og heyra má í broti úr þættinum sem hér fylgir. Dögg hafði aðallega kennt dönsku í grunnskóla og framhaldsskóla þegar hún ákvað að læra mannauðsstjórnun og árið 2012 ákvað hún að nýta sér hið góða sumarfrí kennara til að láta reyna á þessa nýju gráðu. Hún hafði samband við nokkur fyrirtæki og bauð fram starfskrafta sína. CCP var eina fyrirtækið sem svaraði, þar vann hún á lágmarkslaunum um sumarið og var svo boðið starf um haustið. Nokkrum árum síðar varð röð tilviljana til þess að henni var boðið starf hjá hvítrússneska tölvuleikjafyrirtækinu Wargaming á Kýpur. Fjölskyldunni allri var boðið að koma og skoða aðstæður á Kýpur áður en hún tók ákvörðun. Þar sem þau stóðu við klett ástargyðjunnar Afródítu á Kýpur ákváðu þau að láta slag standa. Dögg flutti svo út í október 2017 og eiginmaður hennar Sveinbjörn Ólafur Ragnarsson og sonur þeirra Sveinbjörn Lucas komu 10 mánuðum síðar í ágúst 2018. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti Dögg, Sveinbjörn og Svenna Lucas ásamt Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni fyrir þáttaröðina „Hvar er best að búa?“ og sjá má afraksturinn í 6. þætti sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Í þessari 8 þátta seríu heimsækir Lóa Pind fólk og fjölskyldur í 9 löndum í fjórum heimsálfum. Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Kýpur Tengdar fréttir „Íslendingar vilja ekki spænsku litina” Lóa Pind skoðar íbúðir með fasteignasala á Spáni - glænýjar íbúðir frá 17,5 milljónum 12. janúar 2020 16:30 Seiðandi og kynþokkafullur með keim af leðri og rósum Andrea Maack segir að öll ilmvötnin sín séu hönnuð út frá tilfinningum. 13. janúar 2020 21:00 Íslendinganýlendan í Orihuela: „Besta ákvörðun sem ég hef tekið að flytja til Spánar“ Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti samfélag Íslendinga í Orihuela ásamt Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni fyrir þáttaröðina "Hvar er best að búa?” og sjá má afraksturinn í þætti kvöldsins. 12. janúar 2020 12:54 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Sjá meira
„Mér finnst ég ekki alltaf vera að hlaupa á móti vindi eins og þegar ég var kennari. Það gat stundum verið erfitt að sannfæra nemendur um að það gæti verið gagnlegt að læra dönsku,“ segir Marina Dögg Pledel Jónsdóttir hlæjandi, en hún tók u-beygju á starfsferlinum fyrir nokkrum árum þegar hún fór úr kennslu yfir í tölvuleikjabransann. Dögg er viðmælandi Lóu Pind í þætti kvöldsins af Hvar er best að búa? Dögg er afar sátt við starf sitt sem ráðningarstjóri hjá Wargaming á Kýpur en það getur tekið á taugarnar eins og heyra má í broti úr þættinum sem hér fylgir. Dögg hafði aðallega kennt dönsku í grunnskóla og framhaldsskóla þegar hún ákvað að læra mannauðsstjórnun og árið 2012 ákvað hún að nýta sér hið góða sumarfrí kennara til að láta reyna á þessa nýju gráðu. Hún hafði samband við nokkur fyrirtæki og bauð fram starfskrafta sína. CCP var eina fyrirtækið sem svaraði, þar vann hún á lágmarkslaunum um sumarið og var svo boðið starf um haustið. Nokkrum árum síðar varð röð tilviljana til þess að henni var boðið starf hjá hvítrússneska tölvuleikjafyrirtækinu Wargaming á Kýpur. Fjölskyldunni allri var boðið að koma og skoða aðstæður á Kýpur áður en hún tók ákvörðun. Þar sem þau stóðu við klett ástargyðjunnar Afródítu á Kýpur ákváðu þau að láta slag standa. Dögg flutti svo út í október 2017 og eiginmaður hennar Sveinbjörn Ólafur Ragnarsson og sonur þeirra Sveinbjörn Lucas komu 10 mánuðum síðar í ágúst 2018. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti Dögg, Sveinbjörn og Svenna Lucas ásamt Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni fyrir þáttaröðina „Hvar er best að búa?“ og sjá má afraksturinn í 6. þætti sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Í þessari 8 þátta seríu heimsækir Lóa Pind fólk og fjölskyldur í 9 löndum í fjórum heimsálfum.
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Kýpur Tengdar fréttir „Íslendingar vilja ekki spænsku litina” Lóa Pind skoðar íbúðir með fasteignasala á Spáni - glænýjar íbúðir frá 17,5 milljónum 12. janúar 2020 16:30 Seiðandi og kynþokkafullur með keim af leðri og rósum Andrea Maack segir að öll ilmvötnin sín séu hönnuð út frá tilfinningum. 13. janúar 2020 21:00 Íslendinganýlendan í Orihuela: „Besta ákvörðun sem ég hef tekið að flytja til Spánar“ Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti samfélag Íslendinga í Orihuela ásamt Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni fyrir þáttaröðina "Hvar er best að búa?” og sjá má afraksturinn í þætti kvöldsins. 12. janúar 2020 12:54 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Sjá meira
„Íslendingar vilja ekki spænsku litina” Lóa Pind skoðar íbúðir með fasteignasala á Spáni - glænýjar íbúðir frá 17,5 milljónum 12. janúar 2020 16:30
Seiðandi og kynþokkafullur með keim af leðri og rósum Andrea Maack segir að öll ilmvötnin sín séu hönnuð út frá tilfinningum. 13. janúar 2020 21:00
Íslendinganýlendan í Orihuela: „Besta ákvörðun sem ég hef tekið að flytja til Spánar“ Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti samfélag Íslendinga í Orihuela ásamt Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni fyrir þáttaröðina "Hvar er best að búa?” og sjá má afraksturinn í þætti kvöldsins. 12. janúar 2020 12:54