Sendu síðustu stöðuskýrsluna vegna snjóflóðanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2020 23:52 Varðskipið Þór við hreinsun í höfninni á Flateyri í dag. Landhelgisgæslan Aðgerðarstjórn á Ísafirði og Samhæfingastöð almannavarna í Skógarhlíð í Reykjavík hafa lokið störfum vegna snjóflóða á Flateyri og í Súgandafirði. Síðasta stöðuskýrsla samhæfingarstöðvarinnar var send út í dag. Í dag luku björgunarsveitir við mokstur á snjó úr húsinu í Ólafstúni 14 sem lenti undir öðru snjóflóðinu sem féll á Flateyri. Birgt var fyrir glugga og húsinu lokað. Þá hefur björgunarsveitafólk verið að stöfum á Flateyri í dag og aðstoðað íbúa við snjómokstur. Lögð hefur verið áhersla á að moka snjó frá húsum og hreinsa þök þar sem von er hláku næstu dag, að því er fram kemur í skýrslu samhæfingarstöðvarinnar. Hluti björgunarsveitafólks sem sent var frá höfuðborgarsvæðinu fyrr í vikunni fór með flugi til baka seinni partinn í dag. Sjö manns verða áfram á Flateyri til stuðnings við björgunarsveitir á svæðinu vegna veðurspár á sunnudag, sem er afar slæm. Varðskipið Þór var til taks við Flateyri í dag. Áhöfnin átti fund með sérfræðingi Umhverfisstofnunar og hafnarstjóra Ísafjarðarbæjar til að fara yfir mengunarvarnir og hreinsun hafnarinnar. Áhöfnin á varðskipinu hélt á tveimur léttbátum og hreinsuðu brak og annað rusl úr höfninni. Þá var krani varðskipsins notaður til að hífa brakið úr sjó. Ríkislögreglustjóri hefur jafnframt ákveðið að opna tímabundna þjónustumiðstöð á Vestfjörðum vegna snjóflóðanna. Þjónustumiðstöðvar eru opnaðar þegar ljóst er að snjóflóð eða aðrar hamfarir hafa haft áhrif á íbúa, byggð, umhverfi og eignir í nágrenni hamfarasvæðis. Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
Aðgerðarstjórn á Ísafirði og Samhæfingastöð almannavarna í Skógarhlíð í Reykjavík hafa lokið störfum vegna snjóflóða á Flateyri og í Súgandafirði. Síðasta stöðuskýrsla samhæfingarstöðvarinnar var send út í dag. Í dag luku björgunarsveitir við mokstur á snjó úr húsinu í Ólafstúni 14 sem lenti undir öðru snjóflóðinu sem féll á Flateyri. Birgt var fyrir glugga og húsinu lokað. Þá hefur björgunarsveitafólk verið að stöfum á Flateyri í dag og aðstoðað íbúa við snjómokstur. Lögð hefur verið áhersla á að moka snjó frá húsum og hreinsa þök þar sem von er hláku næstu dag, að því er fram kemur í skýrslu samhæfingarstöðvarinnar. Hluti björgunarsveitafólks sem sent var frá höfuðborgarsvæðinu fyrr í vikunni fór með flugi til baka seinni partinn í dag. Sjö manns verða áfram á Flateyri til stuðnings við björgunarsveitir á svæðinu vegna veðurspár á sunnudag, sem er afar slæm. Varðskipið Þór var til taks við Flateyri í dag. Áhöfnin átti fund með sérfræðingi Umhverfisstofnunar og hafnarstjóra Ísafjarðarbæjar til að fara yfir mengunarvarnir og hreinsun hafnarinnar. Áhöfnin á varðskipinu hélt á tveimur léttbátum og hreinsuðu brak og annað rusl úr höfninni. Þá var krani varðskipsins notaður til að hífa brakið úr sjó. Ríkislögreglustjóri hefur jafnframt ákveðið að opna tímabundna þjónustumiðstöð á Vestfjörðum vegna snjóflóðanna. Þjónustumiðstöðvar eru opnaðar þegar ljóst er að snjóflóð eða aðrar hamfarir hafa haft áhrif á íbúa, byggð, umhverfi og eignir í nágrenni hamfarasvæðis.
Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira