Gera athugasemdir við öryggisáætlun Mountaineers of Iceland Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. janúar 2020 10:45 Frá aðstæðum við Langjökul þann 7. janúar síðastliðinn. Landsbjörg Ferðamálastofa gerir athugasemdir við einstaka þætti öryggisáætlunar ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland þótt áætlunin uppfylli formskilyrði 11. greinar laga um Ferðamálastofu nr. 96/2018. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Ferðamálastofu. Í kjölfar hrakninga sem fyrirtækið lenti í þegar það var í vélsleðaferð á Langjökli með 39 ferðamenn fyrir tíu dögum óskaði stofnunin eftir gildandi öryggisáætlun fyrirtækisins og skýringum á tilurð atviksins. „Hver sá sem framkvæmir skipulagðar ferðir innan íslensks yfirráðasvæðis ber ábyrgð á því að útbúa skriflega öryggisáætlun. Hlutverk Ferðamálastofu er að hafa eftirlit með því að öryggisáætlanir séu til staðar og séu uppfærðar eins og þörf er á skv. 11. gr. laga um Ferðamálastofu nr. 96/2018. Öryggisáætlun skal gerð fyrir hverja tegund ferðar og skal innihalda áhættumat, verklagsreglur, viðbragðsáætlun og atvikaskýrslu,“ segir í tilkynningu Ferðamálastofu. Eftirlit og skoðun Ferðamálastofu beindist fyrst og fremst að öryggisáætlun vélsleðaferðarinnar á jökulinn. „Ferðamálastofu barst öryggisáætlun fyrirtækisins og innihélt hún þá þætti sem gerður er áskilnaður um í lögum. Það er því mat Ferðamálastofu að öryggisáætlun Mountaineers uppfylli formskilyrði 11. gr. laga um Ferðamálastofu nr. 96/2018. Ferðamálastofa skoðaði einnig atriði sem varða öryggisáætlanir almennt og gerði athugasemdir við að einstaka þættir öryggisáætlunarinnar mættu vera ítarlegri og skýrari m.a. varðandi veðurfar og -skilyrði, kynningu á öryggisreglum og -þáttum til farþega og starfsmanna, leiðarval og ytri aðstæður,“ segir í tilkynningu. Mountaineers of Iceland hafa verið kynntar athugasemdir Ferðamálastofu og hefur því verið veittur mánaðarfrestur til úrbóta. 39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vill vita hvort Mountaineers of Iceland fór eftir eigin öryggisáætlun Ráðherra vill fá svar við því hvort Mountaineers of Iceland hafi fylgt sinni öryggisáætlun áður en skoðað verður hvort gera þurfi ríkari kröfur á öryggismál ferðaþjónustufyrirtækja. 9. janúar 2020 18:32 Vilja meira en milljón í bætur vegna vélsleðaferðar Mountaineers of Iceland Tveir ferðamenn sem fóru í vélsleðaferð með Mountaineers of Iceland á þriðjudag munu leggja fram bótakröfu sem áætlað er að muni nema yfir einni milljón króna á mann. 10. janúar 2020 19:57 Tíu ár síðan móðir með ellefu ára son óttaðist um líf sitt á Langjökli Þau urðu viðskila við hóp sinn í blindbyl á Langjökli. Þau grófu sig í fönn og leituðu skjóls bak við vélsleðann í átta klukkustundir. Ferðaþjónustufyrirtækið fór í ferðina þrátt fyrir slæma veðurspá. Ellefu ára barn fékk kalsár. 17. janúar 2020 06:15 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Ferðamálastofa gerir athugasemdir við einstaka þætti öryggisáætlunar ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland þótt áætlunin uppfylli formskilyrði 11. greinar laga um Ferðamálastofu nr. 96/2018. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Ferðamálastofu. Í kjölfar hrakninga sem fyrirtækið lenti í þegar það var í vélsleðaferð á Langjökli með 39 ferðamenn fyrir tíu dögum óskaði stofnunin eftir gildandi öryggisáætlun fyrirtækisins og skýringum á tilurð atviksins. „Hver sá sem framkvæmir skipulagðar ferðir innan íslensks yfirráðasvæðis ber ábyrgð á því að útbúa skriflega öryggisáætlun. Hlutverk Ferðamálastofu er að hafa eftirlit með því að öryggisáætlanir séu til staðar og séu uppfærðar eins og þörf er á skv. 11. gr. laga um Ferðamálastofu nr. 96/2018. Öryggisáætlun skal gerð fyrir hverja tegund ferðar og skal innihalda áhættumat, verklagsreglur, viðbragðsáætlun og atvikaskýrslu,“ segir í tilkynningu Ferðamálastofu. Eftirlit og skoðun Ferðamálastofu beindist fyrst og fremst að öryggisáætlun vélsleðaferðarinnar á jökulinn. „Ferðamálastofu barst öryggisáætlun fyrirtækisins og innihélt hún þá þætti sem gerður er áskilnaður um í lögum. Það er því mat Ferðamálastofu að öryggisáætlun Mountaineers uppfylli formskilyrði 11. gr. laga um Ferðamálastofu nr. 96/2018. Ferðamálastofa skoðaði einnig atriði sem varða öryggisáætlanir almennt og gerði athugasemdir við að einstaka þættir öryggisáætlunarinnar mættu vera ítarlegri og skýrari m.a. varðandi veðurfar og -skilyrði, kynningu á öryggisreglum og -þáttum til farþega og starfsmanna, leiðarval og ytri aðstæður,“ segir í tilkynningu. Mountaineers of Iceland hafa verið kynntar athugasemdir Ferðamálastofu og hefur því verið veittur mánaðarfrestur til úrbóta.
39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vill vita hvort Mountaineers of Iceland fór eftir eigin öryggisáætlun Ráðherra vill fá svar við því hvort Mountaineers of Iceland hafi fylgt sinni öryggisáætlun áður en skoðað verður hvort gera þurfi ríkari kröfur á öryggismál ferðaþjónustufyrirtækja. 9. janúar 2020 18:32 Vilja meira en milljón í bætur vegna vélsleðaferðar Mountaineers of Iceland Tveir ferðamenn sem fóru í vélsleðaferð með Mountaineers of Iceland á þriðjudag munu leggja fram bótakröfu sem áætlað er að muni nema yfir einni milljón króna á mann. 10. janúar 2020 19:57 Tíu ár síðan móðir með ellefu ára son óttaðist um líf sitt á Langjökli Þau urðu viðskila við hóp sinn í blindbyl á Langjökli. Þau grófu sig í fönn og leituðu skjóls bak við vélsleðann í átta klukkustundir. Ferðaþjónustufyrirtækið fór í ferðina þrátt fyrir slæma veðurspá. Ellefu ára barn fékk kalsár. 17. janúar 2020 06:15 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Vill vita hvort Mountaineers of Iceland fór eftir eigin öryggisáætlun Ráðherra vill fá svar við því hvort Mountaineers of Iceland hafi fylgt sinni öryggisáætlun áður en skoðað verður hvort gera þurfi ríkari kröfur á öryggismál ferðaþjónustufyrirtækja. 9. janúar 2020 18:32
Vilja meira en milljón í bætur vegna vélsleðaferðar Mountaineers of Iceland Tveir ferðamenn sem fóru í vélsleðaferð með Mountaineers of Iceland á þriðjudag munu leggja fram bótakröfu sem áætlað er að muni nema yfir einni milljón króna á mann. 10. janúar 2020 19:57
Tíu ár síðan móðir með ellefu ára son óttaðist um líf sitt á Langjökli Þau urðu viðskila við hóp sinn í blindbyl á Langjökli. Þau grófu sig í fönn og leituðu skjóls bak við vélsleðann í átta klukkustundir. Ferðaþjónustufyrirtækið fór í ferðina þrátt fyrir slæma veðurspá. Ellefu ára barn fékk kalsár. 17. janúar 2020 06:15