Að setja sér markmið í starfi 2020: Þrjár skotheldar leiðir Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. janúar 2020 09:00 Rúna Magnúsdóttir hefur sérhæft sig í að hjálpa fólki að byggja upp sitt persónulega vörumerki. Hún hvetur fólk til að setja sér persónuleg markmið í starfi fyrir árið 2020. Vísir/Vilhelm Rúna Magnúsdóttir, höfundur bókanna Branding Your X-Factor, The Story of Boxes og The Good, The Bad and The Ugly, segir mikilvægt að setja sér markmið í starfi. Rúna er stofnandi The Change Makers og sérhæfir sig í að hjálpa fólki að byggja upp sitt persónulega vörumerki. Hún segir fólk þekkja vel að markmið fyrirtækisins og áætlanir liggi skýrt fyrir í ársbyrjun auk þess sem margir setja sér markmið um heilsu og lífstíl um áramót. Fleiri mættu hins vegar setja sér markmið í starfi fyrir ár hvert enda leiði slík markmiðasetning oft að aukinni vellíðan í starfi og hjálpar fólki við að verða meðvitaðara um styrkleika sína eða á hvaða sviðum það vill bæta sig. Rúna segir sumt fólk enn nokkuð fast í því viðhorfi að vinnan snúist aðeins um þá nauðsyn að afla sér tekna til að lifa. Hið rétta er að flestir geta stýrt sinni eigin líðan í vinnu með því að vera meðvitaðari um sín eigin viðbrögð eða viðhorf til starfsins. Hér eru þrjú atriði sem Rúna segir „skotheldar leiðir” til að setja sér markmið í starfsframa fyrir árið 2020. 1) Lærðu af því sem var. Hugsaðu til baka sl 6-12 mánuði og skráðu niður fimm atriði sem stóðu uppúr hjá þér árið 2019, eitthvað sem þú ert ánægð/ur eða stolt/ur af. Hvað varstu að gera? Skráðu svörin þín niður og leyfðu þér að skoða þau nánar. 2) Settu þér skýra sýn um hver þú vilt vera í vinnunni og hvað fyllir þig eldmóði. Hvað viltu vera þekkt/þekktur fyrir í vinnunni? Hvað er það sem fyllir þig eldmóði? Til að hjálpa þér með þennan lið er gott að skrifa niður fimm setningar sem þú botnar en hefjast á: „Þegar lífið mitt í vinnunni er fullkomið er ég …. “ Þegar þessi listi er tilbúinn skaltu tímaáætla hvert markmið og skrá við hverja setningu hvenær þú vilt vera komin á þann stað að setningin endurspegli þig og starf þitt. Hafðu þennan lista hjá þér, á tölvunni, símanum eða útprentaður í seðlaveskinu. Með því að setja athyglina þína á það sem þú vilt hafa meira af og taka ákvarðanir sem færa þig nær því sem gefur þér meiri lífsfyllingu í vinnunni, getur þú notað listann sem mælanlegt tæki á framgang markmiðasetningarinnar. 3) Gefðu þér svigrúm til að efla jákvætt innra samtal Að ná markmiðum sínum eða að auka á ánægju í starfi þýðir að þú þarft að gefa þér svigrúm og rými til að efla þitt eigið innra samtal því það er einmitt hið innra samtal sem kveikir ósjálfrátt á einhverjum tilfinningum. Þessar tilfinningar geta bæði eflt þig eða dregið þig niður. Taktu eftir því hvernig þú talar við og um sjálfa þig og vinnuna, og æfðu þig í að snúa neikvæðu sjálfstali yfir í jákvætt sjálfstal. Mundu! Æfingin skapar meistarann. Notaðu þessar þrjár leiðir í hvert skipti sem þú vilt taka stöðuna og endurstilla þig inná það sem fær þig til að vaxa og dafna.” Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ætti ég að skipta um starf? Þrjú atriði til umhugsunar Ert þú að velta fyrir þér að skipta um starfsvettvang? Hvers vegna? Er það til að þróa þig áfram, ná lengra í starfsframa eða ertu óánægð/ur í því starfi þar sem þú ert? Hér eru þrjú atriði sem gott er að hafa í huga áður en endanleg ákvörðun er tekin. 27. janúar 2020 10:00 Stjórnendastörf 2020: Árið í ráðningum lítur vel út Fyrirtæki gera kröfur um að fólk sem ráðið er í stjórnunarstörf sé vel upplýst um nýjungar í rekstri og atvinnulífi, hér heima og erlendis. Kynjahlutföll skipta meira máli nú en áður. Hreyfingar í stjórnunarstörfum endurspegla ekki alltaf sömu sveiflur og í efnahagslífinu. 27. janúar 2020 09:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Rúna Magnúsdóttir, höfundur bókanna Branding Your X-Factor, The Story of Boxes og The Good, The Bad and The Ugly, segir mikilvægt að setja sér markmið í starfi. Rúna er stofnandi The Change Makers og sérhæfir sig í að hjálpa fólki að byggja upp sitt persónulega vörumerki. Hún segir fólk þekkja vel að markmið fyrirtækisins og áætlanir liggi skýrt fyrir í ársbyrjun auk þess sem margir setja sér markmið um heilsu og lífstíl um áramót. Fleiri mættu hins vegar setja sér markmið í starfi fyrir ár hvert enda leiði slík markmiðasetning oft að aukinni vellíðan í starfi og hjálpar fólki við að verða meðvitaðara um styrkleika sína eða á hvaða sviðum það vill bæta sig. Rúna segir sumt fólk enn nokkuð fast í því viðhorfi að vinnan snúist aðeins um þá nauðsyn að afla sér tekna til að lifa. Hið rétta er að flestir geta stýrt sinni eigin líðan í vinnu með því að vera meðvitaðari um sín eigin viðbrögð eða viðhorf til starfsins. Hér eru þrjú atriði sem Rúna segir „skotheldar leiðir” til að setja sér markmið í starfsframa fyrir árið 2020. 1) Lærðu af því sem var. Hugsaðu til baka sl 6-12 mánuði og skráðu niður fimm atriði sem stóðu uppúr hjá þér árið 2019, eitthvað sem þú ert ánægð/ur eða stolt/ur af. Hvað varstu að gera? Skráðu svörin þín niður og leyfðu þér að skoða þau nánar. 2) Settu þér skýra sýn um hver þú vilt vera í vinnunni og hvað fyllir þig eldmóði. Hvað viltu vera þekkt/þekktur fyrir í vinnunni? Hvað er það sem fyllir þig eldmóði? Til að hjálpa þér með þennan lið er gott að skrifa niður fimm setningar sem þú botnar en hefjast á: „Þegar lífið mitt í vinnunni er fullkomið er ég …. “ Þegar þessi listi er tilbúinn skaltu tímaáætla hvert markmið og skrá við hverja setningu hvenær þú vilt vera komin á þann stað að setningin endurspegli þig og starf þitt. Hafðu þennan lista hjá þér, á tölvunni, símanum eða útprentaður í seðlaveskinu. Með því að setja athyglina þína á það sem þú vilt hafa meira af og taka ákvarðanir sem færa þig nær því sem gefur þér meiri lífsfyllingu í vinnunni, getur þú notað listann sem mælanlegt tæki á framgang markmiðasetningarinnar. 3) Gefðu þér svigrúm til að efla jákvætt innra samtal Að ná markmiðum sínum eða að auka á ánægju í starfi þýðir að þú þarft að gefa þér svigrúm og rými til að efla þitt eigið innra samtal því það er einmitt hið innra samtal sem kveikir ósjálfrátt á einhverjum tilfinningum. Þessar tilfinningar geta bæði eflt þig eða dregið þig niður. Taktu eftir því hvernig þú talar við og um sjálfa þig og vinnuna, og æfðu þig í að snúa neikvæðu sjálfstali yfir í jákvætt sjálfstal. Mundu! Æfingin skapar meistarann. Notaðu þessar þrjár leiðir í hvert skipti sem þú vilt taka stöðuna og endurstilla þig inná það sem fær þig til að vaxa og dafna.”
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ætti ég að skipta um starf? Þrjú atriði til umhugsunar Ert þú að velta fyrir þér að skipta um starfsvettvang? Hvers vegna? Er það til að þróa þig áfram, ná lengra í starfsframa eða ertu óánægð/ur í því starfi þar sem þú ert? Hér eru þrjú atriði sem gott er að hafa í huga áður en endanleg ákvörðun er tekin. 27. janúar 2020 10:00 Stjórnendastörf 2020: Árið í ráðningum lítur vel út Fyrirtæki gera kröfur um að fólk sem ráðið er í stjórnunarstörf sé vel upplýst um nýjungar í rekstri og atvinnulífi, hér heima og erlendis. Kynjahlutföll skipta meira máli nú en áður. Hreyfingar í stjórnunarstörfum endurspegla ekki alltaf sömu sveiflur og í efnahagslífinu. 27. janúar 2020 09:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Ætti ég að skipta um starf? Þrjú atriði til umhugsunar Ert þú að velta fyrir þér að skipta um starfsvettvang? Hvers vegna? Er það til að þróa þig áfram, ná lengra í starfsframa eða ertu óánægð/ur í því starfi þar sem þú ert? Hér eru þrjú atriði sem gott er að hafa í huga áður en endanleg ákvörðun er tekin. 27. janúar 2020 10:00
Stjórnendastörf 2020: Árið í ráðningum lítur vel út Fyrirtæki gera kröfur um að fólk sem ráðið er í stjórnunarstörf sé vel upplýst um nýjungar í rekstri og atvinnulífi, hér heima og erlendis. Kynjahlutföll skipta meira máli nú en áður. Hreyfingar í stjórnunarstörfum endurspegla ekki alltaf sömu sveiflur og í efnahagslífinu. 27. janúar 2020 09:00