Vöxtur seinni bylgjunnar hægari en óvissan mikil Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. ágúst 2020 17:59 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sem fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 á Íslandi. Vísir/Stöð 2 Gera má ráð fyrir að kórónuveirusmit haldi áfram að greinast svo gott sem daglega hér á landi út ágústmánuð og eitthvað inn í septemberbyrjun, samkvæmt nýútgefnu spálíkani Háskóla Íslands, Landlæknisembættisins og Landspítalans. Líklegt er að dagleg nýgreind smit verði á milli 0 og 5. Vöxtur hinnar svokölluðu seinni bylgju faraldursins hefur ekki verið jafn hraður og þeirrar fyrri. Þó er mikil óvissa um framvinduna. Í líkaninu eru sett fram svokölluð spábil, en þeim er ætlað að sýna fram á líkur þess að fjöldi nýgreindra á degi hverjum verði innan ákveðinna marka. Hér að neðan má sjá graf sem unnið var út frá líkaninu. Dekksta spábilið er reiknað svo að 50% líkur séu á það innihaldi rétt gildi, 60% líkur fyrir það næst dekksta og önnur spábilin miða við 70%, 80%, 90% og 95% líkur. Graf sem sýnir líkur á daglegum greindum innanlandssmitum og uppsöfnun innlendra smita.Háskóli Íslands Samkvæmt líkaninu, sem nær til næstu þriggja vikna, er líklegt að daglegur fjöldi nýgreindra smita verði á milli 0 til 5. Sá fjöldi gæti þó náð hátt í 12, en minni líkur eru taldar á því. Þá er uppsafnaður fjöldi smita á sama tímabili sagður líklegur til að vera um 150 en gæti þó orðið allt að 300. Þetta er sagt ráðast af því „hversu vel tekst til við að viðhalda opinberum og einstaklingsbundnum sóttvörnum auk mögulegra áhrifa vegna upphafs nýs skólaárs.“ Þá er ekki talið tímabært að spá fyrir um fjölda spítalainnlagna eins og sakir standa. Í útskýringum með líkaninu er tekið fram að ástandið verði áfram vaktað og ef gögnin bendi til hraðari vaxtar verði þörf á spá um spítalainnlagnir endurmetin. Spáin byggir, líkt og aðrar sem reistar eru á grundvelli tölfræðilíkana, á því að læra af fyrirliggjandi gögnum. Því er gengið út frá því að aðstæður séu svipaðar, eins og segir í útskýringum með gögnum líkansins. „Á næstu vikum þá hefjast skólar og aðstæður munu breytast. Því er erfitt að segja til um hvort vöxturinn haldist stöðugur til lengri tíma og óljóst er hvort við séum á leiðinni upp í langa og stóra bylgju eða á toppnum á lítilli bylgju.“ Vöxturinn hægari en óvissan mikil Sé hin svokallaða seinni bylgja kórónuveirufaraldursins hér á landi borin saman við þá fyrri, sem hófst í lok febrúar, sést að vöxtur þeirrar seinni er ekki jafn hraður og þeirrar fyrri. „Takmörkun samkoma við 100 manns var innleidd á áttunda degi annarrar bylgju en á tólfta degi í fyrstu bylgju, sem er fjögurra daga munur. Þessi skjótu viðbrögð ásamt því að samkomur voru þá þegar takmarkaðar við 500 manns gætu hafa haft áhrif á þróun faraldursins. Óvissan um framgang faraldursins er þó mikil. Fleiri smit greinast nú utan sóttkvíar og hlutfall smita sem ekki hefur tekist að rekja er einnig hærra nú. Samanburður á vexti bylgjanna tveggja.Háskóli Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Sjá meira
Gera má ráð fyrir að kórónuveirusmit haldi áfram að greinast svo gott sem daglega hér á landi út ágústmánuð og eitthvað inn í septemberbyrjun, samkvæmt nýútgefnu spálíkani Háskóla Íslands, Landlæknisembættisins og Landspítalans. Líklegt er að dagleg nýgreind smit verði á milli 0 og 5. Vöxtur hinnar svokölluðu seinni bylgju faraldursins hefur ekki verið jafn hraður og þeirrar fyrri. Þó er mikil óvissa um framvinduna. Í líkaninu eru sett fram svokölluð spábil, en þeim er ætlað að sýna fram á líkur þess að fjöldi nýgreindra á degi hverjum verði innan ákveðinna marka. Hér að neðan má sjá graf sem unnið var út frá líkaninu. Dekksta spábilið er reiknað svo að 50% líkur séu á það innihaldi rétt gildi, 60% líkur fyrir það næst dekksta og önnur spábilin miða við 70%, 80%, 90% og 95% líkur. Graf sem sýnir líkur á daglegum greindum innanlandssmitum og uppsöfnun innlendra smita.Háskóli Íslands Samkvæmt líkaninu, sem nær til næstu þriggja vikna, er líklegt að daglegur fjöldi nýgreindra smita verði á milli 0 til 5. Sá fjöldi gæti þó náð hátt í 12, en minni líkur eru taldar á því. Þá er uppsafnaður fjöldi smita á sama tímabili sagður líklegur til að vera um 150 en gæti þó orðið allt að 300. Þetta er sagt ráðast af því „hversu vel tekst til við að viðhalda opinberum og einstaklingsbundnum sóttvörnum auk mögulegra áhrifa vegna upphafs nýs skólaárs.“ Þá er ekki talið tímabært að spá fyrir um fjölda spítalainnlagna eins og sakir standa. Í útskýringum með líkaninu er tekið fram að ástandið verði áfram vaktað og ef gögnin bendi til hraðari vaxtar verði þörf á spá um spítalainnlagnir endurmetin. Spáin byggir, líkt og aðrar sem reistar eru á grundvelli tölfræðilíkana, á því að læra af fyrirliggjandi gögnum. Því er gengið út frá því að aðstæður séu svipaðar, eins og segir í útskýringum með gögnum líkansins. „Á næstu vikum þá hefjast skólar og aðstæður munu breytast. Því er erfitt að segja til um hvort vöxturinn haldist stöðugur til lengri tíma og óljóst er hvort við séum á leiðinni upp í langa og stóra bylgju eða á toppnum á lítilli bylgju.“ Vöxturinn hægari en óvissan mikil Sé hin svokallaða seinni bylgja kórónuveirufaraldursins hér á landi borin saman við þá fyrri, sem hófst í lok febrúar, sést að vöxtur þeirrar seinni er ekki jafn hraður og þeirrar fyrri. „Takmörkun samkoma við 100 manns var innleidd á áttunda degi annarrar bylgju en á tólfta degi í fyrstu bylgju, sem er fjögurra daga munur. Þessi skjótu viðbrögð ásamt því að samkomur voru þá þegar takmarkaðar við 500 manns gætu hafa haft áhrif á þróun faraldursins. Óvissan um framgang faraldursins er þó mikil. Fleiri smit greinast nú utan sóttkvíar og hlutfall smita sem ekki hefur tekist að rekja er einnig hærra nú. Samanburður á vexti bylgjanna tveggja.Háskóli Íslands
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Sjá meira