Gott að fólk komi saman og reyni að styðja hvert annað Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. janúar 2020 15:00 Í kvöld klukkan átta verður helgistund í Guðríðarkirkju þar sem þess verður minnst að 25 ár eru liðin frá snjóflóðinu í Súðavík. Vísir/Vilhelm Í kvöld klukkan átta verður helgistund í Guðríðarkirkju þar sem þess verður minnst að 25 ár eru liðin frá snjóflóðinu í Súðavík. „Við setjumst niður á eftir og spjöllum saman yfir kaffibolla. Það eru náttúrulega allir velkomnir,“ segir séra Karl V. Matthíasson í samtali við fréttastofu. Snjóflóðið féll á fimmtán íbúðarhús á Súðavík aðfaranótt 16. janúar árið 1995. Fjórtán fórust í flóðinu, þar af átta börn. „Þetta er helgistund og samvera en einnig verður okkur hugsað til þeirra fyrr Vestan,“ segir Karl. Þrjú mjög stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum undir miðnætti á þriðjudag. Talsvert eignatjón varð en engin alvarleg slys á fólki. Unglingsstúlku var bjargað úr flóðinu á Flateyri og var hún flutt á sjúkrahúsið á Ísafirði með varðskipinu Þór. Hann segir að snjóflóðin núna ýfi upp gömul sár og erfiðar tilfinningar fyrir marga, meðal annars hann sjálfan. „Ég var vakandi næstum alla nóttina að fylgjast með.“ Karl var einn af þeim sem kom til aðstoðar eftir að snjóflóðið féll í Súðavík á þessum degi árið 1995. „Ég var prestur þá á Tálknafirði og fór með togara ásamt björgunarsveitarfólki. Það var náttúrulega hræðilegt, ég fór á Ísafjörð og var að tala við fólk sem hafði lent í þessu. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því, þetta var svo hræðilegt. Maður var svo vanmáttugur gagnvart þessu öllu, en bara gerði sitt besta.“ Karl segir að beðið verði fyrir landi og þjóð og komandi tíð á þessari samverustund. sr. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands og Sr. Leifur Ragnar Jónsson og munu þjóna með honum í kvöld. Hrönn Helgadóttir organisti leikur undir á orgel og félagar úr kvennakór Guðríðarkirkju syngja. „Það er gott að fólk komi saman og reyni að styðja hvort annað,“ segir hann að lokum. Reykjavík Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Snjóflóðin í Súðavík Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Hugur Íslendinga fyrir vestan: „Sit dofin í fjarlægðinni“ Neyðarstigi var lýst yfir eftir að þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum undir miðnætti í gær. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. 15. janúar 2020 11:30 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Flateyringar enn innlyksa Flateyrarvegur er enn lokaður eftir snjóflóðin sem þar féllu á þriðjudag og íbúar Flateyrar því enn innlyksa. 16. janúar 2020 06:36 „Eins og manni sé hent út í atburðarásina sem var 1995“ Atburðir gærkvöldsins hafa eins og gefur að skilja haft mikil áhrif á þá sem búa á Flateyri og Suðureyri en ekki minni á þá sem upplifðu hamfarirnar fyrir 25 árum. 15. janúar 2020 21:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Í kvöld klukkan átta verður helgistund í Guðríðarkirkju þar sem þess verður minnst að 25 ár eru liðin frá snjóflóðinu í Súðavík. „Við setjumst niður á eftir og spjöllum saman yfir kaffibolla. Það eru náttúrulega allir velkomnir,“ segir séra Karl V. Matthíasson í samtali við fréttastofu. Snjóflóðið féll á fimmtán íbúðarhús á Súðavík aðfaranótt 16. janúar árið 1995. Fjórtán fórust í flóðinu, þar af átta börn. „Þetta er helgistund og samvera en einnig verður okkur hugsað til þeirra fyrr Vestan,“ segir Karl. Þrjú mjög stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum undir miðnætti á þriðjudag. Talsvert eignatjón varð en engin alvarleg slys á fólki. Unglingsstúlku var bjargað úr flóðinu á Flateyri og var hún flutt á sjúkrahúsið á Ísafirði með varðskipinu Þór. Hann segir að snjóflóðin núna ýfi upp gömul sár og erfiðar tilfinningar fyrir marga, meðal annars hann sjálfan. „Ég var vakandi næstum alla nóttina að fylgjast með.“ Karl var einn af þeim sem kom til aðstoðar eftir að snjóflóðið féll í Súðavík á þessum degi árið 1995. „Ég var prestur þá á Tálknafirði og fór með togara ásamt björgunarsveitarfólki. Það var náttúrulega hræðilegt, ég fór á Ísafjörð og var að tala við fólk sem hafði lent í þessu. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því, þetta var svo hræðilegt. Maður var svo vanmáttugur gagnvart þessu öllu, en bara gerði sitt besta.“ Karl segir að beðið verði fyrir landi og þjóð og komandi tíð á þessari samverustund. sr. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands og Sr. Leifur Ragnar Jónsson og munu þjóna með honum í kvöld. Hrönn Helgadóttir organisti leikur undir á orgel og félagar úr kvennakór Guðríðarkirkju syngja. „Það er gott að fólk komi saman og reyni að styðja hvort annað,“ segir hann að lokum.
Reykjavík Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Snjóflóðin í Súðavík Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Hugur Íslendinga fyrir vestan: „Sit dofin í fjarlægðinni“ Neyðarstigi var lýst yfir eftir að þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum undir miðnætti í gær. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. 15. janúar 2020 11:30 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Flateyringar enn innlyksa Flateyrarvegur er enn lokaður eftir snjóflóðin sem þar féllu á þriðjudag og íbúar Flateyrar því enn innlyksa. 16. janúar 2020 06:36 „Eins og manni sé hent út í atburðarásina sem var 1995“ Atburðir gærkvöldsins hafa eins og gefur að skilja haft mikil áhrif á þá sem búa á Flateyri og Suðureyri en ekki minni á þá sem upplifðu hamfarirnar fyrir 25 árum. 15. janúar 2020 21:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Hugur Íslendinga fyrir vestan: „Sit dofin í fjarlægðinni“ Neyðarstigi var lýst yfir eftir að þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum undir miðnætti í gær. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. 15. janúar 2020 11:30
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30
Flateyringar enn innlyksa Flateyrarvegur er enn lokaður eftir snjóflóðin sem þar féllu á þriðjudag og íbúar Flateyrar því enn innlyksa. 16. janúar 2020 06:36
„Eins og manni sé hent út í atburðarásina sem var 1995“ Atburðir gærkvöldsins hafa eins og gefur að skilja haft mikil áhrif á þá sem búa á Flateyri og Suðureyri en ekki minni á þá sem upplifðu hamfarirnar fyrir 25 árum. 15. janúar 2020 21:00