Gera þarf átak í uppbyggingu á varnargörðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. janúar 2020 20:30 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal þeirra sem funduðu í ráðherrabústaðnum í dag. Vísir/vilhelm Gera þarf átak í uppbyggingu snjóflóðavarna að mati fjármálaráðherra. Ráðherranefnd fundaði með viðbragðsaðilum í dag. Atburðirnir fyrir vestan snerta málaflokka fjölda ráðuneyta og því var efnt til fundar ráðherranefndar um samræmingu málefna í ráðherrabústaðnum í dag. Þar komu saman fimm ráðherrar, fulltrúar Ríkislögreglustjóra, Veðurstofunnar, náttúruhamfaratryggingar og Rauða krossins. Fjármálaráðherra segir að bregðast þurfi hraðar við í uppbyggingu snjóflóðavarnargarða. „Ég held við þurfum að horfast í augu við að við erum eftir á í uppbygginu á varnarmannvirkjum," segir Bjarni Benediktsson. „Með núverandi framkvæmdahraða eru áratugir, jafnvel þrjátíu ár, í að við ljúkum uppbyggingu slíkra varnarmannvirkja alls staðar um landið. En fyrri áform gengu út á það að vera búin að þessu núna 2020. Þannig að mér sýnist að þar þurfum við að gera átak," segir Bjarni. Forsætisráðherra segir að einnig þurfi að skoða núverandi varnargarða. Sérstaklega ljósi þess að eitt flóðið á Flateyri hafi að hluta farið yfir garðinn. „Þetta varnarmannvirki er byggt á sínum tíma. Það byggir á þeim viðmiðum sem voru lögð til grundvallar þá. Þannig að sjálfsögðu verður farið yfir þau. Ekki bara á þessum stöðum, heldur almennt," segir Katrín Jakobsdóttir. Hún segir viðbragðsaðila hafa unnið þrekvirki. Nú þurfi að huga að íbúum og áfallahjálp. Þetta ýfi upp sár frá fyrri hamförum á svæðinu. „Það er það sem margir eru að endurupplifa þegar svona viðburðir verða. En um leið er það stórkostleg blessun að ekki hafi orðið manntjón. Og að ungu stúlkunni, þrátt fyrir að ég geti ekki ímyndað mér hvernig henni líður, að henni hafi verið bjargað," segir hún. Heilbrigðisráðherra tekur undir þetta. „Við erum að skoða og meta á stórum skala hvað þurfi að gera til lengri og skemmri tíma. Þá er ég að tala um sálfræðilegan stuðning og aðstoð við íbúa. Við munum gera það sem í okkar valdi stendur til þess að það verði gert vel," segir Svandís Svavarsdóttir. Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Gera þarf átak í uppbyggingu snjóflóðavarna að mati fjármálaráðherra. Ráðherranefnd fundaði með viðbragðsaðilum í dag. Atburðirnir fyrir vestan snerta málaflokka fjölda ráðuneyta og því var efnt til fundar ráðherranefndar um samræmingu málefna í ráðherrabústaðnum í dag. Þar komu saman fimm ráðherrar, fulltrúar Ríkislögreglustjóra, Veðurstofunnar, náttúruhamfaratryggingar og Rauða krossins. Fjármálaráðherra segir að bregðast þurfi hraðar við í uppbyggingu snjóflóðavarnargarða. „Ég held við þurfum að horfast í augu við að við erum eftir á í uppbygginu á varnarmannvirkjum," segir Bjarni Benediktsson. „Með núverandi framkvæmdahraða eru áratugir, jafnvel þrjátíu ár, í að við ljúkum uppbyggingu slíkra varnarmannvirkja alls staðar um landið. En fyrri áform gengu út á það að vera búin að þessu núna 2020. Þannig að mér sýnist að þar þurfum við að gera átak," segir Bjarni. Forsætisráðherra segir að einnig þurfi að skoða núverandi varnargarða. Sérstaklega ljósi þess að eitt flóðið á Flateyri hafi að hluta farið yfir garðinn. „Þetta varnarmannvirki er byggt á sínum tíma. Það byggir á þeim viðmiðum sem voru lögð til grundvallar þá. Þannig að sjálfsögðu verður farið yfir þau. Ekki bara á þessum stöðum, heldur almennt," segir Katrín Jakobsdóttir. Hún segir viðbragðsaðila hafa unnið þrekvirki. Nú þurfi að huga að íbúum og áfallahjálp. Þetta ýfi upp sár frá fyrri hamförum á svæðinu. „Það er það sem margir eru að endurupplifa þegar svona viðburðir verða. En um leið er það stórkostleg blessun að ekki hafi orðið manntjón. Og að ungu stúlkunni, þrátt fyrir að ég geti ekki ímyndað mér hvernig henni líður, að henni hafi verið bjargað," segir hún. Heilbrigðisráðherra tekur undir þetta. „Við erum að skoða og meta á stórum skala hvað þurfi að gera til lengri og skemmri tíma. Þá er ég að tala um sálfræðilegan stuðning og aðstoð við íbúa. Við munum gera það sem í okkar valdi stendur til þess að það verði gert vel," segir Svandís Svavarsdóttir.
Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira