Mikil áfallahjálp framundan Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. janúar 2020 18:09 Fyrstu léttbátarnir komu að landi á Flateyri upp úr klukkan tvö í dag með mannskap og vistir. Landhelgisgæslan Mikil áfallahjálp er framundan í fjöldahjálparstöðum á Flateyri, Suðureyri og Ísafirði vegna snjóflóðanna sem féllu á Vestfjörðum undir miðnætti í gær. Sjálfboðaliðar Rauða krossins og aðrir viðbragðsaðilar taka þar á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín og veita auk þess öllum sem vilja sálrænan stuðning. Tugir hafa nýtt sér þjónustu hjálparstöðvanna í dag. Lýst var yfir neyðarstigi í dag vegna snjóflóðanna á Flateyri og við Suðureyri sem féllu á tólfta tímanum í gærkvöldi. Tvö snjóflóð féllu á og við Flateyri og stúlka grófst undir öðru þeirra en var bjargað heilli á húfi. Brynhildur Bolladóttir Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir í samtali við Vísi að þrjár fjöldahjálparstöðvar hafi verið opnaðar vegna snjóflóðanna: í Kiwanis-húsinu á Ísafirði, Fisherman á Suðureyri og í grunnskólanum á Flateyri. „Í þeim öllum er tekið á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa húsin sín þannig að fólk getur fengið gistingu. En það er líka sálrænn stuðningur í boði á öllum stöðum,“ segir Brynhildur. „Við höfum fundið fyrir því að þetta ýfir upp gömul sár þó að allt hafi farið vel, nokkurn veginn. Þannig að þetta er í boði en fólk bregst auðvitað mismunandi við.“ Um fimmtán manns höfðu nýtt sér þjónustuna á Flateyri nú síðdegis. „Og þetta er mest þannig að fólk er að spjalla en sjálfboðaliðarnir hlusta ef þarf og segja fólki við hverju á að búast.“ Þá höfðu um 45 manns leitað í fjöldahjálparstöðina á Ísafirði í morgun en um fimmleytið nú síðdegis var 31 staddur í stöðinni. Níu voru á sama tíma á Suðureyri. Varðskipið Þór er statt á Flateyri og þá verður þyrla Landhelgisgæslunnar send vestur í sjúkraflug og með björgunarsveitarfólk frá Reykjavík seinna í kvöld. Íbúar á Suðureyri hafa jafnframt verið beðnir um að vera ekki á ferli utandyra á svæðinu. Almannavarnir Björgunarsveitir Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53 Íbúar Suðureyrar beðnir um að halda sig frá tilteknum götum og svæðum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra beinir því til íbúa á Suðureyri að vera ekki úti eða á ferli á eftirtöldum svæðum: Aðalgötu, Eyrargötu, Skipagötu, Skólagötu, Freyjugöta, hafnarsvæði og neðan Sætúns. 15. janúar 2020 16:31 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32 Ómar segir varnargarðana hafa sannað gildi sitt í nótt Ómar Ragnarsson segir að snjóflóðavarnargarðarnir á Flateyri hafi sannað gildi sitt í gærkvöldi þar sem þeir bægðu stóru snjóflóði frá byggðinni. 15. janúar 2020 07:04 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Mikil áfallahjálp er framundan í fjöldahjálparstöðum á Flateyri, Suðureyri og Ísafirði vegna snjóflóðanna sem féllu á Vestfjörðum undir miðnætti í gær. Sjálfboðaliðar Rauða krossins og aðrir viðbragðsaðilar taka þar á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín og veita auk þess öllum sem vilja sálrænan stuðning. Tugir hafa nýtt sér þjónustu hjálparstöðvanna í dag. Lýst var yfir neyðarstigi í dag vegna snjóflóðanna á Flateyri og við Suðureyri sem féllu á tólfta tímanum í gærkvöldi. Tvö snjóflóð féllu á og við Flateyri og stúlka grófst undir öðru þeirra en var bjargað heilli á húfi. Brynhildur Bolladóttir Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir í samtali við Vísi að þrjár fjöldahjálparstöðvar hafi verið opnaðar vegna snjóflóðanna: í Kiwanis-húsinu á Ísafirði, Fisherman á Suðureyri og í grunnskólanum á Flateyri. „Í þeim öllum er tekið á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa húsin sín þannig að fólk getur fengið gistingu. En það er líka sálrænn stuðningur í boði á öllum stöðum,“ segir Brynhildur. „Við höfum fundið fyrir því að þetta ýfir upp gömul sár þó að allt hafi farið vel, nokkurn veginn. Þannig að þetta er í boði en fólk bregst auðvitað mismunandi við.“ Um fimmtán manns höfðu nýtt sér þjónustuna á Flateyri nú síðdegis. „Og þetta er mest þannig að fólk er að spjalla en sjálfboðaliðarnir hlusta ef þarf og segja fólki við hverju á að búast.“ Þá höfðu um 45 manns leitað í fjöldahjálparstöðina á Ísafirði í morgun en um fimmleytið nú síðdegis var 31 staddur í stöðinni. Níu voru á sama tíma á Suðureyri. Varðskipið Þór er statt á Flateyri og þá verður þyrla Landhelgisgæslunnar send vestur í sjúkraflug og með björgunarsveitarfólk frá Reykjavík seinna í kvöld. Íbúar á Suðureyri hafa jafnframt verið beðnir um að vera ekki á ferli utandyra á svæðinu.
Almannavarnir Björgunarsveitir Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53 Íbúar Suðureyrar beðnir um að halda sig frá tilteknum götum og svæðum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra beinir því til íbúa á Suðureyri að vera ekki úti eða á ferli á eftirtöldum svæðum: Aðalgötu, Eyrargötu, Skipagötu, Skólagötu, Freyjugöta, hafnarsvæði og neðan Sætúns. 15. janúar 2020 16:31 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32 Ómar segir varnargarðana hafa sannað gildi sitt í nótt Ómar Ragnarsson segir að snjóflóðavarnargarðarnir á Flateyri hafi sannað gildi sitt í gærkvöldi þar sem þeir bægðu stóru snjóflóði frá byggðinni. 15. janúar 2020 07:04 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53
Íbúar Suðureyrar beðnir um að halda sig frá tilteknum götum og svæðum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra beinir því til íbúa á Suðureyri að vera ekki úti eða á ferli á eftirtöldum svæðum: Aðalgötu, Eyrargötu, Skipagötu, Skólagötu, Freyjugöta, hafnarsvæði og neðan Sætúns. 15. janúar 2020 16:31
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32
Ómar segir varnargarðana hafa sannað gildi sitt í nótt Ómar Ragnarsson segir að snjóflóðavarnargarðarnir á Flateyri hafi sannað gildi sitt í gærkvöldi þar sem þeir bægðu stóru snjóflóði frá byggðinni. 15. janúar 2020 07:04