Eigandi Blossa ÍS-225: "Það var skelfilegt að upplifa þetta“ Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2020 14:17 Blossi er tólf tonna krókaaflamarksbátur, smíðaður árið 2014. Facebook-síða Blossa ÍS-225 „Það er í raun ekki mikið að segja. Hann lá þarna við bryggjuna og það fór allt,“ segir Einar Guðbjartsson útgerðarmaður og einn eigenda bátsins Blossa ÍS-225 sem var í hópi sex báta sem sukku í Flateyrarhöfn í gærkvöldi. Einar segist hafa farið niður á höfn í gærkvöldi, eftir að flóðin féllu, og þá séð endann af bátnum standa upp úr sjónum. „Það er svo mikið af raftækjum og kerfum þarna, þannig að þetta er líklega meira eða minna allt ónýtt. Maður veit ekki hvernig er með skrokkinn, hvernig hann er. En það kemur líklega ekki í ljós fyrr en eftir einhverja daga,“ segir Einar. Einar á bátinn Blossa ásamt Guðrúnu Pálsdóttur, eiginkonu sinni, og syni þeirra sem jafnframt er skipstjóri. Fyrirtækið heitir Hlunnar og segir Einar að þar starfi sex, sjö manns. Fyrirtækið gerði út tvo báta, en annar þeirra var seldur síðasta haust. Einar Guðbjartsson í Önundarfirði.Facebook-síða Einars. Einar segir að hann hafi fengið sms í röðum í gærkvöldi – sjálfvirkar tilkynningar úr bátnum um að eldur væri í vélarrúmi og fleiri boð um að ekki væri allt með felldu. „Ég fór þá niður að höfn og þá var björgunarsveitin á staðnum. […] Það var skelfilegt að upplifa þetta.“ Hann segist ekki vera búinn að meta framhaldið. „Nei, við verðum bara bíða með að ná bátnum upp og taka stöðuna í framhaldi af því.“ Einar segir bæjarbúa vera í sjokki vegna snjóflóðanna. „Það létti samt mikið yfir mér þegar fréttir bárust af því að tekist hafi að bjarga unglingsstúlkunni og að ekkert manntjón hafi orðið.“ Blossi er tólf tonna krókaaflamarksbátur, smíðaður árið 2014. Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira
„Það er í raun ekki mikið að segja. Hann lá þarna við bryggjuna og það fór allt,“ segir Einar Guðbjartsson útgerðarmaður og einn eigenda bátsins Blossa ÍS-225 sem var í hópi sex báta sem sukku í Flateyrarhöfn í gærkvöldi. Einar segist hafa farið niður á höfn í gærkvöldi, eftir að flóðin féllu, og þá séð endann af bátnum standa upp úr sjónum. „Það er svo mikið af raftækjum og kerfum þarna, þannig að þetta er líklega meira eða minna allt ónýtt. Maður veit ekki hvernig er með skrokkinn, hvernig hann er. En það kemur líklega ekki í ljós fyrr en eftir einhverja daga,“ segir Einar. Einar á bátinn Blossa ásamt Guðrúnu Pálsdóttur, eiginkonu sinni, og syni þeirra sem jafnframt er skipstjóri. Fyrirtækið heitir Hlunnar og segir Einar að þar starfi sex, sjö manns. Fyrirtækið gerði út tvo báta, en annar þeirra var seldur síðasta haust. Einar Guðbjartsson í Önundarfirði.Facebook-síða Einars. Einar segir að hann hafi fengið sms í röðum í gærkvöldi – sjálfvirkar tilkynningar úr bátnum um að eldur væri í vélarrúmi og fleiri boð um að ekki væri allt með felldu. „Ég fór þá niður að höfn og þá var björgunarsveitin á staðnum. […] Það var skelfilegt að upplifa þetta.“ Hann segist ekki vera búinn að meta framhaldið. „Nei, við verðum bara bíða með að ná bátnum upp og taka stöðuna í framhaldi af því.“ Einar segir bæjarbúa vera í sjokki vegna snjóflóðanna. „Það létti samt mikið yfir mér þegar fréttir bárust af því að tekist hafi að bjarga unglingsstúlkunni og að ekkert manntjón hafi orðið.“ Blossi er tólf tonna krókaaflamarksbátur, smíðaður árið 2014.
Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira
Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30
Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20