Annað snjóflóð féll í Súgandafirði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2020 14:07 Frá Suðureyri í gærkvöldi eftir að flóðbylgjan skall á bænum í kjölfar snjóflóðs hinu megin í firðinum. einar ómarsson Annað snjóflóð hefur fallið í Súgandafirði að sögn Vals Sæþórs Valgeirssonar, formanns Björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri. Hann segir ekki ljóst hvenær það hafi fallið en að því er fram kemur á mbl, sem greindi fyrst frá flóðinu, gæti það hafa gerst í nótt. Flóði féll fyrir innan Norðureyri, handan Suðureyrar. „Það hefur fallið flóð hér innar í firðinum, en hvenær það var það veit ég ekki en það eru greinileg ummerki hérna í firðinum að það hefur fallið flóð. Það er eiginlega bara góðs viti, þá er hlíðin að hreinsa sig, það er það sem menn eru að bíða eftir,“ segir Valur í samtali við Vísi. Valur segir ekki þetta flóð ekki jafn stórt og flóðið sem kom niður í gærkvöldi. Því flóði fylgdi flóðbylgja á sjó en Valur segir ekkert slíkt hafa komið með þessu flóði. Hins vegar séu mikill krapi á firðinum. Spurður út í það hvernig veðrið er nú á Suðureyri og hvort það sé eitthvað að ganga niður segir hann að veðrinu sé að slota. „Við hefðum viljað fá betra skyggni til að geta kíkt betur yfir fjörðinn, sjá hvaðan flóðið í gærkvöldi kom nákvæmlega. Við erum að bíða eftir því að það rofi meira til. En hann er orðinn hægur hérna og nánast úrkomulaus þannig að þetta er bara að ganga niður.“ Spurður út í tjón vegna flóðbylgjunnar sem fylgdi snjóflóðinu í gærkvöldi segir Valur að ekki sé enn búið að meta það. Tjónið í höfninni þó verið sáralítið. „Það gekk eitthvað yfir höfnina en mestur sjórinn er á þessum húsum sem liggja hérna við sjóvarnargarðinn sem er meðfram allri Suðureyri. Það eru bæði íbúðarhúsnæði og geymsluhúsnæði og iðnaðarhúsnæði,“ segir Valur. Hann segir sjó hafa farið inn í geymsluhúsnæðið og að gaflinn á því húsi sé farinn úr að stórum hluta. Þá brotnaði rúða í einu íbúðarhúsi svo sjór flæddi inn á gólf. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Annað snjóflóð hefur fallið í Súgandafirði að sögn Vals Sæþórs Valgeirssonar, formanns Björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri. Hann segir ekki ljóst hvenær það hafi fallið en að því er fram kemur á mbl, sem greindi fyrst frá flóðinu, gæti það hafa gerst í nótt. Flóði féll fyrir innan Norðureyri, handan Suðureyrar. „Það hefur fallið flóð hér innar í firðinum, en hvenær það var það veit ég ekki en það eru greinileg ummerki hérna í firðinum að það hefur fallið flóð. Það er eiginlega bara góðs viti, þá er hlíðin að hreinsa sig, það er það sem menn eru að bíða eftir,“ segir Valur í samtali við Vísi. Valur segir ekki þetta flóð ekki jafn stórt og flóðið sem kom niður í gærkvöldi. Því flóði fylgdi flóðbylgja á sjó en Valur segir ekkert slíkt hafa komið með þessu flóði. Hins vegar séu mikill krapi á firðinum. Spurður út í það hvernig veðrið er nú á Suðureyri og hvort það sé eitthvað að ganga niður segir hann að veðrinu sé að slota. „Við hefðum viljað fá betra skyggni til að geta kíkt betur yfir fjörðinn, sjá hvaðan flóðið í gærkvöldi kom nákvæmlega. Við erum að bíða eftir því að það rofi meira til. En hann er orðinn hægur hérna og nánast úrkomulaus þannig að þetta er bara að ganga niður.“ Spurður út í tjón vegna flóðbylgjunnar sem fylgdi snjóflóðinu í gærkvöldi segir Valur að ekki sé enn búið að meta það. Tjónið í höfninni þó verið sáralítið. „Það gekk eitthvað yfir höfnina en mestur sjórinn er á þessum húsum sem liggja hérna við sjóvarnargarðinn sem er meðfram allri Suðureyri. Það eru bæði íbúðarhúsnæði og geymsluhúsnæði og iðnaðarhúsnæði,“ segir Valur. Hann segir sjó hafa farið inn í geymsluhúsnæðið og að gaflinn á því húsi sé farinn úr að stórum hluta. Þá brotnaði rúða í einu íbúðarhúsi svo sjór flæddi inn á gólf.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira