„Einu húsi of mikið að snjóflóðið náði þangað inn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2020 11:44 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, í samhæfingarmiðstöðinni í morgun. vísir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að það sé einu húsi of mikið að snjóflóð sem féll úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi hafi lent á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. Íbúi í húsinu, unglingsstúlka, lenti í flóðinu en var bjargað af björgunarsveitarmönnum í bænum og slapp með skrámur. Áslaug segir viðbragðsaðila hafa unnið þrekvirki. „Þetta var algjört þrekvirki sem þeir unnu, og eru áfram að vinna, að bjarga þarna stúlku. Það er auðvitað einu húsi of mikið að snjóflóðið náði þangað inn og það þarf auðvitað að kanna hvað hægt er að gera betur og hvernig viðbrögðum verður áfram háttað,“ sagði Áslaug Arna í samtali við fréttastofu í morgun eftir fund með viðbragðsaðilum í samhæfingarmiðstöð almannavarna. Tvö flóð féllu á Flateyri í nótt og eitt á Suðureyri. Flóðið sem fór á íbúðarhúsið við Ólafstún fór yfir varnargarðinn sem reistur var í bænum í kjölfar mannskæðs snjóflóðs árið 1995. Aðspurð sagði Áslaug Arna eðlilegt að skoða varnargarðana og þessi mál frekar í kjölfar flóðanna í gær. „Vegna þessa snjóflóðs og svo þarf auðvitað fyrst og fremst að gæta að þeirri hættu sem er áframhaldandi og skoða alla mögulega þætti þess hvar snjóflóð geta komið áfram næstu daga og hvernig veðrið verður áfram.“ Bent hefur verið á það að uppbygging á ofanflóðavörnum hafi tafist á landinu. Áslaug sagði varnargarða vegna snjóflóða eitt af því sem verði skoðað nú í kjölfarið. „Já, við þurfum að funda um alla hluti þessa máls hvernig þetta gekk í nótt og hvað varðar alveg fjölda atriða og mála. Eitt af þeim málum eru auðvitað varnargarðarnir og þær spurningar sem munu vakna upp vegna þessa. En það er líka ljóst að þeir virkuðu að mörgu leyti vel og beindu snjóflóðunum í aðra átt en einu húsi samt of mikið,“ sagði Áslaug Arna. Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að það sé einu húsi of mikið að snjóflóð sem féll úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi hafi lent á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. Íbúi í húsinu, unglingsstúlka, lenti í flóðinu en var bjargað af björgunarsveitarmönnum í bænum og slapp með skrámur. Áslaug segir viðbragðsaðila hafa unnið þrekvirki. „Þetta var algjört þrekvirki sem þeir unnu, og eru áfram að vinna, að bjarga þarna stúlku. Það er auðvitað einu húsi of mikið að snjóflóðið náði þangað inn og það þarf auðvitað að kanna hvað hægt er að gera betur og hvernig viðbrögðum verður áfram háttað,“ sagði Áslaug Arna í samtali við fréttastofu í morgun eftir fund með viðbragðsaðilum í samhæfingarmiðstöð almannavarna. Tvö flóð féllu á Flateyri í nótt og eitt á Suðureyri. Flóðið sem fór á íbúðarhúsið við Ólafstún fór yfir varnargarðinn sem reistur var í bænum í kjölfar mannskæðs snjóflóðs árið 1995. Aðspurð sagði Áslaug Arna eðlilegt að skoða varnargarðana og þessi mál frekar í kjölfar flóðanna í gær. „Vegna þessa snjóflóðs og svo þarf auðvitað fyrst og fremst að gæta að þeirri hættu sem er áframhaldandi og skoða alla mögulega þætti þess hvar snjóflóð geta komið áfram næstu daga og hvernig veðrið verður áfram.“ Bent hefur verið á það að uppbygging á ofanflóðavörnum hafi tafist á landinu. Áslaug sagði varnargarða vegna snjóflóða eitt af því sem verði skoðað nú í kjölfarið. „Já, við þurfum að funda um alla hluti þessa máls hvernig þetta gekk í nótt og hvað varðar alveg fjölda atriða og mála. Eitt af þeim málum eru auðvitað varnargarðarnir og þær spurningar sem munu vakna upp vegna þessa. En það er líka ljóst að þeir virkuðu að mörgu leyti vel og beindu snjóflóðunum í aðra átt en einu húsi samt of mikið,“ sagði Áslaug Arna.
Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira