Lífsreynsla stúlkunnar „eins og í verstu martröð“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. janúar 2020 09:00 Bjarni Benediktsson segir mikla blessun að enginn hafi farist í snjóflóðum gærkvöldsins. Vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir erfitt til þess að hugsa að varnargörðunum við Flateyri hafi ekki tekist að bægja allri hættunni frá í gærkvöld. Tvö stór snjóflóð féllu á Flateyri á tólfta tímanum og hafnaði annað þeirra á húsi við Ólafstún þar sem inni svaf fjölskylda. Herbergi unglingsstúlku fylltist af snjó á örskotsstundu, sem sé „eins og í verstu martröð“ að mati Bjarna, sem telur mikla blessun að ekki skuli hafa orðið mannskaði þar. Svo virðist sem að einhver hluti seinna snjóflóðsins hafi flætt yfir snjóflóðarvarnargarðinn, sem þó bægði meginþunga snjóflóðsins frá bænum. Það er því mat fólks; jafnt bæjarstjórans á Ísafirði, fagstjóra ofanflóðavöktunar hjá Veðurstofunni, fyrrnefnds fjármálaráðherra og Ómars Ragnarssonar, að varnarmannvirkin sem byggð voru eftir mannskæð snjóflóð á tíunda áratugnum hafi að líkindum bjargað mörgum mannslífum í nótt. Bjarni var gestur Bítisins í morgun, þar sem hann sagði fregnirnir að vestan mjög sláandi. „Það sem mér finnst skelfilegt við þetta er það svona hlutir gerast ofboðslega hratt,“ sagði Bjarni. Það sé hrikaleg tilhugsun að vita til þess að fólk hafi verið sofandi í húsum sínum þegar snjóflóðin féllu en um leið blessun að ekki hafi verið margt fólk á ferli utan varnargarðanna. Snjóflóð hafnaði á húsi við Öldutún, yst á Flateyri.Vísir/hjalti Hins vegar verði ekki hjá því litið að snjó flæddi inn í íbúðarhús á Flateyri. Bjarni segir því liggja fyrir að það verði að komast til botns í því hvernig það gat gerst: „Hvort það hafi komið rof í varnargarðana eða hvort menn hafi einfaldlega ofmetið getu þeirra til þess að halda snjónum frá. Það var í það minnsta hús þarna á hættusvæði sem við höfðum ekki áttað okkur á,“ sagði Bjarni í Bítinu. Það hafi verið ónotalegt að lesa fréttir um það í morgun að herbergi unglingsstúlkunnar hafi fyllst af snjó þegar flóðið féll. „Þetta er eins og í verstu martröð og mikil blessun að ekki skyldi hafa orðið mannskaði þar,“ sagði Bjarni og vísar til þess að stúlkan slasaðist aðeins lítillega. Hún og fjölskylda hennar voru flutt með varðskipinu Þór til Ísafjaðar. Þaðan heldur varðskiptið aftur til Flateyrar með áfallteymi og vistir. Gert er ráð fyrir að Þór verði kominn þangað fyrir hádegi. Enn er vont veður á Vestfjörðum og myrkur. Því hefur verið erfitt að meta umfang tjóns og stærð snjóflóðsins. Staðan verður tekin í birtingu. Viðtalið við Bjarna má heyra í heild hér að neðan. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Opna fjöldahjálparstöð: „Ljóst að þörf er á sálrænum stuðning í kjölfar atburðanna“ Eftir að varðskipið Þór hefur flutt unglingsstúlkuna, sem slasaðist lítillega í snjóflóði sem féll á Flateyri í nótt, til Ísafjarðar er ætlunin að sigla skipinu aftur til Flateyrar með áfallateymi og vistir. 15. janúar 2020 07:23 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir erfitt til þess að hugsa að varnargörðunum við Flateyri hafi ekki tekist að bægja allri hættunni frá í gærkvöld. Tvö stór snjóflóð féllu á Flateyri á tólfta tímanum og hafnaði annað þeirra á húsi við Ólafstún þar sem inni svaf fjölskylda. Herbergi unglingsstúlku fylltist af snjó á örskotsstundu, sem sé „eins og í verstu martröð“ að mati Bjarna, sem telur mikla blessun að ekki skuli hafa orðið mannskaði þar. Svo virðist sem að einhver hluti seinna snjóflóðsins hafi flætt yfir snjóflóðarvarnargarðinn, sem þó bægði meginþunga snjóflóðsins frá bænum. Það er því mat fólks; jafnt bæjarstjórans á Ísafirði, fagstjóra ofanflóðavöktunar hjá Veðurstofunni, fyrrnefnds fjármálaráðherra og Ómars Ragnarssonar, að varnarmannvirkin sem byggð voru eftir mannskæð snjóflóð á tíunda áratugnum hafi að líkindum bjargað mörgum mannslífum í nótt. Bjarni var gestur Bítisins í morgun, þar sem hann sagði fregnirnir að vestan mjög sláandi. „Það sem mér finnst skelfilegt við þetta er það svona hlutir gerast ofboðslega hratt,“ sagði Bjarni. Það sé hrikaleg tilhugsun að vita til þess að fólk hafi verið sofandi í húsum sínum þegar snjóflóðin féllu en um leið blessun að ekki hafi verið margt fólk á ferli utan varnargarðanna. Snjóflóð hafnaði á húsi við Öldutún, yst á Flateyri.Vísir/hjalti Hins vegar verði ekki hjá því litið að snjó flæddi inn í íbúðarhús á Flateyri. Bjarni segir því liggja fyrir að það verði að komast til botns í því hvernig það gat gerst: „Hvort það hafi komið rof í varnargarðana eða hvort menn hafi einfaldlega ofmetið getu þeirra til þess að halda snjónum frá. Það var í það minnsta hús þarna á hættusvæði sem við höfðum ekki áttað okkur á,“ sagði Bjarni í Bítinu. Það hafi verið ónotalegt að lesa fréttir um það í morgun að herbergi unglingsstúlkunnar hafi fyllst af snjó þegar flóðið féll. „Þetta er eins og í verstu martröð og mikil blessun að ekki skyldi hafa orðið mannskaði þar,“ sagði Bjarni og vísar til þess að stúlkan slasaðist aðeins lítillega. Hún og fjölskylda hennar voru flutt með varðskipinu Þór til Ísafjaðar. Þaðan heldur varðskiptið aftur til Flateyrar með áfallteymi og vistir. Gert er ráð fyrir að Þór verði kominn þangað fyrir hádegi. Enn er vont veður á Vestfjörðum og myrkur. Því hefur verið erfitt að meta umfang tjóns og stærð snjóflóðsins. Staðan verður tekin í birtingu. Viðtalið við Bjarna má heyra í heild hér að neðan.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Opna fjöldahjálparstöð: „Ljóst að þörf er á sálrænum stuðning í kjölfar atburðanna“ Eftir að varðskipið Þór hefur flutt unglingsstúlkuna, sem slasaðist lítillega í snjóflóði sem féll á Flateyri í nótt, til Ísafjarðar er ætlunin að sigla skipinu aftur til Flateyrar með áfallateymi og vistir. 15. janúar 2020 07:23 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30
Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59
Opna fjöldahjálparstöð: „Ljóst að þörf er á sálrænum stuðning í kjölfar atburðanna“ Eftir að varðskipið Þór hefur flutt unglingsstúlkuna, sem slasaðist lítillega í snjóflóði sem féll á Flateyri í nótt, til Ísafjarðar er ætlunin að sigla skipinu aftur til Flateyrar með áfallateymi og vistir. 15. janúar 2020 07:23