Ómar segir varnargarðana hafa sannað gildi sitt í nótt Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2020 07:04 Skýringarmynd sem sýnir hvar snjóflóðin tvö féllu við Flateyri í gærkvöldi. VÍSIR/hjalti Ómar Ragnarsson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi fréttamaður, segir að snjóflóðavarnargarðarnir á Flateyri hafi sannað gildi sitt í gærkvöldi þar sem þeir bægðu stóru snjóflóði frá byggðinni. Þetta segir Ómar í færslu á bloggsíðu sinni. Hann segir að það hafi verið happ að enginn hafi verið á ferli þar sem flóðið fór í sjó fram. Alls féllu þrjú stór snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gærkvöldi – tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. „Þegar varnarmannvirki virðast vera að sanna sig núna, verður þó að geta þess, að enn, eftir aldarfjórðung, er talsvert eftir ógert af fyrirhuguðum aðgerðum, og er ljóst að nú verður að ganga í það að klára þær sem fyrst,“ segir Ómar. Í færslunni rifjar hann upp að farið hafi verið að huga fyrir alvöru að snjóflóðavörnum eftir flóðin stóru á Vestfjörðum 1994 og 1995. Þau hafi alls verið fimm – það fyrsta á Seljalandsdal og Tungudal Dýrafirði 1994, þau mannskæðustu á Súðavík í janúar og Flateyri í október 1995, auk þess sem stærsta snjóflóðið féll á óbyggt svæði innst í Dýrafirði í sama óveðri og olli flóðinu á Flateyri. Auk þess féll snjóflóð í Reykhólasveit í sama óveðri. Í heildina fórust 37 manns í fjórum af fimm þessara snjóflóða. Eftir snjóflóð í Bolungarvík 1996 komst verulegur skriður á öryggismál á þessu sviði og hafa snjóflóðavarnir verið settar upp víða um land síðan. Hann segir þó nokkuð verk óunnið og ljóst að ganga verði í það verk sem fyrst. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Hefðu byrjað rýmingar fyrir mörgum dögum ef varnargarðsins nyti ekki við á Flateyri Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segist afar þakklátur fyrir það að allir hafi komist óhultir frá snjóflóðunum sem féllu á Flateyri og Suðureyri seint í kvöld. 15. janúar 2020 04:08 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Ómar Ragnarsson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi fréttamaður, segir að snjóflóðavarnargarðarnir á Flateyri hafi sannað gildi sitt í gærkvöldi þar sem þeir bægðu stóru snjóflóði frá byggðinni. Þetta segir Ómar í færslu á bloggsíðu sinni. Hann segir að það hafi verið happ að enginn hafi verið á ferli þar sem flóðið fór í sjó fram. Alls féllu þrjú stór snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gærkvöldi – tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. „Þegar varnarmannvirki virðast vera að sanna sig núna, verður þó að geta þess, að enn, eftir aldarfjórðung, er talsvert eftir ógert af fyrirhuguðum aðgerðum, og er ljóst að nú verður að ganga í það að klára þær sem fyrst,“ segir Ómar. Í færslunni rifjar hann upp að farið hafi verið að huga fyrir alvöru að snjóflóðavörnum eftir flóðin stóru á Vestfjörðum 1994 og 1995. Þau hafi alls verið fimm – það fyrsta á Seljalandsdal og Tungudal Dýrafirði 1994, þau mannskæðustu á Súðavík í janúar og Flateyri í október 1995, auk þess sem stærsta snjóflóðið féll á óbyggt svæði innst í Dýrafirði í sama óveðri og olli flóðinu á Flateyri. Auk þess féll snjóflóð í Reykhólasveit í sama óveðri. Í heildina fórust 37 manns í fjórum af fimm þessara snjóflóða. Eftir snjóflóð í Bolungarvík 1996 komst verulegur skriður á öryggismál á þessu sviði og hafa snjóflóðavarnir verið settar upp víða um land síðan. Hann segir þó nokkuð verk óunnið og ljóst að ganga verði í það verk sem fyrst.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Hefðu byrjað rýmingar fyrir mörgum dögum ef varnargarðsins nyti ekki við á Flateyri Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segist afar þakklátur fyrir það að allir hafi komist óhultir frá snjóflóðunum sem féllu á Flateyri og Suðureyri seint í kvöld. 15. janúar 2020 04:08 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30
Hefðu byrjað rýmingar fyrir mörgum dögum ef varnargarðsins nyti ekki við á Flateyri Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segist afar þakklátur fyrir það að allir hafi komist óhultir frá snjóflóðunum sem féllu á Flateyri og Suðureyri seint í kvöld. 15. janúar 2020 04:08
Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59