Tölvuþrjótar hóta að selja Instagram-reikninginn og eyða öllum myndum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. janúar 2020 19:00 Arna Ýr Jónsdóttir áhrifavaldur segir tölvuþrjót blokka aðgang að Instagramminu hennar og ætli að eyða myndum og selja reikninginn. Tölvuþrjótar sem hökkuðu sig inn á Instagram ungrar konu með tugi þúsunda fylgjenda hóta að selja reikninginn og eyða öllum myndum. Konan sem hefur notað Instagram í atvinnuskyni segir bæði um persónulegt og fjárhagslegt tjón að ræða. „Kærastinn minn ætlaði að skoða Instagrammið mitt í morgun og sá þá að það var horfið. Hann lét mig vita og þegar ég ætla að skrá mig inn var það ekki hægt, það var eins og einhver annar væri inná því. Ég kannaði þá netfangið mitt sem er tengt Instagramminu og komst að því að annar hafði skráð sig inná það,“ segir Arna Ýr Jónsdóttir, fegurðardrottning og áhrifavaldur. Sá sem hafði hakkað reikninginn hennar er skráður í Bandaríkjunum. Tölvuþrjóturinn breytti netfanginu sem Instagrammið var tengt við þannig að Arna missir þannig stjórn á samfélagsmiðlinum. „Þegar ég kannaði svo tölvupóstinn minn sá ég skilaboð frá manni þar sem kom fram að ég hefði tvo klukkutíma til að svara honum, annars myndi hann eyða myndunum á Instagramminu og selja reikninginn. Hann er nú ekki klárari en svo að eftir um 20 mínútur lét hann mig vita að ég hefði klukkustund til að svara.“ Arna Ýr hefur birt hundruð mynda á Instagram-reikningi sínum og tjónið er því tilfinnanlegt. Arna Ýr svaraði ekki skilaboðunum þannig að hakkarinn sendi að skilaboð í dag um að hann ætli að eyða myndunum og selja reikninginn. Arna, sem hefur notað Instagrammið í atvinnuskyni með því að kynna vörur og ráð í foreldrahlutverkinu, segir tjónið tilfinnanlegt. Einn af tölvupóstunum sem Arna Ýr fékk sendan frá þrjótunum. „Það hefur tekið mig fjögur ár að byggja upp þetta Instagram og ég er með fimmtíu og fimmþúsund fylgendur. Ég hef notað það til að kynna vörur fyrir fyrirtæki og til að gefa foreldrum ráð í uppeldishlutverkinu og þannig unnið mér inn tekjur. Ég var að klára fæðingarorlof og er að fara í háskóla í haust þannig að ég ætlaði að vinna gegnum þennan miðil en ef ég endurheimti ekki reikninginn getur það orðið erfitt en alls ekki útilokað,“ segir Arna Ýr. Arna hafði beint samband við Instagram í dag og var beðinn um ítarlegar upplýsingar eins og vegabréfsmynd. Hún vonar að þetta verði til þess að reikningurinn verði opnaður fyrir hana á ný. Hægt er að fara inná haveibeenpwned.com til að kanna hvort tölvuþrjótar séu að skoða persónuleg gögn. Forvarnir mikilvægar Sérfræðingar í netglæpum sem fréttastofa hafði samband við í dag segja að tilfelli sem þetta séu nokkuð algeng. Í flestum tilvikum komist tölvuþrjótarnir þá yfir lykilorð viðkomandi. Dæmi séu um að þeir hafi komist yfir þau með því að hakka sig inná stórar þjónustuveitur sem geyma slíkar upplýsingar eða ef notendur eru með auðveld lykilorð eða nota þau víða. Þeir benda á að samfélagsmiðlarnir bjóði oft upp á ágætis varnir og fólk þurfi að nota þær. Þá sé hægt að kanna hvort að þrjótar hafi verið að skoða gögn viðkomandi með því að fara inná vefsíðuna haveibeenpwned.com. Bent er á að ef hakkarar komist yfir samfélagsmiðla sé best fyrir fólk að hafa beint samband við viðkomandi fyrirtæki og biðja um að reikningarnir séu opnaðir. Netöryggi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Arna Ýr á von á sínu fyrsta barni Arna Ýr Jónsdóttir, fyrrum Ungfrú Ísland og Miss Universe Iceland, á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum Vigni Þór Bollasyni. 8. desember 2018 21:45 Kjóllinn sem tryggir þér sigur í Miss Universe Iceland Birta Abiba Þórhallsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ á laugardagskvöldið. 2. september 2019 12:30 Móðurmál: Arna Ýr segir góða reynslu af meðgöngu vera tabú Arna Ýr fyrirsæta og fegurðardrotting og kærasti hennar Vignir eignuðust í sumar sitt fyrsta barn. Arna Ýr er fjórði viðmælandi Móðurmáls. 17. september 2019 20:30 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Tölvuþrjótar sem hökkuðu sig inn á Instagram ungrar konu með tugi þúsunda fylgjenda hóta að selja reikninginn og eyða öllum myndum. Konan sem hefur notað Instagram í atvinnuskyni segir bæði um persónulegt og fjárhagslegt tjón að ræða. „Kærastinn minn ætlaði að skoða Instagrammið mitt í morgun og sá þá að það var horfið. Hann lét mig vita og þegar ég ætla að skrá mig inn var það ekki hægt, það var eins og einhver annar væri inná því. Ég kannaði þá netfangið mitt sem er tengt Instagramminu og komst að því að annar hafði skráð sig inná það,“ segir Arna Ýr Jónsdóttir, fegurðardrottning og áhrifavaldur. Sá sem hafði hakkað reikninginn hennar er skráður í Bandaríkjunum. Tölvuþrjóturinn breytti netfanginu sem Instagrammið var tengt við þannig að Arna missir þannig stjórn á samfélagsmiðlinum. „Þegar ég kannaði svo tölvupóstinn minn sá ég skilaboð frá manni þar sem kom fram að ég hefði tvo klukkutíma til að svara honum, annars myndi hann eyða myndunum á Instagramminu og selja reikninginn. Hann er nú ekki klárari en svo að eftir um 20 mínútur lét hann mig vita að ég hefði klukkustund til að svara.“ Arna Ýr hefur birt hundruð mynda á Instagram-reikningi sínum og tjónið er því tilfinnanlegt. Arna Ýr svaraði ekki skilaboðunum þannig að hakkarinn sendi að skilaboð í dag um að hann ætli að eyða myndunum og selja reikninginn. Arna, sem hefur notað Instagrammið í atvinnuskyni með því að kynna vörur og ráð í foreldrahlutverkinu, segir tjónið tilfinnanlegt. Einn af tölvupóstunum sem Arna Ýr fékk sendan frá þrjótunum. „Það hefur tekið mig fjögur ár að byggja upp þetta Instagram og ég er með fimmtíu og fimmþúsund fylgendur. Ég hef notað það til að kynna vörur fyrir fyrirtæki og til að gefa foreldrum ráð í uppeldishlutverkinu og þannig unnið mér inn tekjur. Ég var að klára fæðingarorlof og er að fara í háskóla í haust þannig að ég ætlaði að vinna gegnum þennan miðil en ef ég endurheimti ekki reikninginn getur það orðið erfitt en alls ekki útilokað,“ segir Arna Ýr. Arna hafði beint samband við Instagram í dag og var beðinn um ítarlegar upplýsingar eins og vegabréfsmynd. Hún vonar að þetta verði til þess að reikningurinn verði opnaður fyrir hana á ný. Hægt er að fara inná haveibeenpwned.com til að kanna hvort tölvuþrjótar séu að skoða persónuleg gögn. Forvarnir mikilvægar Sérfræðingar í netglæpum sem fréttastofa hafði samband við í dag segja að tilfelli sem þetta séu nokkuð algeng. Í flestum tilvikum komist tölvuþrjótarnir þá yfir lykilorð viðkomandi. Dæmi séu um að þeir hafi komist yfir þau með því að hakka sig inná stórar þjónustuveitur sem geyma slíkar upplýsingar eða ef notendur eru með auðveld lykilorð eða nota þau víða. Þeir benda á að samfélagsmiðlarnir bjóði oft upp á ágætis varnir og fólk þurfi að nota þær. Þá sé hægt að kanna hvort að þrjótar hafi verið að skoða gögn viðkomandi með því að fara inná vefsíðuna haveibeenpwned.com. Bent er á að ef hakkarar komist yfir samfélagsmiðla sé best fyrir fólk að hafa beint samband við viðkomandi fyrirtæki og biðja um að reikningarnir séu opnaðir.
Netöryggi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Arna Ýr á von á sínu fyrsta barni Arna Ýr Jónsdóttir, fyrrum Ungfrú Ísland og Miss Universe Iceland, á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum Vigni Þór Bollasyni. 8. desember 2018 21:45 Kjóllinn sem tryggir þér sigur í Miss Universe Iceland Birta Abiba Þórhallsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ á laugardagskvöldið. 2. september 2019 12:30 Móðurmál: Arna Ýr segir góða reynslu af meðgöngu vera tabú Arna Ýr fyrirsæta og fegurðardrotting og kærasti hennar Vignir eignuðust í sumar sitt fyrsta barn. Arna Ýr er fjórði viðmælandi Móðurmáls. 17. september 2019 20:30 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Arna Ýr á von á sínu fyrsta barni Arna Ýr Jónsdóttir, fyrrum Ungfrú Ísland og Miss Universe Iceland, á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum Vigni Þór Bollasyni. 8. desember 2018 21:45
Kjóllinn sem tryggir þér sigur í Miss Universe Iceland Birta Abiba Þórhallsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ á laugardagskvöldið. 2. september 2019 12:30
Móðurmál: Arna Ýr segir góða reynslu af meðgöngu vera tabú Arna Ýr fyrirsæta og fegurðardrotting og kærasti hennar Vignir eignuðust í sumar sitt fyrsta barn. Arna Ýr er fjórði viðmælandi Móðurmáls. 17. september 2019 20:30